Þá sjaldan að gagn hefði verið af smá íhaldssemi Pawel Bartoszek skrifar 12. október 2018 17:15 Stundum fer samfélagið fram úr sjálfu sér. Í einhverju hugarástandi fara menn að breyta lögum og reglum sem eru ekki vinsæl en þjóna samt einhverjum tilgangi. Á þannig stundum ættu góðir íhaldsmenn að biðja fólk um að telja á sér tærnar og hægja á. Hvað sem menn vilja segja um uppreist æru og óflekkað mannorð þá var þarna ákveðið kerfi sem gaf jafnvel morðingjum og verstu níðingum færi á að setja ákveðinn endapunkt við fortíð sína og endurheimta öll sín borgaralegu réttindi. Það kann að vera óvinsæl skoðun en samfélög eiga, að mínu mati, að hafa þannig tæki í höndunum. En þar sem nýting kerfisins ofbauð, að mörgu leyti réttilega, réttarvitund þorra fólks þá var þetta kerfi afnumið. Það var gert með hraði án þess að nokkuð annað væri sett í staðinn. Réttarríkið, stjórnarskráin, bann við afturvirkni refsinga, alþjóðlegar mannréttindakröfur. Allt þetta var undir, og allt varð að einhverju leyti undir. Ætli skoðunum Sigríðar Andersen sé nokkur grikkur gerður með því að kalla hana íhaldskonu? En stóð hún, sem slík, og sem dómsmálaráðherra, vörð um klassíska íhaldssemi í þessum málum? Talaði hún um nauðsyn þess að fara sér hægt og ígrunda vel? Var hún á bremsunni? Ó, nei. Ekki aðeins var Sigríður Andersen með í þessari lestarferð heldur var hún sjálf í eimreiðinni að hlaða kolum í.Lét semja hálft frumvarp Svo lá henni á að afnema uppreist æru úr íslensku lagasafni að hún lét ráðuneytið sitt semja hálft frumvarp, þar sem tækin til að endurheimta ýmis réttindi, t.d. kjörgengi í kosningum, voru afnumin, án þess að annað fyrirkomulag kæmi í staðinn. Sjálf greinargerðin með lögunum sem afnámu uppreist æru sagði: „Í dómum Mannréttindadómstóls Evrópu hefur verið fjallað um rétt einstaklinga til að bjóða sig fram í kosningum. Dómarnir veita leiðbeiningu um að heimilt sé að mæla fyrir um vissar takmarkanir á þeim rétti, en að miklu skipti að gætt sé meðalhófs við slíkar takmarkanir og að þær séu ekki ótímabundnar. Í a.m.k. einum dómi frá 1991 var talið að viðkomandi þjóðþingi bæri skylda til að hafa sérstaka ótímabundna takmörkun til stöðugrar endurskoðunar. Verði frumvarp þetta samþykkt er því afar mikilvægt að staðið verði við áform um endurskoðun þeirra ákvæða sem mæla fyrir um takmarkanir á kjörgengi svo að ekki skapist hætta á því að gengið verði of nærri þeim réttindum manna sem hér eru til umfjöllunar.“ Þetta er í raun ansi hresst. Það er ekki oft sem greinargerðir frumvarpa úr ráðuneytum beinlínis viðurkenna að samþykkt þeirra feli í sér brot á mannréttindum. Áhyggjur greinargerðarinnar af eigin frumvarpstexta reyndust ekki innistæðulausar. Ár er liðið, heilt löggjafarþing er liðið, heilar sveitarstjórnarkosningar afstaðnar án þess að nokkur ný lög hafi litið dagsins ljós. Frumvarpið var ekki einu sinni lagt fram á seinasta þingi. Þetta þýðir að enginn Íslendingur með meira en eins árs dóm á bakinu gat boðið sig fram í kosningunum. Þetta gerðist þrátt fyrir loforð um að ný lög um hvernig megi öðlast þessi réttindi aftur yrðu samþykkt í snatri. Í meðförum þingsins var sett inn ákvæði um að lagabálkurinn um uppreist æru tæki aftur gildi um áramótin 2019 ef ekki verður búið að laga lögin. Líklegast hefði líka átt að kippa því inn að allir fyrrverandi fangar hefðu öðlast kjörgengi að nýju. Kannski treystu menn á að ráðherrann myndi græja það en af því varð ekki. Ráðherrann flýtti sér eins og hún gat þegar kom að því að afnema ákveðin réttindi fyrrverandi sakamanna. En þegar kom að því að veita þau aftur, þá virtist ekki liggja jafnmikið á.Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stundum fer samfélagið fram úr sjálfu sér. Í einhverju hugarástandi fara menn að breyta lögum og reglum sem eru ekki vinsæl en þjóna samt einhverjum tilgangi. Á þannig stundum ættu góðir íhaldsmenn að biðja fólk um að telja á sér tærnar og hægja á. Hvað sem menn vilja segja um uppreist æru og óflekkað mannorð þá var þarna ákveðið kerfi sem gaf jafnvel morðingjum og verstu níðingum færi á að setja ákveðinn endapunkt við fortíð sína og endurheimta öll sín borgaralegu réttindi. Það kann að vera óvinsæl skoðun en samfélög eiga, að mínu mati, að hafa þannig tæki í höndunum. En þar sem nýting kerfisins ofbauð, að mörgu leyti réttilega, réttarvitund þorra fólks þá var þetta kerfi afnumið. Það var gert með hraði án þess að nokkuð annað væri sett í staðinn. Réttarríkið, stjórnarskráin, bann við afturvirkni refsinga, alþjóðlegar mannréttindakröfur. Allt þetta var undir, og allt varð að einhverju leyti undir. Ætli skoðunum Sigríðar Andersen sé nokkur grikkur gerður með því að kalla hana íhaldskonu? En stóð hún, sem slík, og sem dómsmálaráðherra, vörð um klassíska íhaldssemi í þessum málum? Talaði hún um nauðsyn þess að fara sér hægt og ígrunda vel? Var hún á bremsunni? Ó, nei. Ekki aðeins var Sigríður Andersen með í þessari lestarferð heldur var hún sjálf í eimreiðinni að hlaða kolum í.Lét semja hálft frumvarp Svo lá henni á að afnema uppreist æru úr íslensku lagasafni að hún lét ráðuneytið sitt semja hálft frumvarp, þar sem tækin til að endurheimta ýmis réttindi, t.d. kjörgengi í kosningum, voru afnumin, án þess að annað fyrirkomulag kæmi í staðinn. Sjálf greinargerðin með lögunum sem afnámu uppreist æru sagði: „Í dómum Mannréttindadómstóls Evrópu hefur verið fjallað um rétt einstaklinga til að bjóða sig fram í kosningum. Dómarnir veita leiðbeiningu um að heimilt sé að mæla fyrir um vissar takmarkanir á þeim rétti, en að miklu skipti að gætt sé meðalhófs við slíkar takmarkanir og að þær séu ekki ótímabundnar. Í a.m.k. einum dómi frá 1991 var talið að viðkomandi þjóðþingi bæri skylda til að hafa sérstaka ótímabundna takmörkun til stöðugrar endurskoðunar. Verði frumvarp þetta samþykkt er því afar mikilvægt að staðið verði við áform um endurskoðun þeirra ákvæða sem mæla fyrir um takmarkanir á kjörgengi svo að ekki skapist hætta á því að gengið verði of nærri þeim réttindum manna sem hér eru til umfjöllunar.“ Þetta er í raun ansi hresst. Það er ekki oft sem greinargerðir frumvarpa úr ráðuneytum beinlínis viðurkenna að samþykkt þeirra feli í sér brot á mannréttindum. Áhyggjur greinargerðarinnar af eigin frumvarpstexta reyndust ekki innistæðulausar. Ár er liðið, heilt löggjafarþing er liðið, heilar sveitarstjórnarkosningar afstaðnar án þess að nokkur ný lög hafi litið dagsins ljós. Frumvarpið var ekki einu sinni lagt fram á seinasta þingi. Þetta þýðir að enginn Íslendingur með meira en eins árs dóm á bakinu gat boðið sig fram í kosningunum. Þetta gerðist þrátt fyrir loforð um að ný lög um hvernig megi öðlast þessi réttindi aftur yrðu samþykkt í snatri. Í meðförum þingsins var sett inn ákvæði um að lagabálkurinn um uppreist æru tæki aftur gildi um áramótin 2019 ef ekki verður búið að laga lögin. Líklegast hefði líka átt að kippa því inn að allir fyrrverandi fangar hefðu öðlast kjörgengi að nýju. Kannski treystu menn á að ráðherrann myndi græja það en af því varð ekki. Ráðherrann flýtti sér eins og hún gat þegar kom að því að afnema ákveðin réttindi fyrrverandi sakamanna. En þegar kom að því að veita þau aftur, þá virtist ekki liggja jafnmikið á.Höfundur er borgarfulltrúi.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun