Guðjón lendir eftir átján ár á flugi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. október 2018 10:50 Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Fréttablaðið/anton brink Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, hefur sagt upp störfum. Hugur hans leitar til Selfoss þar sem hann ætlar að taka þátt í uppbyggingu nýs miðbæjar en Guðjón er Selfyssingur að uppruna. Greint er frá vistaskiptum Guðjóns í Morgunblaðinu í dag. Guðjón er reglulegur viðmælandi í fjölmiðlum enda málefni íslenskra flugfélaga oft í brennidepli. Áður starfaði Guðjón, líkt og margur upplýsingafulltrúinn, við blaðamennsku. Meðal annars á Dagblaðinu Vísi, Helgarpóstinum. Morgunblaðinu og á Stöð 2. Hann lýsir starfinu, sem auglýst verður til umsóknar innan tíðar, sem fjölbreyttu og skemmtilegu. Aðeins hluti þess snúi út á við, þ.e. að svara fyrir flugfélagið í fjölmiðlum. „ Hluti þess snýr að þátttöku í almennri stjórnun félagsins sem mér hefur þótt heillandi, enda starfar fyrirtækið í alþjóðlegu umhverfi og margt á dagana drifið undanfarin 18 ár, t.d. hryðjuverkin 9/11 2001, hamagangurinn fyrir hrun, hrunið sjálft, Eyjafjallajökulsgosið og svo vöxturinn núna undanfarin ár og uppbygging ferðaþjónustunnar, svo eitthvað sé nefnt. Það er gaman að hafa verið með í ákvarðanatöku um helstu þætti í flugi- og ferðaþjónustu á þessum umbrotatíma, sem hefur valdið grundvallarbreytingum í samfélaginu, og mikill heiður að hafa verið treyst fyrir því svona lengi að tala fyrir hönd þess öfluga liðs sem myndar Icelandair,“ segir Guðjón í Morgunblaðinu. Guðjón ætlar að taka þátt í uppbyggingunni á Selfossi með vini sínum Leo Árnasyni. Hugmyndir þeirra snúa að því að í nýjum miðbæ Selfyssinga verði um 35 hús í klassískum stíl þar sem koma saman íbúðir, verslanir, skrifstofur og kaffihús svo eitthvað sé nefnt. Um hitamál er að ræða á Selfossi og var staðið að íbúakosningu vegna nýs skipulags í ágúst. 58,5% voru hlynnt nýju skipulagi en 39,1% á móti. Icelandair Vistaskipti Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, hefur sagt upp störfum. Hugur hans leitar til Selfoss þar sem hann ætlar að taka þátt í uppbyggingu nýs miðbæjar en Guðjón er Selfyssingur að uppruna. Greint er frá vistaskiptum Guðjóns í Morgunblaðinu í dag. Guðjón er reglulegur viðmælandi í fjölmiðlum enda málefni íslenskra flugfélaga oft í brennidepli. Áður starfaði Guðjón, líkt og margur upplýsingafulltrúinn, við blaðamennsku. Meðal annars á Dagblaðinu Vísi, Helgarpóstinum. Morgunblaðinu og á Stöð 2. Hann lýsir starfinu, sem auglýst verður til umsóknar innan tíðar, sem fjölbreyttu og skemmtilegu. Aðeins hluti þess snúi út á við, þ.e. að svara fyrir flugfélagið í fjölmiðlum. „ Hluti þess snýr að þátttöku í almennri stjórnun félagsins sem mér hefur þótt heillandi, enda starfar fyrirtækið í alþjóðlegu umhverfi og margt á dagana drifið undanfarin 18 ár, t.d. hryðjuverkin 9/11 2001, hamagangurinn fyrir hrun, hrunið sjálft, Eyjafjallajökulsgosið og svo vöxturinn núna undanfarin ár og uppbygging ferðaþjónustunnar, svo eitthvað sé nefnt. Það er gaman að hafa verið með í ákvarðanatöku um helstu þætti í flugi- og ferðaþjónustu á þessum umbrotatíma, sem hefur valdið grundvallarbreytingum í samfélaginu, og mikill heiður að hafa verið treyst fyrir því svona lengi að tala fyrir hönd þess öfluga liðs sem myndar Icelandair,“ segir Guðjón í Morgunblaðinu. Guðjón ætlar að taka þátt í uppbyggingunni á Selfossi með vini sínum Leo Árnasyni. Hugmyndir þeirra snúa að því að í nýjum miðbæ Selfyssinga verði um 35 hús í klassískum stíl þar sem koma saman íbúðir, verslanir, skrifstofur og kaffihús svo eitthvað sé nefnt. Um hitamál er að ræða á Selfossi og var staðið að íbúakosningu vegna nýs skipulags í ágúst. 58,5% voru hlynnt nýju skipulagi en 39,1% á móti.
Icelandair Vistaskipti Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira