Kanada sver af sér tengsl við handtökuna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2018 23:15 Meng Wanzhou var stöðvuð þegar hún millilenti í Kanada í upphafi mánaðarins. Vísir/Epa Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að ríkisstjórn hans hafi ekki komið nálægt handtökunni á Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknifyrirtækisins Huawei. Meng var handtekinn á flugvellinum í Vancouver á laugardag. BBC greinir frá.Meng var handtekinn er hún var á leið í tengiflug aðbeiðni bandarískra yfirvalda. Kínversk yfirvöld eru mjög ósátt við handtökuna og segja yfirvöld í Kanada hafa brotið á mannréttindum hennar.Ekki er mikið vitað um ástæðu handtökunnar en talið er líklegt að hún tengist rannsókn bandarískra yfirvalda á mögulegum brotum á viðskiptabanni við Íran.Þrátt fyrir að hafa verið handtekinn á laugardaginn var ekki greint frá handtökunni fyrr en í gær er hún mætti í dómsal.Trudeau segir að ríkisstjórn hans hafi vitað að til stæði að handtaka Meng en að ríkisstjórn hafi ekki fyrirskipað hana eða skipt sér af henni á neinn hátt. Huawei varð nýverið næst stærsti símaframleiðandi heimsins. Vestræn ríki hafa þó tekið upp á því að hætta að nota tækni og búnað Huawei vegna ásakana um að yfirvöld Kína stundi njósnir í gegnum fyrirtækið.AP/Ng Han GuanJohn Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, sagðist einnig hafa vitað af handtökunni fyrirfram en vildi lítið segja um hana. Hann sagði þó að árum saman hafi bandarísk yfirvöld óttast það að kínversk fyrirtæki væru að nota stolna tækni og þekkingu frá Bandaríkjunum. Sagði hann einnig að Huawei væri eitt af þeim fyrirtækjum sem bandarísk yfirvöld hefðu áhyggjur af í tengslum við þetta.Mun eflaust torvelda flóknar viðræður Kínversk yfirvöld hafa krafist skýringa á handtökunni frá yfirvöldum í Bandaríkjunum og Kanda og kallað eftir því að Meng verði sleppt úr haldi. Þá segist Huawei ekki hafa vitneskju um annað en að fyrirtækið hafi í hvívetna fylgt lögum og reglugerðum við starfsemi sína. Talið er að handtakan kunni að torvelda samningaviðræður kínverskra og bandarískra stjórnvalda. Þau reyna nú að ná lendingu í erfiðu viðskiptastríði sín á milli sem kostað hefur ríkin milljarða bandaríkjadala á síðustu mánuðum. Eftir fund Bandaríkja- og Kínaforseta á G20-ráðstefnunni á dögunum féllust ríkin á 90 daga „vopnahlé“ sem nýtt yrði til samningaviðræðna um framtíð viðskiptasambands þeirra. Miklar vonir eru bundnar við viðræðurnar en ekki verður séð að handtakan muni auðvelda þær á nokkurn hátt. Bandaríkin Kanada Kína Tengdar fréttir Markaðir taka ekki vel í tíst Trump um að hann sé „tollamaður“ Svo virðist sem að viðskiptasamningur Kína og Bandaríkjanna sem hyllti undir um helgina séu í hættu eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi út röð tísta um að hann væri "tollamaður“. Markaðir í Bandaríkjunum hafa hvorki tekið vel í tíst Trump né vangaveltur um að ekkert verði af samningum á milli ríkjanna tveggja. 4. desember 2018 20:42 Fjármálastjóri Huawei handtekinn í Kanada Fjármálastjóri kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei var handtekinn í Kanada á dögunum. 6. desember 2018 06:55 Þjóðarleiðtogar Bandaríkjanna og Kína semja um „vopnahlé“ í tollastríði Skömmu fyrir leiðtogafundinn hafði Bandaríkjaforseti í frammi miklar yfirlýsingar um innleiðingu nýrra verndartolla en leiðtogarnir sömdu um "vopnahlé“ í tollastríðinu. 2. desember 2018 09:44 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að ríkisstjórn hans hafi ekki komið nálægt handtökunni á Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknifyrirtækisins Huawei. Meng var handtekinn á flugvellinum í Vancouver á laugardag. BBC greinir frá.Meng var handtekinn er hún var á leið í tengiflug aðbeiðni bandarískra yfirvalda. Kínversk yfirvöld eru mjög ósátt við handtökuna og segja yfirvöld í Kanada hafa brotið á mannréttindum hennar.Ekki er mikið vitað um ástæðu handtökunnar en talið er líklegt að hún tengist rannsókn bandarískra yfirvalda á mögulegum brotum á viðskiptabanni við Íran.Þrátt fyrir að hafa verið handtekinn á laugardaginn var ekki greint frá handtökunni fyrr en í gær er hún mætti í dómsal.Trudeau segir að ríkisstjórn hans hafi vitað að til stæði að handtaka Meng en að ríkisstjórn hafi ekki fyrirskipað hana eða skipt sér af henni á neinn hátt. Huawei varð nýverið næst stærsti símaframleiðandi heimsins. Vestræn ríki hafa þó tekið upp á því að hætta að nota tækni og búnað Huawei vegna ásakana um að yfirvöld Kína stundi njósnir í gegnum fyrirtækið.AP/Ng Han GuanJohn Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, sagðist einnig hafa vitað af handtökunni fyrirfram en vildi lítið segja um hana. Hann sagði þó að árum saman hafi bandarísk yfirvöld óttast það að kínversk fyrirtæki væru að nota stolna tækni og þekkingu frá Bandaríkjunum. Sagði hann einnig að Huawei væri eitt af þeim fyrirtækjum sem bandarísk yfirvöld hefðu áhyggjur af í tengslum við þetta.Mun eflaust torvelda flóknar viðræður Kínversk yfirvöld hafa krafist skýringa á handtökunni frá yfirvöldum í Bandaríkjunum og Kanda og kallað eftir því að Meng verði sleppt úr haldi. Þá segist Huawei ekki hafa vitneskju um annað en að fyrirtækið hafi í hvívetna fylgt lögum og reglugerðum við starfsemi sína. Talið er að handtakan kunni að torvelda samningaviðræður kínverskra og bandarískra stjórnvalda. Þau reyna nú að ná lendingu í erfiðu viðskiptastríði sín á milli sem kostað hefur ríkin milljarða bandaríkjadala á síðustu mánuðum. Eftir fund Bandaríkja- og Kínaforseta á G20-ráðstefnunni á dögunum féllust ríkin á 90 daga „vopnahlé“ sem nýtt yrði til samningaviðræðna um framtíð viðskiptasambands þeirra. Miklar vonir eru bundnar við viðræðurnar en ekki verður séð að handtakan muni auðvelda þær á nokkurn hátt.
Bandaríkin Kanada Kína Tengdar fréttir Markaðir taka ekki vel í tíst Trump um að hann sé „tollamaður“ Svo virðist sem að viðskiptasamningur Kína og Bandaríkjanna sem hyllti undir um helgina séu í hættu eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi út röð tísta um að hann væri "tollamaður“. Markaðir í Bandaríkjunum hafa hvorki tekið vel í tíst Trump né vangaveltur um að ekkert verði af samningum á milli ríkjanna tveggja. 4. desember 2018 20:42 Fjármálastjóri Huawei handtekinn í Kanada Fjármálastjóri kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei var handtekinn í Kanada á dögunum. 6. desember 2018 06:55 Þjóðarleiðtogar Bandaríkjanna og Kína semja um „vopnahlé“ í tollastríði Skömmu fyrir leiðtogafundinn hafði Bandaríkjaforseti í frammi miklar yfirlýsingar um innleiðingu nýrra verndartolla en leiðtogarnir sömdu um "vopnahlé“ í tollastríðinu. 2. desember 2018 09:44 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Markaðir taka ekki vel í tíst Trump um að hann sé „tollamaður“ Svo virðist sem að viðskiptasamningur Kína og Bandaríkjanna sem hyllti undir um helgina séu í hættu eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi út röð tísta um að hann væri "tollamaður“. Markaðir í Bandaríkjunum hafa hvorki tekið vel í tíst Trump né vangaveltur um að ekkert verði af samningum á milli ríkjanna tveggja. 4. desember 2018 20:42
Fjármálastjóri Huawei handtekinn í Kanada Fjármálastjóri kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei var handtekinn í Kanada á dögunum. 6. desember 2018 06:55
Þjóðarleiðtogar Bandaríkjanna og Kína semja um „vopnahlé“ í tollastríði Skömmu fyrir leiðtogafundinn hafði Bandaríkjaforseti í frammi miklar yfirlýsingar um innleiðingu nýrra verndartolla en leiðtogarnir sömdu um "vopnahlé“ í tollastríðinu. 2. desember 2018 09:44
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent