Segir íslenska pólitík með hausinn í sandinum Andri Eysteinsson skrifar 28. október 2018 13:26 Þorsteinn Víglundsson er þingmaður Viðreisnar. Fréttablaðið/ERNIR Þorsteinn Víglundsson fyrrum félags- og jafnréttismálaráðherra Viðreisnar og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra Framsóknar voru gestir Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þingmennirnir tveir ræddu málefni íslensku krónunnar. Þorsteinn Víglundsson sagði íslenska stjórnmálamenn með hausinn ofan í sandinum yfir kostnaði vegna vaxtamunar.Full ástæða til að hafa áhyggjur Ég held það sé full ástæða til að hafa ákveðnar áhyggjur af þróuninni, krónan er búin að veikjast undanfarið ár. Nokkuð meira áberandi í haust, hún hefur tekið út 10% veikingu á skömmum tíma og það sér ekki alveg fyrir endann á þeirri þróun sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði rök þeirra sem vilja halda íslensku krónunni í stuttu máli snúa að aðlögunarhæfni hennar. Geta hennar til að falla þegar þarf á að halda sem hefur gerst á 7-10 ára fresti allt frá fullveldi. Ísland hafi aldrei náð tökum á þessu með sjálfstæðri mynt.Með hausinn í sandinum yfir vaxtamun Á meðan horfum við upp á nágranna okkar, Danmörku, Svíþjóð og Finnland sem hafa með ólíkum hætti fest lag sitt við evruna og hafa náð lægra vaxtarstigi, lægri verðbólgu og lægri kostnaði fyrir almenning og fyrirtæki í landinu heldur en hér á landi. Kostnað krónunnar segir Þorsteinn vera um 200 milljarðar á ári. Það mun vera sú upphæð sem er borguð í þann vaxtamun sem hefur hér að meðaltali verið síðan haftalítil sjálfstæð peningastefna var tekin upp á árunum 1993-1994. Þorsteinn segir enn fremur að ekki sjái fyrir endann á þessum vaxtamun. Á sama tíma hafa Norðurlöndin útrýmt vaxtamun við evru og segist Þorsteinn alltaf jafn hissa yfir því að íslensk pólitík stingi hausnum í sandinn yfir kostnaðinum sem heimili og fyrirtæki bera af þessu og segja að ekkert þurfi að gera í vaxtamuninum.Lilja AlfreðsdóttirEn eru íslenskir stjórnmálamenn með hausinn í sandinum? Alls ekki, segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Lilja segir að einnig ætti að horfa til þess sem er að gerast í alþjóðahagkerfinu. Miklar deilur standi nú yfir milli Evrópusambandsins, framkvæmdastjórnarinnar og Ítalíu. Lilja segir að Ítalía sé nú talinn vera einn stærsti óvissuþátturinn í alþjóðahagkerfinu.„Ítalir eru mjög skuldugir og voru til dæmis að fá höfnun á fjárlagafrumvarpinu sínu. Af hverju er ég að nefna þetta? Vegna þess að það eru mikið af hagfræðingum sem segja að Evran sé ekki sjálfbær.“ „Hún byggir á kenningum Roberts Mondale og þar eru tvö lykilskilyrði.“ segir Lilja Alfreðsdóttir.Hagsveiflur þurfi að vera ansi líkar „Í fyrsta lagi er sveigjanlegur vinnumarkaður og til þess að hafa sveigjanlegan vinnumarkað verður að hafa eitt tungumál svo að vinnuafl, til að mynda eins og í Bandaríkjunum, fari mjög auðveldlega milli norður og suðurs og suðurs og norðurs“. Með öðrum orðum að hægt sé að leita uppi vinnu þar sem hana er að hafa. „Í öðru lagi þurfa hagsveiflur að vera ansi líkar til þess að vaxtapólitíkin gangi upp. Fram komi í bók hagfræðingsins Ashoka Mody um Evruna að engin ástæða hafi verið fyrir því að evran var sett á.“ „Fyrst og fremst hafi verið um pólitík að ræða milli Pompidou og Willy Brandt og svo hafi Kohl komið inn sem lykil maður og þeir vissu það þetta væri erfitt vegna þess að hagsveiflurnar eru mjög ólíkar milli norðurríkjanna og suðurríkjanna.“ „Tengingin við Ísland er sú að ef menn ætla að kynna hérna annan gjaldmiðil verður að átta sig á að þá er Ísland að ganga inn i Evrópusambandið.