Handbolti

Frábær sigur á Frökkum eftir magnaðan fyrri hálfleik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Teitur var frábær í kvöld og skoraði átta mörk.
Teitur var frábær í kvöld og skoraði átta mörk. vísir/ernir
Íslenska handboltalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri gerði sér lítið fyrir og vann fjögurra marka sigur á Frökkum, 28-24, í æfingaleik í kvöld.

Leikið var í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld og strákarnir spiluðu stórkostlega í fyrri hálfleik þar sem varnarleikurinn og markvarslan var upp á sitt besta.

Ísland leiddi 17-7 í hálfleik en Frakkarnir náðu aðeins að saxa á forskotið í síðari hálfleik. Lokatölur fjögurra marka sigur Íslands, 28-24. Liðin mætast aftur á morgun.

Teitur Örn Einarsson var í sérflokki í liði Íslands og skoraði átta mörk en Birgir Már Birgisson, Sveinn Andri Sveinsson, Orri Freyr Þorkelsson og Sigþór Gunnar Jóhannsson komu næstir með þrjú.

Einar Andri Einarsson er þjálfaði U21-árs landsliðsins.

Markaskorarar Íslands: Teitur Örn Einarsson 8, Birgir Már Birgisson 3, Sveinn Andri Sveinsson 3, Orri Freyr Þorkelsson 3, Sigþór Gunnar Jóhannsson 3, Ásgeir Snær Vignisson 2, Sveinn Jose Rivera 1, Sveinn Jóhansson 1, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 1, Elliði Snær Viðarsson 1, Pétur Árni Hauksson 1, Alexnader Jón Másson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×