Telja rannsókn Samkeppniseftirlitsins ólögmæta Kristinn Ingi Jónsson skrifar 24. október 2018 08:00 Samkeppniseftirlitið ógilti í síðustu viku kaup apótekakeðjunnar Lyfja og heilsu á Opnu ehf. sem rekur Apótek MOS í Mosfellsbæ. Fréttablaðið/HANNA Lyf og heilsa gerir margvíslegar athugasemdir við rannsókn Samkeppniseftirlitsins á samrunamáli apótekakeðjunnar og Apótek MOS í Mosfellsbæ og telur að hlutlægnisskylda, rannsóknarregla og jafnræðisregla stjórnsýslulaga hafi verið fótum troðnar. Áskilur keðjan sér sérstaklega rétt til þess að hafa uppi skaðabætur vegna þess tjóns sem hún telur að málsmeðferðin hafi leitt til. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í bréfi sem stjórnendur Lyfja og heilsu skrifuðu Samkeppniseftirlitinu 11. október síðastliðinn. Eftirlitið ógilti sem kunnugt er kaupin í síðustu viku en það var niðurstaða þess að samruni umræddra apóteka myndi valda viðskiptavinum þeirra verulegu samkeppnislegu tjóni. Telja má víst að ákvörðunin verði kærð til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í bréfaskriftum Lyfja og heilsu og Samkeppniseftirlitsins kemur meðal annars fram að apótekakeðjan telji einsýnt að rannsókn málsins hafi ráðist af fyrirfram mótaðri afstöðu eftirlitsins til kaupanna, þar sem gögn sem ekki henti málatilbúnaði þess hafi verið hunsuð. „Lyf og heilsa telur ljóst að frummat Samkeppniseftirlitsins byggi á rannsókn þar sem vísvitandi hafi verið litið fram hjá raungögnum sem félagið hafi þó ítrekað vakið athygli á. Telji félagið liggja í augum uppi að væri hlutlægni gætt við rannsóknina, blasi það við að samruninn sé ekki til þess fallinn að raska samkeppni,“ segir í bréfi Lyfja og heilsu. Stjórnendur Apóteks MOS eru jafnframt ósáttir við framgöngu Samkeppniseftirlitsins og segja í bréfi til eftirlitsins að „meðferð málsins virðist án fordæma sé litið til annarra samrunamála sem Samkeppniseftirlitið hefur haft til meðferðar og úrskurðað í nýlega“. Í bréfi Apóteks MOS er jafnframt rakið að eigandi apóteksins sé kominn á eftirlaunaaldur og eigi eftir þrjú ár af starfsaldri sínum sem lyfsöluleyfishafi. Til þess að liðka fyrir kaupunum lagði Lyf og heilsa til að Apótek MOS yrði rekið í svo til óbreyttri mynd til tveggja ára en Samkeppniseftirlitið taldi sáttatillöguna ekki duga til þess að eyða samkeppnishamlandi áhrifum kaupanna. Birtist í Fréttablaðinu Mosfellsbær Neytendur Samkeppnismál Viðskipti Tengdar fréttir Ógilda samruna apóteka Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Lyfja og heilsu hf. á Opnu ehf. 18. október 2018 17:57 Lyf og heilsa þarf að greiða Apóteki Vesturlands bætur vegna samkeppnisbrota Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að hluta til. Tveir dómarar skiluðu sératkvæði. 18. október 2018 15:23 Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Lyf og heilsa gerir margvíslegar athugasemdir við rannsókn Samkeppniseftirlitsins á samrunamáli apótekakeðjunnar og Apótek MOS í Mosfellsbæ og telur að hlutlægnisskylda, rannsóknarregla og jafnræðisregla stjórnsýslulaga hafi verið fótum troðnar. Áskilur keðjan sér sérstaklega rétt til þess að hafa uppi skaðabætur vegna þess tjóns sem hún telur að málsmeðferðin hafi leitt til. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í bréfi sem stjórnendur Lyfja og heilsu skrifuðu Samkeppniseftirlitinu 11. október síðastliðinn. Eftirlitið ógilti sem kunnugt er kaupin í síðustu viku en það var niðurstaða þess að samruni umræddra apóteka myndi valda viðskiptavinum þeirra verulegu samkeppnislegu tjóni. Telja má víst að ákvörðunin verði kærð til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í bréfaskriftum Lyfja og heilsu og Samkeppniseftirlitsins kemur meðal annars fram að apótekakeðjan telji einsýnt að rannsókn málsins hafi ráðist af fyrirfram mótaðri afstöðu eftirlitsins til kaupanna, þar sem gögn sem ekki henti málatilbúnaði þess hafi verið hunsuð. „Lyf og heilsa telur ljóst að frummat Samkeppniseftirlitsins byggi á rannsókn þar sem vísvitandi hafi verið litið fram hjá raungögnum sem félagið hafi þó ítrekað vakið athygli á. Telji félagið liggja í augum uppi að væri hlutlægni gætt við rannsóknina, blasi það við að samruninn sé ekki til þess fallinn að raska samkeppni,“ segir í bréfi Lyfja og heilsu. Stjórnendur Apóteks MOS eru jafnframt ósáttir við framgöngu Samkeppniseftirlitsins og segja í bréfi til eftirlitsins að „meðferð málsins virðist án fordæma sé litið til annarra samrunamála sem Samkeppniseftirlitið hefur haft til meðferðar og úrskurðað í nýlega“. Í bréfi Apóteks MOS er jafnframt rakið að eigandi apóteksins sé kominn á eftirlaunaaldur og eigi eftir þrjú ár af starfsaldri sínum sem lyfsöluleyfishafi. Til þess að liðka fyrir kaupunum lagði Lyf og heilsa til að Apótek MOS yrði rekið í svo til óbreyttri mynd til tveggja ára en Samkeppniseftirlitið taldi sáttatillöguna ekki duga til þess að eyða samkeppnishamlandi áhrifum kaupanna.
Birtist í Fréttablaðinu Mosfellsbær Neytendur Samkeppnismál Viðskipti Tengdar fréttir Ógilda samruna apóteka Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Lyfja og heilsu hf. á Opnu ehf. 18. október 2018 17:57 Lyf og heilsa þarf að greiða Apóteki Vesturlands bætur vegna samkeppnisbrota Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að hluta til. Tveir dómarar skiluðu sératkvæði. 18. október 2018 15:23 Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Ógilda samruna apóteka Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Lyfja og heilsu hf. á Opnu ehf. 18. október 2018 17:57
Lyf og heilsa þarf að greiða Apóteki Vesturlands bætur vegna samkeppnisbrota Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að hluta til. Tveir dómarar skiluðu sératkvæði. 18. október 2018 15:23