Stjórnandi Nissan grunaður um fjármálamisferli Kjartan Kjartansson skrifar 19. nóvember 2018 11:17 Ghosn er Brasilíumaður af líbönskum ættum en er franskur ríkisborgari. Vísir/EPA Japanski bílaframleiðandinn Nissan leysti Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóra, frá störfum sem stjórnarformann fyrirtækisins í morgun eftir að rannsókn þess leiddi í ljós að hann hefði ráðstafað fjármunum þess til eigin nota og gerst sekur um annars konar svik í starfi. Í yfirlýsingu Nissan kemur fram að Ghosn og Greg Kelly, annar stjórnandi bílarisans, hafi um árabil vantalið tekjur sínar í yfirlýsingum til japönsku kauphallarinnar til að fela greiðslur sem hann fékk, að því er segir í frétt Reuters. Ghosn er sagður hafa verið handtekinn í Tókýó vegna gruns um að hann hafi vantalið tekjur sínar. Þá hafa saksóknarar gert húsleit í höfuðstöðvum Nissan og fleiri stöðum í dag. Fréttirnar eru sagðar hafa verið áfall í Japan þar sem Ghosn er einn fárra erlendra stjórnenda. Hann var vel liðinn eftir að hann stýrði Nissan úr fjárhagskröggum sem leiddu næstum því til gjaldþrots fyrirtækisins. Ghosn er einnig forstjóri franska bílaframleiðandans Renault. Hlutabréf í bæði Nissan og Renault hafa fallið í verði á mörkuðum eftir að fréttirnar bárust í dag. Bílar Japan Carlos Ghosn flýr Japan Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Japanski bílaframleiðandinn Nissan leysti Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóra, frá störfum sem stjórnarformann fyrirtækisins í morgun eftir að rannsókn þess leiddi í ljós að hann hefði ráðstafað fjármunum þess til eigin nota og gerst sekur um annars konar svik í starfi. Í yfirlýsingu Nissan kemur fram að Ghosn og Greg Kelly, annar stjórnandi bílarisans, hafi um árabil vantalið tekjur sínar í yfirlýsingum til japönsku kauphallarinnar til að fela greiðslur sem hann fékk, að því er segir í frétt Reuters. Ghosn er sagður hafa verið handtekinn í Tókýó vegna gruns um að hann hafi vantalið tekjur sínar. Þá hafa saksóknarar gert húsleit í höfuðstöðvum Nissan og fleiri stöðum í dag. Fréttirnar eru sagðar hafa verið áfall í Japan þar sem Ghosn er einn fárra erlendra stjórnenda. Hann var vel liðinn eftir að hann stýrði Nissan úr fjárhagskröggum sem leiddu næstum því til gjaldþrots fyrirtækisins. Ghosn er einnig forstjóri franska bílaframleiðandans Renault. Hlutabréf í bæði Nissan og Renault hafa fallið í verði á mörkuðum eftir að fréttirnar bárust í dag.
Bílar Japan Carlos Ghosn flýr Japan Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira