Enn fjölgar í Fríkirkjunni í Hafnarfirði Einar Sveinbjörnsson skrifar 6. desember 2018 07:00 Við í Fríkirkjunni í Hafnarfirði búum við þá ánægjulegu staðreynd að á síðasta ári fjölgaði um 170 manns og telur nú söfnuðurinn 6.800 manns. Árleg fjölgun hefur verið í mörg ár og söfnuðurinn meira en tvöfaldast að stærð frá því skömmu fyrir aldamót. Af þessu „lúxusvandamáli“ okkar í Fríkirkjunni í Hafnarfirði eru sjaldan sagðar fréttir. Fríkirkjan í Hafnarfirði er sjálfstæður lútherskur söfnuður með meira en 100 ára sögu. Hann lýtur sínum eigin lögmálum þar sem grasrótin er virk rétt eins og á árum frumkvöðlanna þegar yfirvöld féllust ekki á að flytja kirkjuna frá Görðum inn í Hafnarfjörð. Fríkirkjan nýtur velvildar í sínu umhverfi, safnaðarvitund er rík og sjálfboðaliðar fjölmargir sem leggja starfinu lið. Síðast en ekki síst er kirkjan vel sótt. