Engin vandamál í Ankara Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. október 2018 07:30 Elvar Örn átti frábæran leik gegn Tyrklandi. Fréttablaðið/Eyþór „Þetta var frábær frammistaða hjá liðinu og ég get ekki annað en verið sáttur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson í samtali við Fréttablaðið eftir stórsigur Íslands á Tyrklandi, 22-33, í Ankara í undankeppni EM 2020 í gær. Íslenska liðið byrjaði mun betur en gegn Grikkjum á miðvikudaginn og tók strax frumkvæðið í leiknum. Íslendingar leiddu allan tímann og eftir tólf mínútna leik var staðan orðin 4-9, Íslandi í vil. Tyrkir gáfust þó ekki upp og hleyptu Íslendingum aldrei lengra en fimm mörkum fram úr sér. Onur Ersin var þeirra besti maður en hann skoraði fjögur af fyrstu sjö mörkum Tyrkja. Þegar liðin gengu til búningsherbergja var munurinn þrjú mörk, 13-16. „Sóknin var góð allan leikinn en við gerðum nokkur mistök í vörninni í fyrri hálfleik. En hún varð alltaf betri og betri og í seinni hálfleik sóttum við þá lengra út,“ sagði Guðmundur. Líkt og gegn Grikkjum byrjuðu Íslendingar seinni hálfleikinn gegn Tyrkjum af miklum krafti. Ísland skoraði níu af fyrstu ellefu mörkunum í seinni hálfleik og náði tíu marka forskoti, 15-25, þegar 17 mínútur voru eftir. Heimamenn áttu í mestu vandræðum með að leysa varnarleik Íslands og skoruðu aðeins þrjú mörk á fyrstu 17 mínútum seinni hálfleiks. Björgvin Páll Gústavsson var rólegur í fyrri hálfleik en lék einkar vel í þeim seinni. Hann varði alls 14 skot og skoraði að auki eitt mark með skoti yfir endilangan völlinn. Þegar upp var staðið munaði ellefu mörkum á liðunum. Lokatölur 22-33, Íslandi í vil og fjögur stig komin í hús í undankeppni EM. „Við vorum ógnandi alls staðar á vellinum og fengum mörk úr öllum stöðum,“ sagði Guðmundur sem var að vonum ánægður með liðsheild íslenska liðsins í leiknum í gær. Ellefu Íslendingar skoruðu í leiknum í Ankara. Elvar Örn Jónsson var þeirra markahæstur en hann skoraði níu mörk úr níu skotum. Frábær frammistaða hjá Selfyssingnum sem hefur heldur betur þakkað traustið sem hann hefur fengið hjá Guðmundi sem var skiljanlega ánægður með frammistöðu Elvars. „Þetta var frábær leikur hjá honum, virkilega góður,“ sagði landsliðsþjálfarinn sem hrósaði eldri og reyndari leikmönnum Íslands fyrir þeirra framlag. Björgvin Páll varði vel eins og áður sagði, Aron Pálmarsson skoraði sex mörk og dældi út stoðsendingum, Arnór Þór Gunnarsson var traustur í hægra horninu, Rúnar Kárason byrjaði af krafti og Ólafur Gústafsson átti afar góðan leik í miðri vörn Íslands. „Ólafur er ákveðið akkeri í vörninni. Þótt hann hafi ekki marga landsleiki á bakinu hefur hann verið lengi að og spilað með góðum liðum erlendis,“ sagði Guðmundur um Hafnfirðinginn sem hefur stimplað sig aftur inn í landsliðið eftir erfið meiðsli. Næstu leikir Íslands í undankeppni EM eru ekki fyrr en í apríl á næsta ári. Nú fer öll einbeiting á heimsmeistaramótið sem hefst í janúar. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira
„Þetta var frábær frammistaða hjá liðinu og ég get ekki annað en verið sáttur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson í samtali við Fréttablaðið eftir stórsigur Íslands á Tyrklandi, 22-33, í Ankara í undankeppni EM 2020 í gær. Íslenska liðið byrjaði mun betur en gegn Grikkjum á miðvikudaginn og tók strax frumkvæðið í leiknum. Íslendingar leiddu allan tímann og eftir tólf mínútna leik var staðan orðin 4-9, Íslandi í vil. Tyrkir gáfust þó ekki upp og hleyptu Íslendingum aldrei lengra en fimm mörkum fram úr sér. Onur Ersin var þeirra besti maður en hann skoraði fjögur af fyrstu sjö mörkum Tyrkja. Þegar liðin gengu til búningsherbergja var munurinn þrjú mörk, 13-16. „Sóknin var góð allan leikinn en við gerðum nokkur mistök í vörninni í fyrri hálfleik. En hún varð alltaf betri og betri og í seinni hálfleik sóttum við þá lengra út,“ sagði Guðmundur. Líkt og gegn Grikkjum byrjuðu Íslendingar seinni hálfleikinn gegn Tyrkjum af miklum krafti. Ísland skoraði níu af fyrstu ellefu mörkunum í seinni hálfleik og náði tíu marka forskoti, 15-25, þegar 17 mínútur voru eftir. Heimamenn áttu í mestu vandræðum með að leysa varnarleik Íslands og skoruðu aðeins þrjú mörk á fyrstu 17 mínútum seinni hálfleiks. Björgvin Páll Gústavsson var rólegur í fyrri hálfleik en lék einkar vel í þeim seinni. Hann varði alls 14 skot og skoraði að auki eitt mark með skoti yfir endilangan völlinn. Þegar upp var staðið munaði ellefu mörkum á liðunum. Lokatölur 22-33, Íslandi í vil og fjögur stig komin í hús í undankeppni EM. „Við vorum ógnandi alls staðar á vellinum og fengum mörk úr öllum stöðum,“ sagði Guðmundur sem var að vonum ánægður með liðsheild íslenska liðsins í leiknum í gær. Ellefu Íslendingar skoruðu í leiknum í Ankara. Elvar Örn Jónsson var þeirra markahæstur en hann skoraði níu mörk úr níu skotum. Frábær frammistaða hjá Selfyssingnum sem hefur heldur betur þakkað traustið sem hann hefur fengið hjá Guðmundi sem var skiljanlega ánægður með frammistöðu Elvars. „Þetta var frábær leikur hjá honum, virkilega góður,“ sagði landsliðsþjálfarinn sem hrósaði eldri og reyndari leikmönnum Íslands fyrir þeirra framlag. Björgvin Páll varði vel eins og áður sagði, Aron Pálmarsson skoraði sex mörk og dældi út stoðsendingum, Arnór Þór Gunnarsson var traustur í hægra horninu, Rúnar Kárason byrjaði af krafti og Ólafur Gústafsson átti afar góðan leik í miðri vörn Íslands. „Ólafur er ákveðið akkeri í vörninni. Þótt hann hafi ekki marga landsleiki á bakinu hefur hann verið lengi að og spilað með góðum liðum erlendis,“ sagði Guðmundur um Hafnfirðinginn sem hefur stimplað sig aftur inn í landsliðið eftir erfið meiðsli. Næstu leikir Íslands í undankeppni EM eru ekki fyrr en í apríl á næsta ári. Nú fer öll einbeiting á heimsmeistaramótið sem hefst í janúar.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira