Manfred Weber verður forsetaefni evrópskra hægrimanna Atli Ísleifsson skrifar 8. nóvember 2018 11:41 Manfred Weber hefur gegnt embætti þingflokksformanns EPP á Evrópuþinginu frá 2014. Getty/Bloomberg Hægrimenn á Evrópuþinginu ákváðu í dag að Þjóðverjinn Manfred Weber, þingflokksformaður Evrópska þjóðarflokksins (EPP), skyldi verða kandídat þeirra þegar leiðtogaráð Evrópusambandsins ákveður hver skuli verða næsti forseti framkvæmdastjórnar ESB á næsta ári. Jean Claude Juncker hyggst láta af embættinu eftir kosningarnar sem fram fara í maí 2019. Fulltrúar flokkanna, sem eiga aðild að EPP á Evrópuþinginu, komu saman í Helsinki og greiddu í dag atkvæði um hver skyldi verða þeirra forsetaefni þeirra. Stóð valið milli Weber og Alexander Stubb, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands. Weber hlaut örugga kosningu, 492 atkvæði gegn 127 atkvæðum Stubb.Alexander Stubb og Manfred Weber.Getty/BloombergStefnir í að EPP verði áfram stærsturEvrópski þjóðarflokkurinn er nú stærsti flokkurinn á Evrópuþinginu og benda skoðanakannanir til að líklegt sé að EPP, sem er hreyfing hægriflokka og kristilegra demókrata í Evrópuþinginu, muni áfram verða stærstir á Evrópuþinginu eftir kosningar. Jafnvel að samstaða hafi náðst um Weber innan EPP og flokkurinn verði stærstur á Evrópuþingi, er þó á engan hátt víst að hann taki við af Juncker. Ástæðan er sú að margir leiðtogar aðildarríkjanna eru andsnúnir þeirri kröfu Evrópuþingsins að leiðtogaráðið verði að velja næsta forseta framkvæmdastjórnarinnar úr hópi þeirra kandídata sem flokkarnir á þinginu koma sér saman um til að tilnefna. Leiðtogaráðinu er þó ætlað að taka tillit til niðurstöðu kosninganna til Evrópuþingsins við val á næsta forseta. Hinn 46 ára Weber er frá Bæjaralandi og er meðlimur Kristilegra demókrata í Bæjaralandi (CSU). hefur átt sæti á Evrópuþinginu frá árinu 2004 og verið leiðtogi þingflokks EPP á Evrópuþinginu frá 2014.Timmermans kandídat JafnaðarmannaÞinghópur Jafnaðarmanna á Evrópuþinginu munu að öllum líkindum fylkja sér að baki Hollendingnum Frans Timmermans, einum varaforseta framkvæmdastjórnarinnar, á þingi sínu í Lissabon í næsta mánuði. Hópurinn er næststærsti þinghópurinn á Evrópuþinginu. Evrópusambandið Finnland Norðurlönd Þýskaland Tengdar fréttir Merkel vill sjá Weber sem arftaka Juncker Þýski Evrópuþingmaðurinn Manfred Weber lýsti í dag yfir að hann sækist eftir því að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB á næsta ári. 5. september 2018 23:22 Sefcovic styður Timmermans í vali á Jafnaðarmanna á mögulegum arftaka Juncker Slóvakinn Maros Sefcovic, einn varaforseta framkvæmdastjórnar ESB, hefur lýst því yfir að hann sækist ekki lengur eftir því að verða næsti forseti framkvæmdastjórnar ESB. 6. nóvember 2018 11:18 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Hægrimenn á Evrópuþinginu ákváðu í dag að Þjóðverjinn Manfred Weber, þingflokksformaður Evrópska þjóðarflokksins (EPP), skyldi verða kandídat þeirra þegar leiðtogaráð Evrópusambandsins ákveður hver skuli verða næsti forseti framkvæmdastjórnar ESB á næsta ári. Jean Claude Juncker hyggst láta af embættinu eftir kosningarnar sem fram fara í maí 2019. Fulltrúar flokkanna, sem eiga aðild að EPP á Evrópuþinginu, komu saman í Helsinki og greiddu í dag atkvæði um hver skyldi verða þeirra forsetaefni þeirra. Stóð valið milli Weber og Alexander Stubb, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands. Weber hlaut örugga kosningu, 492 atkvæði gegn 127 atkvæðum Stubb.Alexander Stubb og Manfred Weber.Getty/BloombergStefnir í að EPP verði áfram stærsturEvrópski þjóðarflokkurinn er nú stærsti flokkurinn á Evrópuþinginu og benda skoðanakannanir til að líklegt sé að EPP, sem er hreyfing hægriflokka og kristilegra demókrata í Evrópuþinginu, muni áfram verða stærstir á Evrópuþinginu eftir kosningar. Jafnvel að samstaða hafi náðst um Weber innan EPP og flokkurinn verði stærstur á Evrópuþingi, er þó á engan hátt víst að hann taki við af Juncker. Ástæðan er sú að margir leiðtogar aðildarríkjanna eru andsnúnir þeirri kröfu Evrópuþingsins að leiðtogaráðið verði að velja næsta forseta framkvæmdastjórnarinnar úr hópi þeirra kandídata sem flokkarnir á þinginu koma sér saman um til að tilnefna. Leiðtogaráðinu er þó ætlað að taka tillit til niðurstöðu kosninganna til Evrópuþingsins við val á næsta forseta. Hinn 46 ára Weber er frá Bæjaralandi og er meðlimur Kristilegra demókrata í Bæjaralandi (CSU). hefur átt sæti á Evrópuþinginu frá árinu 2004 og verið leiðtogi þingflokks EPP á Evrópuþinginu frá 2014.Timmermans kandídat JafnaðarmannaÞinghópur Jafnaðarmanna á Evrópuþinginu munu að öllum líkindum fylkja sér að baki Hollendingnum Frans Timmermans, einum varaforseta framkvæmdastjórnarinnar, á þingi sínu í Lissabon í næsta mánuði. Hópurinn er næststærsti þinghópurinn á Evrópuþinginu.
Evrópusambandið Finnland Norðurlönd Þýskaland Tengdar fréttir Merkel vill sjá Weber sem arftaka Juncker Þýski Evrópuþingmaðurinn Manfred Weber lýsti í dag yfir að hann sækist eftir því að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB á næsta ári. 5. september 2018 23:22 Sefcovic styður Timmermans í vali á Jafnaðarmanna á mögulegum arftaka Juncker Slóvakinn Maros Sefcovic, einn varaforseta framkvæmdastjórnar ESB, hefur lýst því yfir að hann sækist ekki lengur eftir því að verða næsti forseti framkvæmdastjórnar ESB. 6. nóvember 2018 11:18 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Merkel vill sjá Weber sem arftaka Juncker Þýski Evrópuþingmaðurinn Manfred Weber lýsti í dag yfir að hann sækist eftir því að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB á næsta ári. 5. september 2018 23:22
Sefcovic styður Timmermans í vali á Jafnaðarmanna á mögulegum arftaka Juncker Slóvakinn Maros Sefcovic, einn varaforseta framkvæmdastjórnar ESB, hefur lýst því yfir að hann sækist ekki lengur eftir því að verða næsti forseti framkvæmdastjórnar ESB. 6. nóvember 2018 11:18