Stefnir í verstu útreið markaða í rúm fimm ár Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. október 2018 15:07 Miðlarar í New York þurfa að taka á honum stóra sínum. Getty/drew angerer Allt virðist stefna í að vikan sem nú er að renna sitt skeið marki einhverja verstu útreið sem alþjóðlegir hlutabréfamarkaðir hafi mátt þola undanfarin fimm ár. Heimshlutabréfavísitalan (MSCI) hefur fallið um 0,5% í dag, sem rakið er beint til ársfjórðungsuppgjöra tæknirisanna Amazon og móðurfélags Google, Alphabet, sem stóðu ekki undir væntingum fjárfesta. Vísitalan, sem greinir sveiflur á hlutabréfamörkuðum 47 ríkja, hefur alls fallið um 9% frá upphafi mánaðarins. Haldi þessi þróun áfram út næstu viku yrði um að ræða verstu fimm vikur MSCI frá því á vormánuðum ársins 2013. Síðasta merkjanlega fall MSCI var í febrúar síðastliðnum. Óróleika hefur gætt á evrópskum mörkuðum í vikunni, sem rakinn er beint til efasemda á mörkuðum vestanhafs. Hluthafar í bandarískum fyrirtækjum eru sagðir farnir að efast um verðmöt á stærri fyrirtækjum og getu þeirra til að skila áframhaldandi hagnaði á tímum hækkandi stýrivaxta. Þetta, auk áhyggja af mögulegu viðskiptastríðið Bandaríkjanna og Kína, sé hreinlega farið að æra óstöðugan. Þannig féll þýska Dax-vísitalan um 1,9% í dag, hin franska Cac um 2,4% og FTSE 100-vísitalan í Bretlandi féll um tæp 1,8%. Sú síðastnefnda hefur ekki verið lægri í um sjö mánuði. Þar að aukir hefur Dow Jones fallið um næstum 1,8% og Nasdaq-vísitalan um 3,3%.Gríðarlegar kröfur Haft er eftir greinanda frá BaynernLB á vef Guardian að fjárfestar séu farnir að gera miklar hagnaðarkröfur til bandarískra fyrirtækja. Sé ekki staðið undir þeim geti afleiðingarnar verið nokkuð blóðugar, eins og tíðindi gærdagsins bera með sér. Því til stuðnings er bent á að þrátt fyrir að Amazon hafi tilkynnt í gær að hagnaður félagsins á síðasta ársfjórðungi hafi verið 3 milljarðar dala - sem er mesti hagnaður á einum fjórðungi í sögu fyrirtækisins - hafi vöxturinn þó engu að síður verið minni en fjárfestar gerðu ráð fyrir. Því hafi hlutabréf í félaginu fallið um næstum 10 prósent síðastliðinn sólarhring. Hið sama má segja um Alphabet, en auk ófullnægðra hagnaðarvæntinga höfðu fregnir af kynferðisbrotayfirhylmingum yfirmanna fráhrindandi áhrif á fjárfesta. Fyrir vikið hafi bréf í Alphabet fallið um næstum 5 prósent. Amazon Google Tengdar fréttir Google hefur rekið 48 á tveimur árum vegna áreitni Þar á meðal voru þrettán háttsettir stjórnendur. Í bréfi til starfsmanna fyrirtækisins sem birt var í dag sagði Sundar Pichai, forstjóri Google, að fyrirtækið tæki hörðum tökum á áreitni. 25. október 2018 22:31 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Allt virðist stefna í að vikan sem nú er að renna sitt skeið marki einhverja verstu útreið sem alþjóðlegir hlutabréfamarkaðir hafi mátt þola undanfarin fimm ár. Heimshlutabréfavísitalan (MSCI) hefur fallið um 0,5% í dag, sem rakið er beint til ársfjórðungsuppgjöra tæknirisanna Amazon og móðurfélags Google, Alphabet, sem stóðu ekki undir væntingum fjárfesta. Vísitalan, sem greinir sveiflur á hlutabréfamörkuðum 47 ríkja, hefur alls fallið um 9% frá upphafi mánaðarins. Haldi þessi þróun áfram út næstu viku yrði um að ræða verstu fimm vikur MSCI frá því á vormánuðum ársins 2013. Síðasta merkjanlega fall MSCI var í febrúar síðastliðnum. Óróleika hefur gætt á evrópskum mörkuðum í vikunni, sem rakinn er beint til efasemda á mörkuðum vestanhafs. Hluthafar í bandarískum fyrirtækjum eru sagðir farnir að efast um verðmöt á stærri fyrirtækjum og getu þeirra til að skila áframhaldandi hagnaði á tímum hækkandi stýrivaxta. Þetta, auk áhyggja af mögulegu viðskiptastríðið Bandaríkjanna og Kína, sé hreinlega farið að æra óstöðugan. Þannig féll þýska Dax-vísitalan um 1,9% í dag, hin franska Cac um 2,4% og FTSE 100-vísitalan í Bretlandi féll um tæp 1,8%. Sú síðastnefnda hefur ekki verið lægri í um sjö mánuði. Þar að aukir hefur Dow Jones fallið um næstum 1,8% og Nasdaq-vísitalan um 3,3%.Gríðarlegar kröfur Haft er eftir greinanda frá BaynernLB á vef Guardian að fjárfestar séu farnir að gera miklar hagnaðarkröfur til bandarískra fyrirtækja. Sé ekki staðið undir þeim geti afleiðingarnar verið nokkuð blóðugar, eins og tíðindi gærdagsins bera með sér. Því til stuðnings er bent á að þrátt fyrir að Amazon hafi tilkynnt í gær að hagnaður félagsins á síðasta ársfjórðungi hafi verið 3 milljarðar dala - sem er mesti hagnaður á einum fjórðungi í sögu fyrirtækisins - hafi vöxturinn þó engu að síður verið minni en fjárfestar gerðu ráð fyrir. Því hafi hlutabréf í félaginu fallið um næstum 10 prósent síðastliðinn sólarhring. Hið sama má segja um Alphabet, en auk ófullnægðra hagnaðarvæntinga höfðu fregnir af kynferðisbrotayfirhylmingum yfirmanna fráhrindandi áhrif á fjárfesta. Fyrir vikið hafi bréf í Alphabet fallið um næstum 5 prósent.
Amazon Google Tengdar fréttir Google hefur rekið 48 á tveimur árum vegna áreitni Þar á meðal voru þrettán háttsettir stjórnendur. Í bréfi til starfsmanna fyrirtækisins sem birt var í dag sagði Sundar Pichai, forstjóri Google, að fyrirtækið tæki hörðum tökum á áreitni. 25. október 2018 22:31 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Google hefur rekið 48 á tveimur árum vegna áreitni Þar á meðal voru þrettán háttsettir stjórnendur. Í bréfi til starfsmanna fyrirtækisins sem birt var í dag sagði Sundar Pichai, forstjóri Google, að fyrirtækið tæki hörðum tökum á áreitni. 25. október 2018 22:31