Telur sig tilheyra hópi bráðgáfaðra sem trúa ekki á loftslagsbreytingar Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2018 10:00 Trump á vettvangi eldanna í Kaliforníu, þar sem hann velti vöngum yfir því hvort íbúar ríkisins ættu að raka skóganna eins og hann taldi gert í Finnlandi. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki vera meðal þeirra sem trúa á því að loftslagsbreytingar séu að auka á vandamál Bandaríkjanna. Hann sjái þetta ekki sem vandamál og trúir ekki mati eigin ríkisstjórnar á því að loftslagsbreytingar ógni heilsu Bandaríkjamanna, innviðum og efnahag. Trump hefur fellt niður þó nokkrar reglugerðir sem snúa að umhverfisvernd í Bandaríkjunum og hefur ekki tekið upp neins konar umhverfisstefnu.„Eitt af vandamálunum sem fólk eins og ég, við erum með hátt gáfnastig en trúum þessu ekki endilega þannig,“ sagði Trump í viðtali sem Washington Post birti í gær. Þar var hann spurður út í loftlagsbreytingar. „Varðandi það hvort það er af mannavöldum eða ekki og hvort þessi áhrif sem þú ert að tala um eru þarna eða ekki, ég sé það ekki.“ Í stað þess að ræða það sem vísindamenn segja að sé að keyra loftslagsbreytingar áfram; koltvísýringur sem myndast við brennslu jarðefnaeldsneytis, fór forsetinn að tala um mengun í öðrum löndum og í höfum jarðarinnar og stýringu skógvaxinna svæða. „Þú horfir á loftið okkar og vatnið okkar og núna hefur það aldrei verið hreinna,“ sagði Trump. „En ef þú horfir á Kína og þú horfir á hluta Asíu og þú horfir á Suður-Ameríku og þegar þú horfir á marga aðra staði í heiminum, þar á meðal Rússland, auk margra annarra staða, er loftið ótrúlega óhreint, og þegar þú talar um gufuhvolf, þá eru höfin mjög smá. Þetta blæs hingað yfir og siglir hingað yfir. Ég meina við tökum alltaf þúsundir tonna af rusli af ströndum okkar sem kemur hingað frá Asíu. Það bara flæðir beint niður Kyrrahafið. Það flæðir og við segjum: Hvaðan kemur þetta? og það þarf svo mikið fólk, til að byrja með.“ Eins og bent er á í umfjöllun WP hefur hitastig jarðarinnar hækkað og hafa margar rannsóknir sýnt fram á að verði ekki dregið úr losun koltvísýrings muni hlýnunin halda áfram og á endanum valda óafturkræfum skaða. Sameinuðu þjóðirnar sögðu í gær að ekki hefði gengið nægilega vel að draga úr losun koltvísýrings og að þjóðir heimsins væru langt frá því að standa við loforð sín í þeim efnum. Blaðamenn Washington Post báru ummæli Trump undir loftslagsvísindamenn sem spöruðu ekki stóru orðin. Katharine Hayhoe sagði staðreyndir vera sannar þó fólk trúði þeim ekki. Það að forseti Bandaríkjanna kysi að trúa þeim ekki setti Bandaríkin og hundruð milljónir manna í hættu. Andrew Dessler átti erfitt með að tjá sig um ummæli forsetans. „Hvernig í ósköpunum er hægt að svara þessu?“ sagði Dessler. Hann sagði ummæli Trump vera heimskuleg og að svo virtist sem að hann vildi eingöngu ráðast gegn umhverfisstefnumálum Barack Obama og gagnrýna pólitíska andstæðinga sína. Bandaríkin Donald Trump Finnland Loftslagsmál Norðurlönd Tengdar fréttir Forseti Finnlands furðar sig á ummælum Trump um rakstur skóga Sauli Niinisto, forseti Finnlands, furðar sig á ummælum Donalds Trump þar sem hann heldur því fram að skógareldar séu ekki vandamál í Finnlandi vegna þess að finnsk stjórnvöld láti raka skógarbotninn og dragi þannig stórlega úr eldhættu. Finnlandsforseti gefur lítið fyrir þessar fullyrðingar. 