Pundið fær að kenna á Brexit-ólgu Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. nóvember 2018 16:27 Það er þungt í því pundið. Getty/Tek Image Gengi breska pundsins hefur fengið að kenna á ólgunni í þarlendum stjórnmálum í dag. Það sést til að mynda hér á Íslandi, en það sem af er degi hefur pundið veikst um næstum 2 prósent gagnvart krónunni. Nú kostar hvert pund um 159 krónur. Að sama skapi hefur pundið veikst gangvart bandaríkjadal sem nemur rúmlega 1,5 prósenti. Vart þarf að fjölyrða um ástæðu fallsins, sem rakið er beint til nýjustu vendinga í Brexit-málum. Nokkrir innan ríkisstjórnar Theresu May hafa sagt af sér vegna samningsdraga sem lögð hafa verið fram vegna fyrirhugaðrar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. May hefur lagt alla sína pólitísku innistæðu í drögin og hefur hatrammur stuðningsmaður útgöngunnar boðað vantraust á forsætisráðherrann vegna samningsins sem barst frá Brussel.Sjá einnig: Hart sótt að May á þinginuGreinendur sem breskir fjölmiðla ræða við segja að fall pundsins í dag sé þannig skýr birtingarmynd efasemdanna um að May takist að fá samningsdrögin samþykkt á breska þinginu. Fyrrnefndar uppsagnir auki einnig líkurnar á því að greidd verði atkvæði um vantrauststillöguna. Það um leið feli í sér auknar líkur á að boðað verði til nýrra þingkosninga með tilheyrandi óvissu. Þannig má ætla að gengi pundsins gæti fallið enn frekar - ekki síst ef spár munu gefa til kynna að „markaðs-óvinveitt og róttæk vinstri stjórn“ muni koma upp úr kössunum, eins og Jane Foley hjá Rabobank orðar það. Vendingar dagsins eru að sama skapi sagðar gefa áhyggjum af samningslausu Brexit byr undir báða vængi, sem og vangaveltum um stöðu Theresu May sem leiðtoga Íhaldsflokksins. Pundið gæti jafnvel fallið um 3 til 4 prósent á næstunni ef May og bandamönnum hennar tekst ekki að kveða niður ólguna í flokknum á næstunni - eða ef þeim takist að senda skýr skilaboð um May muni takast að fá samþykki þingsins fyrir samningsdrögunum. Brexit Tengdar fréttir Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir drögin að Brexit veita Norður-Írlandi ósanngjarnt forskot. 14. nóvember 2018 16:26 Hitafundur í Downing stræti Ríkisstjórnin ræðir útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins. 14. nóvember 2018 19:00 Hart sótt að May á þinginu Nokkrir meðlimir ríkisstjórnar Theresu May hafa sagt af sér vegna samningsdraga varðandi brottför Bretland úr Evrópusambandinu sem May er að reyna að fá samþykkt. 15. nóvember 2018 12:34 Brexit-ráðherra segir af sér Dominic Raab segir samvisku sína ekki leyfa sér að styðja drögin að brottför Bretlands úr Evrópusambandinu. 15. nóvember 2018 09:26 Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og búning Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Gengi breska pundsins hefur fengið að kenna á ólgunni í þarlendum stjórnmálum í dag. Það sést til að mynda hér á Íslandi, en það sem af er degi hefur pundið veikst um næstum 2 prósent gagnvart krónunni. Nú kostar hvert pund um 159 krónur. Að sama skapi hefur pundið veikst gangvart bandaríkjadal sem nemur rúmlega 1,5 prósenti. Vart þarf að fjölyrða um ástæðu fallsins, sem rakið er beint til nýjustu vendinga í Brexit-málum. Nokkrir innan ríkisstjórnar Theresu May hafa sagt af sér vegna samningsdraga sem lögð hafa verið fram vegna fyrirhugaðrar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. May hefur lagt alla sína pólitísku innistæðu í drögin og hefur hatrammur stuðningsmaður útgöngunnar boðað vantraust á forsætisráðherrann vegna samningsins sem barst frá Brussel.Sjá einnig: Hart sótt að May á þinginuGreinendur sem breskir fjölmiðla ræða við segja að fall pundsins í dag sé þannig skýr birtingarmynd efasemdanna um að May takist að fá samningsdrögin samþykkt á breska þinginu. Fyrrnefndar uppsagnir auki einnig líkurnar á því að greidd verði atkvæði um vantrauststillöguna. Það um leið feli í sér auknar líkur á að boðað verði til nýrra þingkosninga með tilheyrandi óvissu. Þannig má ætla að gengi pundsins gæti fallið enn frekar - ekki síst ef spár munu gefa til kynna að „markaðs-óvinveitt og róttæk vinstri stjórn“ muni koma upp úr kössunum, eins og Jane Foley hjá Rabobank orðar það. Vendingar dagsins eru að sama skapi sagðar gefa áhyggjum af samningslausu Brexit byr undir báða vængi, sem og vangaveltum um stöðu Theresu May sem leiðtoga Íhaldsflokksins. Pundið gæti jafnvel fallið um 3 til 4 prósent á næstunni ef May og bandamönnum hennar tekst ekki að kveða niður ólguna í flokknum á næstunni - eða ef þeim takist að senda skýr skilaboð um May muni takast að fá samþykki þingsins fyrir samningsdrögunum.
Brexit Tengdar fréttir Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir drögin að Brexit veita Norður-Írlandi ósanngjarnt forskot. 14. nóvember 2018 16:26 Hitafundur í Downing stræti Ríkisstjórnin ræðir útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins. 14. nóvember 2018 19:00 Hart sótt að May á þinginu Nokkrir meðlimir ríkisstjórnar Theresu May hafa sagt af sér vegna samningsdraga varðandi brottför Bretland úr Evrópusambandinu sem May er að reyna að fá samþykkt. 15. nóvember 2018 12:34 Brexit-ráðherra segir af sér Dominic Raab segir samvisku sína ekki leyfa sér að styðja drögin að brottför Bretlands úr Evrópusambandinu. 15. nóvember 2018 09:26 Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og búning Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir drögin að Brexit veita Norður-Írlandi ósanngjarnt forskot. 14. nóvember 2018 16:26
Hitafundur í Downing stræti Ríkisstjórnin ræðir útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins. 14. nóvember 2018 19:00
Hart sótt að May á þinginu Nokkrir meðlimir ríkisstjórnar Theresu May hafa sagt af sér vegna samningsdraga varðandi brottför Bretland úr Evrópusambandinu sem May er að reyna að fá samþykkt. 15. nóvember 2018 12:34
Brexit-ráðherra segir af sér Dominic Raab segir samvisku sína ekki leyfa sér að styðja drögin að brottför Bretlands úr Evrópusambandinu. 15. nóvember 2018 09:26