Nýliðinn þurfti að færa 80 sjúklinga til Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. nóvember 2018 08:30 Martha á fyrstu landsliðsæfingunni. Fréttablaðið/Ernir Martha Hermannsdóttir er eini nýliðinn í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta sem hefur leik í undankeppni HM í dag. Martha er ekki hinn hefðbundni nýliði, enda 35 ára þriggja barna móðir sem starfar sem tannlæknir með fram því að spila með KA/Þór í Olís-deild kvenna. „Ef ég á að vera hreinskilin átti ég ekki von á þessu. Ég hélt að ég væri orðin aðeins of þroskuð,“ sagði Martha hlæjandi í samtali við Fréttablaðið, aðspurð hvort hún hefði átt von á því að vera valin í landsliðið í fyrsta sinn á ferlinum. „En þetta er frábært og æðislegt að fá þetta tækifæri,“ bætti Martha við. En er þetta eitthvað sem hana hefur lengi dreymt um? „Já, ég var alltaf brjáluð þegar ég var ekki valin í landsliðið. Ég er keppnismanneskja og hef metnað,“ sagði Martha sem hefur leikið vel með KA/Þór í vetur og átt stóran þátt í góðu gengi nýliðanna. „Þetta hefur gengið vel í vetur og það er gaman að fá þessa viðurkenningu,“ sagði Martha. Eins og áður sagði er Martha tannlæknir og rekur sína eigin stofu á Akureyri. Uppi varð smá fótur og fit þegar hún var kölluð inn í landsliðið. „Þetta var dálítið vesen. Þegar aðstoðarkonurnar mínar heyrðu þetta töldu þær saman að við þyrftum að færa 80 sjúklinga. Þær fengu pínu áfall en fóru síðan að færa til. Ég ætla bara að vinna alla laugardaga fram að jólum til að koma öllu þessu fólki saman. En það tóku allir rosalega vel í þetta og enginn pirraður,“ sagði Martha. Ísland mætir Tyrklandi í kvöld, Makedóníu á morgun og Aserbaídsjan á sunnudaginn. Riðillinn fer fram í Skopje í Makedóníu. Efsta liðið tryggir sér sæti í umspili um sæti á HM. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Sjá meira
Martha Hermannsdóttir er eini nýliðinn í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta sem hefur leik í undankeppni HM í dag. Martha er ekki hinn hefðbundni nýliði, enda 35 ára þriggja barna móðir sem starfar sem tannlæknir með fram því að spila með KA/Þór í Olís-deild kvenna. „Ef ég á að vera hreinskilin átti ég ekki von á þessu. Ég hélt að ég væri orðin aðeins of þroskuð,“ sagði Martha hlæjandi í samtali við Fréttablaðið, aðspurð hvort hún hefði átt von á því að vera valin í landsliðið í fyrsta sinn á ferlinum. „En þetta er frábært og æðislegt að fá þetta tækifæri,“ bætti Martha við. En er þetta eitthvað sem hana hefur lengi dreymt um? „Já, ég var alltaf brjáluð þegar ég var ekki valin í landsliðið. Ég er keppnismanneskja og hef metnað,“ sagði Martha sem hefur leikið vel með KA/Þór í vetur og átt stóran þátt í góðu gengi nýliðanna. „Þetta hefur gengið vel í vetur og það er gaman að fá þessa viðurkenningu,“ sagði Martha. Eins og áður sagði er Martha tannlæknir og rekur sína eigin stofu á Akureyri. Uppi varð smá fótur og fit þegar hún var kölluð inn í landsliðið. „Þetta var dálítið vesen. Þegar aðstoðarkonurnar mínar heyrðu þetta töldu þær saman að við þyrftum að færa 80 sjúklinga. Þær fengu pínu áfall en fóru síðan að færa til. Ég ætla bara að vinna alla laugardaga fram að jólum til að koma öllu þessu fólki saman. En það tóku allir rosalega vel í þetta og enginn pirraður,“ sagði Martha. Ísland mætir Tyrklandi í kvöld, Makedóníu á morgun og Aserbaídsjan á sunnudaginn. Riðillinn fer fram í Skopje í Makedóníu. Efsta liðið tryggir sér sæti í umspili um sæti á HM.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Sjá meira