Trump hótar bandalagsþjóðum eftir Evrópureisuna Kjartan Kjartansson skrifar 12. nóvember 2018 16:18 Vel fór á með Merkel Þýskalandskanslara og Macron Frakklandsforseta. Síður með Trump og leiðtogum helstu bandalagsríkja Bandaríkjanna. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti virtist hóta því að draga þjóð sína út úr Atlantshafsbandalaginu (NATO) í röð tísta eftir að hann sneri heim úr heimsókn til Evrópu um helgina þar sem Frakklandsforseti varaði meðal annars við vaxandi þjóðernishyggju. Forsetinn virðist ekki hafa verið vel stemmdur eftir heimsóknina til Evrópu í tilefni af því að öld var liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafnaði þar stjórnmálasýn Trump þegar hann sagði í ræðu að þjóðernishyggja væri andstæða föðurlandshollustu. Stutt er síðan Trump lýsti sjálfum sér sem „þjóðernissinna“ á kosningafundi með stuðningsmönnum sínum. Macron nefndi Trump þó ekki á nafn í ræðu sinni. Í tístunum í morgun tengdi Trump sameiginlegar varnir vestrænna þjóða við viðskiptahalla Bandaríkjanna við nokkur Evrópulönd. Krafðist hann þess að þau greiddu Bandaríkjunum fyrir hervernd. „Það er kominn tími til að þessi mjög ríku lönd annað hvort borgi Bandaríkjunum fyrir frábæra hervernd eða verji sig sjálf…og [vi]iðskiptin verða að vera gerð FRJÁLS og SANNGJÖRN!“ tísti Trump í morgun. Sagði hann Bandaríkin ekki fá neitt út úr bandalagi sínu við Evrópuþjóðirnar nema „viðskiptahalla og tap“ þrátt fyrir að þau greiði „hundruð milljarða“ dollara til að verja þau.Einangraður frá hinum leiðtogunumWashington Post segir að í Evrópureisunni hafi Trump virst einangraður frá öðrum þjóðarleiðtogum sem hittust í Frakklandi til að minnast stríðslokanna. Ákvörðun hans um að hætta við skoðunarferð um grafreit bandarískra hermanna sem féllu í styrjöldinni vegna veðurs vakti harða gagnrýni um helgina. Sendinefnd bandarískra embættismanna, þar á meðal starfsmannastjóri Hvíta hússins, fóru í hans stað. Þá var hann ekki samferða hinum sextíu leiðtogunum á minningarathöfn við Sigurbogann í París. Bandaríski forsetinn afboðaði sig einnig á friðarráðstefnu sem Macron Frakklandsforseti boðaði til á sunnudeginum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump virðist finna sig illa á fundum með leiðtogum helstu vinaþjóða Bandaríkjanna til áratuga. Forsetinn hleypti upp G7-fundinum sem var haldinn í Kanada í sumar þegar hann hótaði bandalagsþjóðunum viðskiptastríði og neitaði að skrifa undir sameiginlega yfirlýsingu fundarins. Bandaríkin Donald Trump Evrópa Frakkland NATO Tengdar fréttir Hvatti aðra þjóðarleiðtoga til dáða á aldarafmæli stríðsloka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti þjóðarleiðtoga heimsins til þess að byggja upp vonir í stað þess að ala á ótta í garð annarra þjóða í ræðu í París þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 11. nóvember 2018 14:00 Mætti ekki til minningarathafnar vegna rigningar Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mætti ekki til minningarathafnar um þá bandaríkjamenn sem létust í fyrri heimsstyrjöldinni. Hvíta húsið segir veðrinu um að kenna. 10. nóvember 2018 20:16 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti virtist hóta því að draga þjóð sína út úr Atlantshafsbandalaginu (NATO) í röð tísta eftir að hann sneri heim úr heimsókn til Evrópu um helgina þar sem Frakklandsforseti varaði meðal annars við vaxandi þjóðernishyggju. Forsetinn virðist ekki hafa verið vel stemmdur eftir heimsóknina til Evrópu í tilefni af því að öld var liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafnaði þar stjórnmálasýn Trump þegar hann sagði í ræðu að þjóðernishyggja væri andstæða föðurlandshollustu. Stutt er síðan Trump lýsti sjálfum sér sem „þjóðernissinna“ á kosningafundi með stuðningsmönnum sínum. Macron nefndi Trump þó ekki á nafn í ræðu sinni. Í tístunum í morgun tengdi Trump sameiginlegar varnir vestrænna þjóða við viðskiptahalla Bandaríkjanna við nokkur Evrópulönd. Krafðist hann þess að þau greiddu Bandaríkjunum fyrir hervernd. „Það er kominn tími til að þessi mjög ríku lönd annað hvort borgi Bandaríkjunum fyrir frábæra hervernd eða verji sig sjálf…og [vi]iðskiptin verða að vera gerð FRJÁLS og SANNGJÖRN!“ tísti Trump í morgun. Sagði hann Bandaríkin ekki fá neitt út úr bandalagi sínu við Evrópuþjóðirnar nema „viðskiptahalla og tap“ þrátt fyrir að þau greiði „hundruð milljarða“ dollara til að verja þau.Einangraður frá hinum leiðtogunumWashington Post segir að í Evrópureisunni hafi Trump virst einangraður frá öðrum þjóðarleiðtogum sem hittust í Frakklandi til að minnast stríðslokanna. Ákvörðun hans um að hætta við skoðunarferð um grafreit bandarískra hermanna sem féllu í styrjöldinni vegna veðurs vakti harða gagnrýni um helgina. Sendinefnd bandarískra embættismanna, þar á meðal starfsmannastjóri Hvíta hússins, fóru í hans stað. Þá var hann ekki samferða hinum sextíu leiðtogunum á minningarathöfn við Sigurbogann í París. Bandaríski forsetinn afboðaði sig einnig á friðarráðstefnu sem Macron Frakklandsforseti boðaði til á sunnudeginum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump virðist finna sig illa á fundum með leiðtogum helstu vinaþjóða Bandaríkjanna til áratuga. Forsetinn hleypti upp G7-fundinum sem var haldinn í Kanada í sumar þegar hann hótaði bandalagsþjóðunum viðskiptastríði og neitaði að skrifa undir sameiginlega yfirlýsingu fundarins.
Bandaríkin Donald Trump Evrópa Frakkland NATO Tengdar fréttir Hvatti aðra þjóðarleiðtoga til dáða á aldarafmæli stríðsloka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti þjóðarleiðtoga heimsins til þess að byggja upp vonir í stað þess að ala á ótta í garð annarra þjóða í ræðu í París þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 11. nóvember 2018 14:00 Mætti ekki til minningarathafnar vegna rigningar Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mætti ekki til minningarathafnar um þá bandaríkjamenn sem létust í fyrri heimsstyrjöldinni. Hvíta húsið segir veðrinu um að kenna. 10. nóvember 2018 20:16 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira
Hvatti aðra þjóðarleiðtoga til dáða á aldarafmæli stríðsloka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti þjóðarleiðtoga heimsins til þess að byggja upp vonir í stað þess að ala á ótta í garð annarra þjóða í ræðu í París þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 11. nóvember 2018 14:00
Mætti ekki til minningarathafnar vegna rigningar Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mætti ekki til minningarathafnar um þá bandaríkjamenn sem létust í fyrri heimsstyrjöldinni. Hvíta húsið segir veðrinu um að kenna. 10. nóvember 2018 20:16