18. nóvember 2018 18:58 Ummæli um „Obama dómara“ fóru öfugt ofan í forseta Hæstaréttar Afar sjaldgæft er að forseti Hæstaréttar tali opinberlega gegn sitjandi forseta og er þetta í fyrsta sinn sem Roberts hefur á nokkurn hátt gagnrýnt Trump 21. nóvember 2018 22:59 Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34 Trump veltir fyrir sér ríkisrekinni sjónvarpsstöð til höfuðs CNN Bandaríkjaforseti Donald Trump sagði á Twitter síðu sinni að mögulega yrði sett upp ríkisrekin sjónvarpsstöð til höfuðs CNN sem hann segir rægja Bandaríkin. 26. nóvember 2018 22:28 Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45 Trump dregur niðurstöður loftslagsskýrslunnar í efa Donald Trump svaraði spurningum blaðamanna um nýútgefna loftslagsskýrslu við Hvíta húsið í dag. Trump sagðist ekki trúa því að áhrif loftslagsbreytinga yrði á þá leið sem skýrslan lýsir. 26. nóvember 2018 23:24 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki vera meðal þeirra sem trúa á því að loftslagsbreytingar séu að auka á vandamál Bandaríkjanna. Hann sjái þetta ekki sem vandamál og trúir ekki mati eigin ríkisstjórnar á því að loftslagsbreytingar ógni heilsu Bandaríkjamanna, innviðum og efnahag. Trump hefur fellt niður þó nokkrar reglugerðir sem snúa að umhverfisvernd í Bandaríkjunum og hefur ekki tekið upp neins konar umhverfisstefnu.„Eitt af vandamálunum sem fólk eins og ég, við erum með hátt gáfnastig en trúum þessu ekki endilega þannig,“ sagði Trump í viðtali sem Washington Post birti í gær. Þar var hann spurður út í loftlagsbreytingar. „Varðandi það hvort það er af mannavöldum eða ekki og hvort þessi áhrif sem þú ert að tala um eru þarna eða ekki, ég sé það ekki.“ Í stað þess að ræða það sem vísindamenn segja að sé að keyra loftslagsbreytingar áfram; koltvísýringur sem myndast við brennslu jarðefnaeldsneytis, fór forsetinn að tala um mengun í öðrum löndum og í höfum jarðarinnar og stýringu skógvaxinna svæða. „Þú horfir á loftið okkar og vatnið okkar og núna hefur það aldrei verið hreinna,“ sagði Trump. „En ef þú horfir á Kína og þú horfir á hluta Asíu og þú horfir á Suður-Ameríku og þegar þú horfir á marga aðra staði í heiminum, þar á meðal Rússland, auk margra annarra staða, er loftið ótrúlega óhreint, og þegar þú talar um gufuhvolf, þá eru höfin mjög smá. Þetta blæs hingað yfir og siglir hingað yfir. Ég meina við tökum alltaf þúsundir tonna af rusli af ströndum okkar sem kemur hingað frá Asíu. Það bara flæðir beint niður Kyrrahafið. Það flæðir og við segjum: Hvaðan kemur þetta? og það þarf svo mikið fólk, til að byrja með.“ Eins og bent er á í umfjöllun WP hefur hitastig jarðarinnar hækkað og hafa margar rannsóknir sýnt fram á að verði ekki dregið úr losun koltvísýrings muni hlýnunin halda áfram og á endanum valda óafturkræfum skaða. Sameinuðu þjóðirnar sögðu í gær að ekki hefði gengið nægilega vel að draga úr losun koltvísýrings og að þjóðir heimsins væru langt frá því að standa við loforð sín í þeim efnum. Blaðamenn Washington Post báru ummæli Trump undir loftslagsvísindamenn sem spöruðu ekki stóru orðin. Katharine Hayhoe sagði staðreyndir vera sannar þó fólk trúði þeim ekki. Það að forseti Bandaríkjanna kysi að trúa þeim ekki setti Bandaríkin og hundruð milljónir manna í hættu. Andrew Dessler átti erfitt með að tjá sig um ummæli forsetans. „Hvernig í ósköpunum er hægt að svara þessu?“ sagði Dessler. Hann sagði ummæli Trump vera heimskuleg og að svo virtist sem að hann vildi eingöngu ráðast gegn umhverfisstefnumálum Barack Obama og gagnrýna pólitíska andstæðinga sína.
Bandaríkin Donald Trump Finnland Loftslagsmál Norðurlönd Tengdar fréttir Forseti Finnlands furðar sig á ummælum Trump um rakstur skóga Sauli Niinisto, forseti Finnlands, furðar sig á ummælum Donalds Trump þar sem hann heldur því fram að skógareldar séu ekki vandamál í Finnlandi vegna þess að finnsk stjórnvöld láti raka skógarbotninn og dragi þannig stórlega úr eldhættu. Finnlandsforseti gefur lítið fyrir þessar fullyrðingar. 18. nóvember 2018 18:58 Ummæli um „Obama dómara“ fóru öfugt ofan í forseta Hæstaréttar Afar sjaldgæft er að forseti Hæstaréttar tali opinberlega gegn sitjandi forseta og er þetta í fyrsta sinn sem Roberts hefur á nokkurn hátt gagnrýnt Trump 21. nóvember 2018 22:59 Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34 Trump veltir fyrir sér ríkisrekinni sjónvarpsstöð til höfuðs CNN Bandaríkjaforseti Donald Trump sagði á Twitter síðu sinni að mögulega yrði sett upp ríkisrekin sjónvarpsstöð til höfuðs CNN sem hann segir rægja Bandaríkin. 26. nóvember 2018 22:28 Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45 Trump dregur niðurstöður loftslagsskýrslunnar í efa Donald Trump svaraði spurningum blaðamanna um nýútgefna loftslagsskýrslu við Hvíta húsið í dag. Trump sagðist ekki trúa því að áhrif loftslagsbreytinga yrði á þá leið sem skýrslan lýsir. 26. nóvember 2018 23:24 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Forseti Finnlands furðar sig á ummælum Trump um rakstur skóga Sauli Niinisto, forseti Finnlands, furðar sig á ummælum Donalds Trump þar sem hann heldur því fram að skógareldar séu ekki vandamál í Finnlandi vegna þess að finnsk stjórnvöld láti raka skógarbotninn og dragi þannig stórlega úr eldhættu. Finnlandsforseti gefur lítið fyrir þessar fullyrðingar. 18. nóvember 2018 18:58
Ummæli um „Obama dómara“ fóru öfugt ofan í forseta Hæstaréttar Afar sjaldgæft er að forseti Hæstaréttar tali opinberlega gegn sitjandi forseta og er þetta í fyrsta sinn sem Roberts hefur á nokkurn hátt gagnrýnt Trump 21. nóvember 2018 22:59
Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34
Trump veltir fyrir sér ríkisrekinni sjónvarpsstöð til höfuðs CNN Bandaríkjaforseti Donald Trump sagði á Twitter síðu sinni að mögulega yrði sett upp ríkisrekin sjónvarpsstöð til höfuðs CNN sem hann segir rægja Bandaríkin. 26. nóvember 2018 22:28
Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45
Trump dregur niðurstöður loftslagsskýrslunnar í efa Donald Trump svaraði spurningum blaðamanna um nýútgefna loftslagsskýrslu við Hvíta húsið í dag. Trump sagðist ekki trúa því að áhrif loftslagsbreytinga yrði á þá leið sem skýrslan lýsir. 26. nóvember 2018 23:24
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent