Handbolti

Ungmennaliðið mætir Frökkum um helgina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Teitur Örn Einarsson mun spila með Íslandi um helgina.
Teitur Örn Einarsson mun spila með Íslandi um helgina. hsí
U21 árs lið Íslands mun spila tvo leiki í Hafnarfirði um helgina gegn frábæru liði Frakka.

Báðir leikirnir fara fram í DB Schenker-höllinni í Hafnarfirði. Fyrri leikurinn fer fram klukkan 20.00 í kvöld en síðari leikurinn er klukkan 16.00 á morgun.

Frakkar hafa verið yfirburðalið í handboltaheiminum á þessari öld og framtíðarmenn þeirra eru mættir til þess að bera sig saman við okkar menn.

Einar Andri Einarsson, þjálfari U21 árs liðsins, valdi 20 manna hóp í verkefnið sem má sjá hér að neðan.

Alexander Jón Másson, Grótta

Andri Ísak Sigfússon, ÍBV

Andri Scheving, Haukar

Ásgeir Snær Vignisson, Valur

Birgir Birgisson, FH

Bjarni Ófeigur Valdimarsson, FH

Daníel Griffin, ÍBV

Darri Aronsson, Haukar

Elliði Snær Viðarsson, ÍBV

Friðrik Hólm Jónsson, ÍBV

Hafþór Vignisson, Akureyri

Hannes Grimm, Grótta

Kristófer Andri Daðason, Víkingur

Orri Þorkelsson, Haukar

Pétur Árni Hauksson, ÍR

Sigþór Gunnar Jónsson, KA

Sveinn Andri Sveinsson, ÍR

Sveinn Jose Rivera, Grótta

Sveinn Jóhannsson, ÍR

Teitur Einarsson, Kristianstad




Fleiri fréttir

Sjá meira


×