Hagsmunir neytenda, allra hagur Guðjón Sigurbjartsson skrifar 26. október 2018 10:10 Í góðu samfélagi hefur almenningur það gott, líka í samanburði við önnur samfélög. Hér hjá okkur hefur allt of stóri hópur hefur það skítt og sumir því miður ömurlegt. Þar á meðal eru lífeyrisþegar, láglaunaðir og um 6.000 börn. Þetta þarf ekki að vera svona og á ekki að vera svona. Það þarf að stórbæta hag almennings, sérstaklega þeirra sem verst eru settir.Almannahagur vs. sérhagsmunir Það kann að vera arfur frá þeirri tíð þegar lífsbaráttan var harðari, að sérhagsmunir framleiðenda og fleiri eru oft teknir fram yfir almannahag jafnvel þó það komi niður á lífskjörum, sem er stóralvarlegt gagnvart fátækum. Sem betur fer er matarskortur ekki lengur vandamál og feðraveldið á undanhaldi, ef út í það er farið. Löngu tímabært er að láta hag neytenda og almennings hafa forgang á sérhagsmuni þó auðvitað þurfi að gæta að undirstöðunni, atvinnuvegunum.Við getum auðveldlega bætt lífskjör Við samanburð á lífskjörum neytenda hér og í nágrannalöndunum er tvennt sem sker mest í augun. (1) Matvara er hér mjög dýr og (2) vextir eru mjög háir. Fyrir fjögurra manna fjölskyldu sem skuldar í húsnæði lætur nærri að útgjöld í mat og vexti séu um 150.000kr. hærri á mánuði en í nágrannalöndunum. Til að greiða þennan mun þarf að hafa um 300.000kr. tekjur á mánuði. Ef greiða ætti hærri laun en gert er í nágrannalöndunum til að bæta upp hærri framfærslukostnað þyrfti þjóðarframleiðsla á mann að vera hærri og framlegð betri en hjá þeim. En hún er því miður um 20% lægri eins og ekki útlit fyrir að við förum fram úr þeim í fyrirsjáanlegri framtíð. Vonandi nálgumst við þau að þessu leyti á næstu árum en til þess þurfum við að hafa okkur öll við, enda keppast aðrir við að auka sína þjóðarframleiðslu til að bæta lífskjör hjá sér. En það er ekki einu sinni nóg að hafa góðar tekjur, það þarf líka að fara vel með. Evrópulöndin hafa fyrir löngu fellt niður matartolla og opnað matvælamarkað sín á milli. Svo hafa þau komið sér upp sameiginlegum gjaldmiðli sem hjálpar þeim í lífskjarabaráttunni. Evran færir með sér auðveldari viðskipti, minni viðskiptakostnað, stöðugleika, meiri samkeppni á fjármagnsmarkaði og lægri vextir. Evran myndi því hjálpa okkur að bæta lífskjörin til jafns við betur settu Evrópuþjóðirnar. Þörfin fyrir krónuna, sem hægt er að fella ef illa gengur, er ýkt af sérhagsmunaaðilum með hræðsluáróðri. En það tekur tíma að fá Evruna. Þangað til þurfum við virka samkeppni á fjármálamarkaði til að lækka vexti.Neytendur eiga leik Neytendasamtökin (NS) styðja lækkun matartolla og vaxta en sérhagsmunaöflin hafa hingað til haft betur í sinni hagsmunagæslu. Það þarf að stórefla NS til að sjónarmið okkar heyrist hátt og skýrt. Það má gera með ýmsum ráðum enda vaxandi skilningur á mikilvægi málsins. Landsþing NS verður laugardaginn 27. október n.k. þar sem kosin verður ný forysta og félagsformið uppfært. Margir eru í framboði meðal annars sá er þetta ritar. Fjöldi frambjóðenda sýnir aukinn áhuga á samtökunum. Þú ættir að og taka þátt í starfinu, sjá ns.is. Áfram neytendur!Tilvísanir:www.ns.ishttps://gudjonsigurbjarts.wordpress.com/neytendur/Höfundur er viðskiptafræðingur í framboði til formennsku í Neytendasamtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Í góðu samfélagi hefur almenningur það gott, líka í samanburði við önnur samfélög. Hér hjá okkur hefur allt of stóri hópur hefur það skítt og sumir því miður ömurlegt. Þar á meðal eru lífeyrisþegar, láglaunaðir og um 6.000 börn. Þetta þarf ekki að vera svona og á ekki að vera svona. Það þarf að stórbæta hag almennings, sérstaklega þeirra sem verst eru settir.Almannahagur vs. sérhagsmunir Það kann að vera arfur frá þeirri tíð þegar lífsbaráttan var harðari, að sérhagsmunir framleiðenda og fleiri eru oft teknir fram yfir almannahag jafnvel þó það komi niður á lífskjörum, sem er stóralvarlegt gagnvart fátækum. Sem betur fer er matarskortur ekki lengur vandamál og feðraveldið á undanhaldi, ef út í það er farið. Löngu tímabært er að láta hag neytenda og almennings hafa forgang á sérhagsmuni þó auðvitað þurfi að gæta að undirstöðunni, atvinnuvegunum.Við getum auðveldlega bætt lífskjör Við samanburð á lífskjörum neytenda hér og í nágrannalöndunum er tvennt sem sker mest í augun. (1) Matvara er hér mjög dýr og (2) vextir eru mjög háir. Fyrir fjögurra manna fjölskyldu sem skuldar í húsnæði lætur nærri að útgjöld í mat og vexti séu um 150.000kr. hærri á mánuði en í nágrannalöndunum. Til að greiða þennan mun þarf að hafa um 300.000kr. tekjur á mánuði. Ef greiða ætti hærri laun en gert er í nágrannalöndunum til að bæta upp hærri framfærslukostnað þyrfti þjóðarframleiðsla á mann að vera hærri og framlegð betri en hjá þeim. En hún er því miður um 20% lægri eins og ekki útlit fyrir að við förum fram úr þeim í fyrirsjáanlegri framtíð. Vonandi nálgumst við þau að þessu leyti á næstu árum en til þess þurfum við að hafa okkur öll við, enda keppast aðrir við að auka sína þjóðarframleiðslu til að bæta lífskjör hjá sér. En það er ekki einu sinni nóg að hafa góðar tekjur, það þarf líka að fara vel með. Evrópulöndin hafa fyrir löngu fellt niður matartolla og opnað matvælamarkað sín á milli. Svo hafa þau komið sér upp sameiginlegum gjaldmiðli sem hjálpar þeim í lífskjarabaráttunni. Evran færir með sér auðveldari viðskipti, minni viðskiptakostnað, stöðugleika, meiri samkeppni á fjármagnsmarkaði og lægri vextir. Evran myndi því hjálpa okkur að bæta lífskjörin til jafns við betur settu Evrópuþjóðirnar. Þörfin fyrir krónuna, sem hægt er að fella ef illa gengur, er ýkt af sérhagsmunaaðilum með hræðsluáróðri. En það tekur tíma að fá Evruna. Þangað til þurfum við virka samkeppni á fjármálamarkaði til að lækka vexti.Neytendur eiga leik Neytendasamtökin (NS) styðja lækkun matartolla og vaxta en sérhagsmunaöflin hafa hingað til haft betur í sinni hagsmunagæslu. Það þarf að stórefla NS til að sjónarmið okkar heyrist hátt og skýrt. Það má gera með ýmsum ráðum enda vaxandi skilningur á mikilvægi málsins. Landsþing NS verður laugardaginn 27. október n.k. þar sem kosin verður ný forysta og félagsformið uppfært. Margir eru í framboði meðal annars sá er þetta ritar. Fjöldi frambjóðenda sýnir aukinn áhuga á samtökunum. Þú ættir að og taka þátt í starfinu, sjá ns.is. Áfram neytendur!Tilvísanir:www.ns.ishttps://gudjonsigurbjarts.wordpress.com/neytendur/Höfundur er viðskiptafræðingur í framboði til formennsku í Neytendasamtökunum.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun