Repúblikanar hræddir og Demókratar stressaðir Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2018 15:15 Kosningarnar snúast í rauninni um Donald Trump. AP/Mark Humphrey Þingmenn Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings telja Donald Trump, forseta, hafa rænt kosningunum sem fram fara á morgun og vilja að hann dragi úr áróðri sínum varðandi innflytjendur. Þess í stað vilja þær að forsetinn einbeiti sér að góðri stöðu efnahags Bandaríkjanna. Paul Ryan, leiðtogi meirihlutans í fulltrúadeildinni ræddi við forsetann í síma í gær og bað hann um breyta máli sínu. Trump var hins vegar ekki á þeim skónum, samkvæmt Politico, og stærði sig af því að áhersla hans á innflytjendur stappaði stálinu í kjarnastuðningsmenn Repúblikanaflokksins.Kannanir gefa í skyn að Demókratar munu taka völdin í fulltrúadeildinni og óttast Repúblikanar að Trump sé að gera illt verra. Þrátt fyrir að þeir hafi að fyrstu tekið vel í orð forsetans. Orðræða Trump hefur hins vegar tekið umræðuna yfir og kaffært fréttir um gott ástand efnahagsins. „Trump er búinn að ræna kosningunum,“ sagði einn viðmælandi Politico, sem er aðstoðarmaður þingmanns Repúblikanaflokksins. „Þetta er ekki það sem við bjuggumst við því að síðustu vikur kosningabaráttunnar myndu snúast um.“Sjá einnig: Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í BandaríkjunumÞó kjarni Repúblikanaflokksins sé ánægður með Trump óttast þingmenn að forsetinn hafi farið fram úr sjálfum sér. Kjósendur í úthverfum Bandaríkjanna, sem eru hvað líklegastir til að flakka á milli flokka, hafa ekki tekið vel í orðræðu forsetans og hafa fjarlægst Repúblikanaflokkinn í aðdraganda kosninganna.Deilur meðal þingmanna Um þetta hefur verið deilt innan flokksins á þessu ári. Þingmenn öldungadeildarinnar hafa fagnað málflutningi Trump þar sem umdæmi þeirra eru allt önnur en stakra þingmanna í fulltrúadeildinni, sem reiða sig á úthverfin. Til marks um mismunandi skilaboð frá Repúblikanaflokknum hafa Paul Ryan og félagar hans á fulltrúadeildinni verið að ræða efnahag Bandaríkjanna en á sama tíma hefur Trump meðal annars verið að gefa í skyn að hermenn ættu að skjóta fólk sem kastar steinum. „Skilaboð hans munu kosta okkur sæti,“ sagði annar heimildarmaður Politico innan Repúblikanaflokksins. „Fólkið sem við þurfti til að vinna þessi kjördæmi sem munu ráða meirihlutanum, eru ekki kjarni stuðningsmanna Trump. Þetta eru konur í úthverfum, eða fólk sem kaus Hillary Clinton eða fólk sem eru ekki harðir stuðningsmenn Trump.Þó útlitið sé tiltölulega gott hjá Demókrötum eru þeir þó mjög stressaðir. Útlitið þótti nefnilega líka gott í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Þá kom Trump mörgum á óvart með sigri sínum. Sagan er þó með Demókrötum í liði, ef svo má að orði komast, því flokkur forseta Bandaríkjanna tapar yfirleitt töluverðu fylgi í fyrstu kosningum eftir forsetakosningar.AP fréttaveitan segir forsvarsmenn Demókrataflokksins líta á þessar kosningar sem nokkurs konar tilraun fyrir forsetakosningarnar 2020. Þar að auki eru ákveðin kynslóðaskipti að eiga sér stað innan flokksins. Fjölmargir nýir frambjóðendur unnu í prófkjörum Demókrataflokksins í aðdraganda kosninganna og góð frammistaða í kosningunum á morgun myndi hjálpa til við þau skipti.Þá sýna kannanir að menntaðar konur laðist að Demókrataflokknum sem aldrei fyrr. Kannanir gefa í skyn að meðal háskólamenntaðra kvenna njóta Demókratar stuðnings 61 prósents þeirra og Repúblikanar 33 prósenta.Sjá einnig: Konur fjarlægjast RepúblikanaflokkinnAftur á móti óttast Demókratar að nái þeir ekki góðum árangri í kosningunum, muni það draga verulega úr vilja fólks til að taka þátt í flokksstarfinu. Með því að ná fulltrúadeildinni geta Demókratar komið í veg fyrir umdeildar ætlanir Trump og sömuleiðis nota þingnefndir deildarinnar til að rannsaka mörg umdeild mál forsetans, bæði innan og utan embættis. Kosið verður um öll 435 sæti í fulltrúadeildinni og 35 í öldungadeildinni. Þar að auki verður kosið um embætti ríkisstjóra í á fjórða tug ríkja. Þrátt fyrir það snúast þessar kosningar að mestu leyti um það sama og kosningarnar 2016 snerust um. Það er, Donald Trump. Hann sjálfur hefur sagt að kosningarnar séu að miklu leyti þjóðaratkvæðagreiðsla um störf hans í Hvíta húsinu. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Utankjörfundaratkvæði mun fleiri en í síðustu kosningum Þá er útlit fyrir að konur séu að kjósa meira mæli en áður. 1. nóvember 2018 10:47 Útlit fyrir sigur Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun í sögulegum kosningum til fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings. 5. nóvember 2018 07:30 Trump yngri birtir auglýsingu sem CNN neitaði að birta Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í dag auglýsingu á Twitter-síðu sinni sem hann segir CNN hafa neitað að birta. 3. nóvember 2018 18:11 Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í þingkosningum á þriðjudag. 2. nóvember 2018 15:30 Sakar Demókrata um tölvuárás eftir að þeir bentu á galla Brian Kemp, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra í Georgíu og innanríkisráðherra, færði engar sannanir fyrir ásökun sinni né sagði hann um hvað meint brot Demókrata eiga að snúast. 5. nóvember 2018 10:15 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Þingmenn Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings telja Donald Trump, forseta, hafa rænt kosningunum sem fram fara á morgun og vilja að hann dragi úr áróðri sínum varðandi innflytjendur. Þess í stað vilja þær að forsetinn einbeiti sér að góðri stöðu efnahags Bandaríkjanna. Paul Ryan, leiðtogi meirihlutans í fulltrúadeildinni ræddi við forsetann í síma í gær og bað hann um breyta máli sínu. Trump var hins vegar ekki á þeim skónum, samkvæmt Politico, og stærði sig af því að áhersla hans á innflytjendur stappaði stálinu í kjarnastuðningsmenn Repúblikanaflokksins.Kannanir gefa í skyn að Demókratar munu taka völdin í fulltrúadeildinni og óttast Repúblikanar að Trump sé að gera illt verra. Þrátt fyrir að þeir hafi að fyrstu tekið vel í orð forsetans. Orðræða Trump hefur hins vegar tekið umræðuna yfir og kaffært fréttir um gott ástand efnahagsins. „Trump er búinn að ræna kosningunum,“ sagði einn viðmælandi Politico, sem er aðstoðarmaður þingmanns Repúblikanaflokksins. „Þetta er ekki það sem við bjuggumst við því að síðustu vikur kosningabaráttunnar myndu snúast um.“Sjá einnig: Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í BandaríkjunumÞó kjarni Repúblikanaflokksins sé ánægður með Trump óttast þingmenn að forsetinn hafi farið fram úr sjálfum sér. Kjósendur í úthverfum Bandaríkjanna, sem eru hvað líklegastir til að flakka á milli flokka, hafa ekki tekið vel í orðræðu forsetans og hafa fjarlægst Repúblikanaflokkinn í aðdraganda kosninganna.Deilur meðal þingmanna Um þetta hefur verið deilt innan flokksins á þessu ári. Þingmenn öldungadeildarinnar hafa fagnað málflutningi Trump þar sem umdæmi þeirra eru allt önnur en stakra þingmanna í fulltrúadeildinni, sem reiða sig á úthverfin. Til marks um mismunandi skilaboð frá Repúblikanaflokknum hafa Paul Ryan og félagar hans á fulltrúadeildinni verið að ræða efnahag Bandaríkjanna en á sama tíma hefur Trump meðal annars verið að gefa í skyn að hermenn ættu að skjóta fólk sem kastar steinum. „Skilaboð hans munu kosta okkur sæti,“ sagði annar heimildarmaður Politico innan Repúblikanaflokksins. „Fólkið sem við þurfti til að vinna þessi kjördæmi sem munu ráða meirihlutanum, eru ekki kjarni stuðningsmanna Trump. Þetta eru konur í úthverfum, eða fólk sem kaus Hillary Clinton eða fólk sem eru ekki harðir stuðningsmenn Trump.Þó útlitið sé tiltölulega gott hjá Demókrötum eru þeir þó mjög stressaðir. Útlitið þótti nefnilega líka gott í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Þá kom Trump mörgum á óvart með sigri sínum. Sagan er þó með Demókrötum í liði, ef svo má að orði komast, því flokkur forseta Bandaríkjanna tapar yfirleitt töluverðu fylgi í fyrstu kosningum eftir forsetakosningar.AP fréttaveitan segir forsvarsmenn Demókrataflokksins líta á þessar kosningar sem nokkurs konar tilraun fyrir forsetakosningarnar 2020. Þar að auki eru ákveðin kynslóðaskipti að eiga sér stað innan flokksins. Fjölmargir nýir frambjóðendur unnu í prófkjörum Demókrataflokksins í aðdraganda kosninganna og góð frammistaða í kosningunum á morgun myndi hjálpa til við þau skipti.Þá sýna kannanir að menntaðar konur laðist að Demókrataflokknum sem aldrei fyrr. Kannanir gefa í skyn að meðal háskólamenntaðra kvenna njóta Demókratar stuðnings 61 prósents þeirra og Repúblikanar 33 prósenta.Sjá einnig: Konur fjarlægjast RepúblikanaflokkinnAftur á móti óttast Demókratar að nái þeir ekki góðum árangri í kosningunum, muni það draga verulega úr vilja fólks til að taka þátt í flokksstarfinu. Með því að ná fulltrúadeildinni geta Demókratar komið í veg fyrir umdeildar ætlanir Trump og sömuleiðis nota þingnefndir deildarinnar til að rannsaka mörg umdeild mál forsetans, bæði innan og utan embættis. Kosið verður um öll 435 sæti í fulltrúadeildinni og 35 í öldungadeildinni. Þar að auki verður kosið um embætti ríkisstjóra í á fjórða tug ríkja. Þrátt fyrir það snúast þessar kosningar að mestu leyti um það sama og kosningarnar 2016 snerust um. Það er, Donald Trump. Hann sjálfur hefur sagt að kosningarnar séu að miklu leyti þjóðaratkvæðagreiðsla um störf hans í Hvíta húsinu.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Utankjörfundaratkvæði mun fleiri en í síðustu kosningum Þá er útlit fyrir að konur séu að kjósa meira mæli en áður. 1. nóvember 2018 10:47 Útlit fyrir sigur Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun í sögulegum kosningum til fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings. 5. nóvember 2018 07:30 Trump yngri birtir auglýsingu sem CNN neitaði að birta Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í dag auglýsingu á Twitter-síðu sinni sem hann segir CNN hafa neitað að birta. 3. nóvember 2018 18:11 Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í þingkosningum á þriðjudag. 2. nóvember 2018 15:30 Sakar Demókrata um tölvuárás eftir að þeir bentu á galla Brian Kemp, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra í Georgíu og innanríkisráðherra, færði engar sannanir fyrir ásökun sinni né sagði hann um hvað meint brot Demókrata eiga að snúast. 5. nóvember 2018 10:15 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Utankjörfundaratkvæði mun fleiri en í síðustu kosningum Þá er útlit fyrir að konur séu að kjósa meira mæli en áður. 1. nóvember 2018 10:47
Útlit fyrir sigur Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun í sögulegum kosningum til fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings. 5. nóvember 2018 07:30
Trump yngri birtir auglýsingu sem CNN neitaði að birta Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í dag auglýsingu á Twitter-síðu sinni sem hann segir CNN hafa neitað að birta. 3. nóvember 2018 18:11
Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í þingkosningum á þriðjudag. 2. nóvember 2018 15:30
Sakar Demókrata um tölvuárás eftir að þeir bentu á galla Brian Kemp, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra í Georgíu og innanríkisráðherra, færði engar sannanir fyrir ásökun sinni né sagði hann um hvað meint brot Demókrata eiga að snúast. 5. nóvember 2018 10:15