Engin vandamál í Ankara Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. október 2018 07:30 Elvar Örn átti frábæran leik gegn Tyrklandi. Fréttablaðið/Eyþór „Þetta var frábær frammistaða hjá liðinu og ég get ekki annað en verið sáttur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson í samtali við Fréttablaðið eftir stórsigur Íslands á Tyrklandi, 22-33, í Ankara í undankeppni EM 2020 í gær. Íslenska liðið byrjaði mun betur en gegn Grikkjum á miðvikudaginn og tók strax frumkvæðið í leiknum. Íslendingar leiddu allan tímann og eftir tólf mínútna leik var staðan orðin 4-9, Íslandi í vil. Tyrkir gáfust þó ekki upp og hleyptu Íslendingum aldrei lengra en fimm mörkum fram úr sér. Onur Ersin var þeirra besti maður en hann skoraði fjögur af fyrstu sjö mörkum Tyrkja. Þegar liðin gengu til búningsherbergja var munurinn þrjú mörk, 13-16. „Sóknin var góð allan leikinn en við gerðum nokkur mistök í vörninni í fyrri hálfleik. En hún varð alltaf betri og betri og í seinni hálfleik sóttum við þá lengra út,“ sagði Guðmundur. Líkt og gegn Grikkjum byrjuðu Íslendingar seinni hálfleikinn gegn Tyrkjum af miklum krafti. Ísland skoraði níu af fyrstu ellefu mörkunum í seinni hálfleik og náði tíu marka forskoti, 15-25, þegar 17 mínútur voru eftir. Heimamenn áttu í mestu vandræðum með að leysa varnarleik Íslands og skoruðu aðeins þrjú mörk á fyrstu 17 mínútum seinni hálfleiks. Björgvin Páll Gústavsson var rólegur í fyrri hálfleik en lék einkar vel í þeim seinni. Hann varði alls 14 skot og skoraði að auki eitt mark með skoti yfir endilangan völlinn. Þegar upp var staðið munaði ellefu mörkum á liðunum. Lokatölur 22-33, Íslandi í vil og fjögur stig komin í hús í undankeppni EM. „Við vorum ógnandi alls staðar á vellinum og fengum mörk úr öllum stöðum,“ sagði Guðmundur sem var að vonum ánægður með liðsheild íslenska liðsins í leiknum í gær. Ellefu Íslendingar skoruðu í leiknum í Ankara. Elvar Örn Jónsson var þeirra markahæstur en hann skoraði níu mörk úr níu skotum. Frábær frammistaða hjá Selfyssingnum sem hefur heldur betur þakkað traustið sem hann hefur fengið hjá Guðmundi sem var skiljanlega ánægður með frammistöðu Elvars. „Þetta var frábær leikur hjá honum, virkilega góður,“ sagði landsliðsþjálfarinn sem hrósaði eldri og reyndari leikmönnum Íslands fyrir þeirra framlag. Björgvin Páll varði vel eins og áður sagði, Aron Pálmarsson skoraði sex mörk og dældi út stoðsendingum, Arnór Þór Gunnarsson var traustur í hægra horninu, Rúnar Kárason byrjaði af krafti og Ólafur Gústafsson átti afar góðan leik í miðri vörn Íslands. „Ólafur er ákveðið akkeri í vörninni. Þótt hann hafi ekki marga landsleiki á bakinu hefur hann verið lengi að og spilað með góðum liðum erlendis,“ sagði Guðmundur um Hafnfirðinginn sem hefur stimplað sig aftur inn í landsliðið eftir erfið meiðsli. Næstu leikir Íslands í undankeppni EM eru ekki fyrr en í apríl á næsta ári. Nú fer öll einbeiting á heimsmeistaramótið sem hefst í janúar. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Sjá meira
„Þetta var frábær frammistaða hjá liðinu og ég get ekki annað en verið sáttur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson í samtali við Fréttablaðið eftir stórsigur Íslands á Tyrklandi, 22-33, í Ankara í undankeppni EM 2020 í gær. Íslenska liðið byrjaði mun betur en gegn Grikkjum á miðvikudaginn og tók strax frumkvæðið í leiknum. Íslendingar leiddu allan tímann og eftir tólf mínútna leik var staðan orðin 4-9, Íslandi í vil. Tyrkir gáfust þó ekki upp og hleyptu Íslendingum aldrei lengra en fimm mörkum fram úr sér. Onur Ersin var þeirra besti maður en hann skoraði fjögur af fyrstu sjö mörkum Tyrkja. Þegar liðin gengu til búningsherbergja var munurinn þrjú mörk, 13-16. „Sóknin var góð allan leikinn en við gerðum nokkur mistök í vörninni í fyrri hálfleik. En hún varð alltaf betri og betri og í seinni hálfleik sóttum við þá lengra út,“ sagði Guðmundur. Líkt og gegn Grikkjum byrjuðu Íslendingar seinni hálfleikinn gegn Tyrkjum af miklum krafti. Ísland skoraði níu af fyrstu ellefu mörkunum í seinni hálfleik og náði tíu marka forskoti, 15-25, þegar 17 mínútur voru eftir. Heimamenn áttu í mestu vandræðum með að leysa varnarleik Íslands og skoruðu aðeins þrjú mörk á fyrstu 17 mínútum seinni hálfleiks. Björgvin Páll Gústavsson var rólegur í fyrri hálfleik en lék einkar vel í þeim seinni. Hann varði alls 14 skot og skoraði að auki eitt mark með skoti yfir endilangan völlinn. Þegar upp var staðið munaði ellefu mörkum á liðunum. Lokatölur 22-33, Íslandi í vil og fjögur stig komin í hús í undankeppni EM. „Við vorum ógnandi alls staðar á vellinum og fengum mörk úr öllum stöðum,“ sagði Guðmundur sem var að vonum ánægður með liðsheild íslenska liðsins í leiknum í gær. Ellefu Íslendingar skoruðu í leiknum í Ankara. Elvar Örn Jónsson var þeirra markahæstur en hann skoraði níu mörk úr níu skotum. Frábær frammistaða hjá Selfyssingnum sem hefur heldur betur þakkað traustið sem hann hefur fengið hjá Guðmundi sem var skiljanlega ánægður með frammistöðu Elvars. „Þetta var frábær leikur hjá honum, virkilega góður,“ sagði landsliðsþjálfarinn sem hrósaði eldri og reyndari leikmönnum Íslands fyrir þeirra framlag. Björgvin Páll varði vel eins og áður sagði, Aron Pálmarsson skoraði sex mörk og dældi út stoðsendingum, Arnór Þór Gunnarsson var traustur í hægra horninu, Rúnar Kárason byrjaði af krafti og Ólafur Gústafsson átti afar góðan leik í miðri vörn Íslands. „Ólafur er ákveðið akkeri í vörninni. Þótt hann hafi ekki marga landsleiki á bakinu hefur hann verið lengi að og spilað með góðum liðum erlendis,“ sagði Guðmundur um Hafnfirðinginn sem hefur stimplað sig aftur inn í landsliðið eftir erfið meiðsli. Næstu leikir Íslands í undankeppni EM eru ekki fyrr en í apríl á næsta ári. Nú fer öll einbeiting á heimsmeistaramótið sem hefst í janúar.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Sjá meira