Vildi að eigandinn myndi sanna að ekki hafi verið kveikt í bát sem brann á miðunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. október 2018 11:30 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Fréttablaðið/Stefán Tryggingarfélagið Vörður er bótaskylt vegna tjóns sem varð á hraðfiskibát er hann brann og sökk til botns þann 9. júlí 2013. Tryggingarfélagið vildi meina að sá sem var um borð í bátnum hafi vísvitandi lagt eld að bátnum og bæri félagið því ekki ábyrgð á því tjóni sem varð.Báturinn var á veiðum um tvær sjómílur norðaustur af Garðskaga snemma morguns er atvikið átti sér stað og var einn um borð.Í fréttum af eldsvoðanum á sínum tíma kom fram aðeldurinn hafi gosið skyndilega upp og að sjómaðurinn hafi ákveðið að kom sér skyndilega frá borði vegna sprengihættu. Var honum bjargað um borð í nálægan bát.Báturinn var tryggður svokallaðri húftryggingu smábáta hjá Verði en tryggingarfélagið hafnaði hins vegar bótaábyrgð í málinu á áðurnefndri forsendu að sjómaðurinn hafi vísvitandi lagt eld að bátnum. Áður en málið kom til kasta héraðsdóms hafði það farið fyrir úrskurðarnefnd í vátryggingarmálum sem komst að þeirri niðurstöðu að Verði bæri að bæta tjónið þar sem ekki hafi verið sýnt fram á að sjómaðurinn hafi kveikt vísvitandi í bátnum. Þeim úrskurði vildi Vörður hins vegar ekki una og var tryggingarfélaginu stefnt fyrir héraðsdóm vegna málsins.Héraðsdómur Reykjavíkur.vísir/hannaBáturinn nýtryggður og sjómaðurinn við vinnu í flotgalla Vildi Tryggingarfélagið meina að eiganda bátsins bæri að sanna að bátsskaðinn væri ekki rakinn til ásetnings sjómannsins sem var um borð en að slík sönnun lægi ekki fyrir. Tiltók tryggingarfélagið ýmsar ástæður fyrir því að það taldi skipsbrunann vera grunsamlegan, meðal annars það að báturinn hafði verið tryggður hjá félaginu tveimur mánuðum fyrir brunann.Meðal þess sem til tekið var af hálfu Varðar var að einungis hafði verið farið í fjórar veiðiferðir á bátnum frá því að eigandi bátsins eignaðist hann árið 2011, tekjur félagsins sem átti bátinn hafi aðeins numið um 170 þúsund krónum. Þá hafi báturinn logað stafna á milli aðeins örfáum mínútum eftir að tilkynnt var um eldinn en vandséð væri miðað við uppbyggingu bátsins hvernig eldur gæti læst sig af svo miklum hraða í skut bátsins.Segir tryggingarfélagið einnig að það hafi vakið athygli lögreglu að sjómaðurinn hafi verið klæddur í flotgalla við vinnu sína um borð í bátnum. Slíkur klæðnaður muni vera helst til heitur til að vera í við vinnu í júlí. Þá hafi verið tilkynnt um sprengihættu sem að mati tryggingarfélagsins hafi tryggt að sjófarendur myndu ekki koma of nálægt brennandi bátnum og alls ekki reyna að draga hann í land.Af þessum ástæðum og ýmsum öðrum sem tiltekin voru af hálfu tryggingarfélagsins væru „yfirgnæfandi miklar líkur„ á „íkveikju af mannavöldum af ásetningi. Af því verði ekki annað ályktað en að á stefnanda hvíli að sanna að svo hafi ekki verið.“Miklar endurbætur skýri notkunarleysið Mál eiganda bátsins byggðist hins vegar á því að „[a]llt bendi til þess að eldurinn hafi kviknað vegna bilunar í rafmagni eða öðrum búnaði skipsins.“ Þá væri ekkert óeðlilegt við það að báturinn hafi verið lítið notaður á árunum 2011-2013 þar sem að á þeim tíma hafi eigandi bátsins og sjómaðurinn lagst í miklar endurbætur á bátnum. Hafi hann fyrst verið tilbúinn vorið 2013 og því ekki óeðlilegt að kaupa tryggingu á bátinn á þeim tímapunkti. „Málflutningur stefnda einkennist af getgátum og útúrsnúningum sem ekki hafi neitt sönnunargildi og uppfylli engan veginn þær sönnunarkröfur sem gerðar séu til stefnda samkvæmt meginreglum vátrygginga- og skaðabótaréttar,“ því væri tryggingarfélaginu óheimilt að bera fyrir sig að tjóninu hafi verið valdið af ásetningi. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að að ekkert þeirra atriða sem tryggingarfélagið hafi nefnt nægi til þess að snúa við sönnunarbyrði þannig að eiganda bátsins væri gert að sanna að sjómaðurinn hafi ekki lagt eld að honum. Því gæti tryggingarfélagið ekki undanskilið sig ábyrgð. Var bótaskylda Varðar því viðurkennd en annað dómsmál þarf til þess að ákveða hversu háar bæturnar verða. Auk þess þarf Vörður að greiða málskostnað í málinum, alls 1,4 milljónir króna.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Dómsmál Sjávarútvegur Tryggingar Tengdar fréttir Hraðfiskibátur brann á miðunum Sjómaður, sem var einn um borð í hraðfiskibáti sínum, slapp ómeiddur, þegar eldur gaus skyndilega upp í vélarrúmi báts hans. 9. júlí 2013 06:59 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Tryggingarfélagið Vörður er bótaskylt vegna tjóns sem varð á hraðfiskibát er hann brann og sökk til botns þann 9. júlí 2013. Tryggingarfélagið vildi meina að sá sem var um borð í bátnum hafi vísvitandi lagt eld að bátnum og bæri félagið því ekki ábyrgð á því tjóni sem varð.Báturinn var á veiðum um tvær sjómílur norðaustur af Garðskaga snemma morguns er atvikið átti sér stað og var einn um borð.Í fréttum af eldsvoðanum á sínum tíma kom fram aðeldurinn hafi gosið skyndilega upp og að sjómaðurinn hafi ákveðið að kom sér skyndilega frá borði vegna sprengihættu. Var honum bjargað um borð í nálægan bát.Báturinn var tryggður svokallaðri húftryggingu smábáta hjá Verði en tryggingarfélagið hafnaði hins vegar bótaábyrgð í málinu á áðurnefndri forsendu að sjómaðurinn hafi vísvitandi lagt eld að bátnum. Áður en málið kom til kasta héraðsdóms hafði það farið fyrir úrskurðarnefnd í vátryggingarmálum sem komst að þeirri niðurstöðu að Verði bæri að bæta tjónið þar sem ekki hafi verið sýnt fram á að sjómaðurinn hafi kveikt vísvitandi í bátnum. Þeim úrskurði vildi Vörður hins vegar ekki una og var tryggingarfélaginu stefnt fyrir héraðsdóm vegna málsins.Héraðsdómur Reykjavíkur.vísir/hannaBáturinn nýtryggður og sjómaðurinn við vinnu í flotgalla Vildi Tryggingarfélagið meina að eiganda bátsins bæri að sanna að bátsskaðinn væri ekki rakinn til ásetnings sjómannsins sem var um borð en að slík sönnun lægi ekki fyrir. Tiltók tryggingarfélagið ýmsar ástæður fyrir því að það taldi skipsbrunann vera grunsamlegan, meðal annars það að báturinn hafði verið tryggður hjá félaginu tveimur mánuðum fyrir brunann.Meðal þess sem til tekið var af hálfu Varðar var að einungis hafði verið farið í fjórar veiðiferðir á bátnum frá því að eigandi bátsins eignaðist hann árið 2011, tekjur félagsins sem átti bátinn hafi aðeins numið um 170 þúsund krónum. Þá hafi báturinn logað stafna á milli aðeins örfáum mínútum eftir að tilkynnt var um eldinn en vandséð væri miðað við uppbyggingu bátsins hvernig eldur gæti læst sig af svo miklum hraða í skut bátsins.Segir tryggingarfélagið einnig að það hafi vakið athygli lögreglu að sjómaðurinn hafi verið klæddur í flotgalla við vinnu sína um borð í bátnum. Slíkur klæðnaður muni vera helst til heitur til að vera í við vinnu í júlí. Þá hafi verið tilkynnt um sprengihættu sem að mati tryggingarfélagsins hafi tryggt að sjófarendur myndu ekki koma of nálægt brennandi bátnum og alls ekki reyna að draga hann í land.Af þessum ástæðum og ýmsum öðrum sem tiltekin voru af hálfu tryggingarfélagsins væru „yfirgnæfandi miklar líkur„ á „íkveikju af mannavöldum af ásetningi. Af því verði ekki annað ályktað en að á stefnanda hvíli að sanna að svo hafi ekki verið.“Miklar endurbætur skýri notkunarleysið Mál eiganda bátsins byggðist hins vegar á því að „[a]llt bendi til þess að eldurinn hafi kviknað vegna bilunar í rafmagni eða öðrum búnaði skipsins.“ Þá væri ekkert óeðlilegt við það að báturinn hafi verið lítið notaður á árunum 2011-2013 þar sem að á þeim tíma hafi eigandi bátsins og sjómaðurinn lagst í miklar endurbætur á bátnum. Hafi hann fyrst verið tilbúinn vorið 2013 og því ekki óeðlilegt að kaupa tryggingu á bátinn á þeim tímapunkti. „Málflutningur stefnda einkennist af getgátum og útúrsnúningum sem ekki hafi neitt sönnunargildi og uppfylli engan veginn þær sönnunarkröfur sem gerðar séu til stefnda samkvæmt meginreglum vátrygginga- og skaðabótaréttar,“ því væri tryggingarfélaginu óheimilt að bera fyrir sig að tjóninu hafi verið valdið af ásetningi. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að að ekkert þeirra atriða sem tryggingarfélagið hafi nefnt nægi til þess að snúa við sönnunarbyrði þannig að eiganda bátsins væri gert að sanna að sjómaðurinn hafi ekki lagt eld að honum. Því gæti tryggingarfélagið ekki undanskilið sig ábyrgð. Var bótaskylda Varðar því viðurkennd en annað dómsmál þarf til þess að ákveða hversu háar bæturnar verða. Auk þess þarf Vörður að greiða málskostnað í málinum, alls 1,4 milljónir króna.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Dómsmál Sjávarútvegur Tryggingar Tengdar fréttir Hraðfiskibátur brann á miðunum Sjómaður, sem var einn um borð í hraðfiskibáti sínum, slapp ómeiddur, þegar eldur gaus skyndilega upp í vélarrúmi báts hans. 9. júlí 2013 06:59 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Hraðfiskibátur brann á miðunum Sjómaður, sem var einn um borð í hraðfiskibáti sínum, slapp ómeiddur, þegar eldur gaus skyndilega upp í vélarrúmi báts hans. 9. júlí 2013 06:59