“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, Mennta- og Menningarmálaráðherra. Efnahagsmál Sprengisandur Stj.mál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson fyrrum félags- og jafnréttismálaráðherra Viðreisnar og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra Framsóknar voru gestir Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þingmennirnir tveir ræddu málefni íslensku krónunnar. Þorsteinn Víglundsson sagði íslenska stjórnmálamenn með hausinn ofan í sandinum yfir kostnaði vegna vaxtamunar.Full ástæða til að hafa áhyggjur Ég held það sé full ástæða til að hafa ákveðnar áhyggjur af þróuninni, krónan er búin að veikjast undanfarið ár. Nokkuð meira áberandi í haust, hún hefur tekið út 10% veikingu á skömmum tíma og það sér ekki alveg fyrir endann á þeirri þróun sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði rök þeirra sem vilja halda íslensku krónunni í stuttu máli snúa að aðlögunarhæfni hennar. Geta hennar til að falla þegar þarf á að halda sem hefur gerst á 7-10 ára fresti allt frá fullveldi. Ísland hafi aldrei náð tökum á þessu með sjálfstæðri mynt.Með hausinn í sandinum yfir vaxtamun Á meðan horfum við upp á nágranna okkar, Danmörku, Svíþjóð og Finnland sem hafa með ólíkum hætti fest lag sitt við evruna og hafa náð lægra vaxtarstigi, lægri verðbólgu og lægri kostnaði fyrir almenning og fyrirtæki í landinu heldur en hér á landi. Kostnað krónunnar segir Þorsteinn vera um 200 milljarðar á ári. Það mun vera sú upphæð sem er borguð í þann vaxtamun sem hefur hér að meðaltali verið síðan haftalítil sjálfstæð peningastefna var tekin upp á árunum 1993-1994. Þorsteinn segir enn fremur að ekki sjái fyrir endann á þessum vaxtamun. Á sama tíma hafa Norðurlöndin útrýmt vaxtamun við evru og segist Þorsteinn alltaf jafn hissa yfir því að íslensk pólitík stingi hausnum í sandinn yfir kostnaðinum sem heimili og fyrirtæki bera af þessu og segja að ekkert þurfi að gera í vaxtamuninum.Lilja AlfreðsdóttirEn eru íslenskir stjórnmálamenn með hausinn í sandinum? Alls ekki, segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Lilja segir að einnig ætti að horfa til þess sem er að gerast í alþjóðahagkerfinu. Miklar deilur standi nú yfir milli Evrópusambandsins, framkvæmdastjórnarinnar og Ítalíu. Lilja segir að Ítalía sé nú talinn vera einn stærsti óvissuþátturinn í alþjóðahagkerfinu.„Ítalir eru mjög skuldugir og voru til dæmis að fá höfnun á fjárlagafrumvarpinu sínu. Af hverju er ég að nefna þetta? Vegna þess að það eru mikið af hagfræðingum sem segja að Evran sé ekki sjálfbær.“ „Hún byggir á kenningum Roberts Mondale og þar eru tvö lykilskilyrði.“ segir Lilja Alfreðsdóttir.Hagsveiflur þurfi að vera ansi líkar „Í fyrsta lagi er sveigjanlegur vinnumarkaður og til þess að hafa sveigjanlegan vinnumarkað verður að hafa eitt tungumál svo að vinnuafl, til að mynda eins og í Bandaríkjunum, fari mjög auðveldlega milli norður og suðurs og suðurs og norðurs“. Með öðrum orðum að hægt sé að leita uppi vinnu þar sem hana er að hafa. „Í öðru lagi þurfa hagsveiflur að vera ansi líkar til þess að vaxtapólitíkin gangi upp. Fram komi í bók hagfræðingsins Ashoka Mody um Evruna að engin ástæða hafi verið fyrir því að evran var sett á.“ „Fyrst og fremst hafi verið um pólitík að ræða milli Pompidou og Willy Brandt og svo hafi Kohl komið inn sem lykil maður og þeir vissu það þetta væri erfitt vegna þess að hagsveiflurnar eru mjög ólíkar milli norðurríkjanna og suðurríkjanna.“ „Tengingin við Ísland er sú að ef menn ætla að kynna hérna annan gjaldmiðil verður að átta sig á að þá er Ísland að ganga inn i Evrópusambandið.“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, Mennta- og Menningarmálaráðherra.
Efnahagsmál Sprengisandur Stj.mál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira