Segja engar tilraunir gerðar til samráðs Sighvatur Arnmundsson skrifar 24. nóvember 2018 07:45 Hart var tekist á um frumvarp um veiðigjald á Alþingi í gær. Umræðan heldur áfram á mánudag. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Það er með ólíkindum að fylgjast með því hvernig það er verið að knýja í gegn margra milljarða lækkun á veiðigjöldum og ekki nein tilraun gerð til samkomulags eða sátta þvert á flokka. Ekki einu sinni um það sem allir flokkar hafa meira og minna talað um síðan auðlindanefndin sendi frá sér álit árið 2000. Það er að gera tímabundna samninga um nýtingu og síðan byggja upp innviði,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi í atvinnuveganefnd Alþingis. Önnur umræða um frumvarp um veiðigjald hófst á Alþingi í gær en stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega málsmeðferð meirihluta atvinnuveganefndar. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar, hafnar áskökunum um samráðsleysi. „Það hefur verið fjallað mjög ítarlega um þetta mál í tvo mánuði inni í atvinnuveganefnd. Það hefur ekki komið nein kvörtun frá neinum nefndarmanni um þá meðferð sem málið hefur fengið þar.“ Hún segir að nefndin hafi rætt málið á ellefu fundum og yfir 100 gestir frá 26 aðilum hafi komið fyrir nefndina. „Ég lét vita viku áður en málið var tekið út að það stæði til á þessum tíma, öðruhvorumegin við helgi. Þegar síðan átti að taka málið út vöknuðu menn við að það þyrfti kannski að kveikja á stjórnarandstöðuelementinu.“ Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, segir að vissulega hafi málið verið rætt mikið í nefndinni. Minnihlutinn hafi hins vegar fyrst fengið að sjá nefndarálit meirihlutans á sama fundi og átti að afgreiða það út. „Þannig vissum við ekkert hvað meirihlutinn var að fara að leggja til. Það var engin tilraun gerð af hálfu meirihlutans til samráðs. Eðlilega gagnrýnum við það því í umræðunni í haust var það ítrekað boðað.“ Hún segir að þær smávægilegu breytingar sem meirihluti nefndarinnar leggi nú til breyti því ekki að málið í heild sé gallað. „Þarna er verið að leggja til lækkun veiðigjalda sem við erum ekki tilbúin að samþykkja. Sérstaklega núna þegar staða greinarinnar er að styrkjast þá viljum við stíga varlega til jarðar,“ segir Albertína. Þá bendir hún á að von sé á stórri skýrslu Ríkisendurskoðunar í desember sem fjalli um eftirlit Fiskistofu með samþjöppun aflaheimilda. „Ég held að þær niðurstöður geti skipt umtalsverðu máli í þessari umræðu.“ Lilja Rafney leggur áherslu á að það sé verið að breyta kerfinu og afkomutengja veiðigjöldin sem næst rauntíma. „Ríkisskattstjóri er kominn þarna að borðinu og hægt er að vinna upplýsingar úr skattframtölum hjá hverjum og einum útgerðaraðila og upplýsingum frá Fiskistofu um aflaverðmæti. Þá er hægt að leggja á veiðigjöld með mjög næmum hætti miðað við afkomu hverju sinni.“ Þorgerður Katrín segir að enn sé tækifæri fyrir ríkisstjórnarflokkana að taka skynsöm skref í málinu. „Tillaga okkar er að bíða með þessar breytingar í ár og nota tímann til að skila frumvarpi á næsta ári sem felur í sér meiri sátt um þessa mikilvægu atvinnugrein.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira
„Það er með ólíkindum að fylgjast með því hvernig það er verið að knýja í gegn margra milljarða lækkun á veiðigjöldum og ekki nein tilraun gerð til samkomulags eða sátta þvert á flokka. Ekki einu sinni um það sem allir flokkar hafa meira og minna talað um síðan auðlindanefndin sendi frá sér álit árið 2000. Það er að gera tímabundna samninga um nýtingu og síðan byggja upp innviði,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi í atvinnuveganefnd Alþingis. Önnur umræða um frumvarp um veiðigjald hófst á Alþingi í gær en stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega málsmeðferð meirihluta atvinnuveganefndar. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar, hafnar áskökunum um samráðsleysi. „Það hefur verið fjallað mjög ítarlega um þetta mál í tvo mánuði inni í atvinnuveganefnd. Það hefur ekki komið nein kvörtun frá neinum nefndarmanni um þá meðferð sem málið hefur fengið þar.“ Hún segir að nefndin hafi rætt málið á ellefu fundum og yfir 100 gestir frá 26 aðilum hafi komið fyrir nefndina. „Ég lét vita viku áður en málið var tekið út að það stæði til á þessum tíma, öðruhvorumegin við helgi. Þegar síðan átti að taka málið út vöknuðu menn við að það þyrfti kannski að kveikja á stjórnarandstöðuelementinu.“ Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, segir að vissulega hafi málið verið rætt mikið í nefndinni. Minnihlutinn hafi hins vegar fyrst fengið að sjá nefndarálit meirihlutans á sama fundi og átti að afgreiða það út. „Þannig vissum við ekkert hvað meirihlutinn var að fara að leggja til. Það var engin tilraun gerð af hálfu meirihlutans til samráðs. Eðlilega gagnrýnum við það því í umræðunni í haust var það ítrekað boðað.“ Hún segir að þær smávægilegu breytingar sem meirihluti nefndarinnar leggi nú til breyti því ekki að málið í heild sé gallað. „Þarna er verið að leggja til lækkun veiðigjalda sem við erum ekki tilbúin að samþykkja. Sérstaklega núna þegar staða greinarinnar er að styrkjast þá viljum við stíga varlega til jarðar,“ segir Albertína. Þá bendir hún á að von sé á stórri skýrslu Ríkisendurskoðunar í desember sem fjalli um eftirlit Fiskistofu með samþjöppun aflaheimilda. „Ég held að þær niðurstöður geti skipt umtalsverðu máli í þessari umræðu.“ Lilja Rafney leggur áherslu á að það sé verið að breyta kerfinu og afkomutengja veiðigjöldin sem næst rauntíma. „Ríkisskattstjóri er kominn þarna að borðinu og hægt er að vinna upplýsingar úr skattframtölum hjá hverjum og einum útgerðaraðila og upplýsingum frá Fiskistofu um aflaverðmæti. Þá er hægt að leggja á veiðigjöld með mjög næmum hætti miðað við afkomu hverju sinni.“ Þorgerður Katrín segir að enn sé tækifæri fyrir ríkisstjórnarflokkana að taka skynsöm skref í málinu. „Tillaga okkar er að bíða með þessar breytingar í ár og nota tímann til að skila frumvarpi á næsta ári sem felur í sér meiri sátt um þessa mikilvægu atvinnugrein.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira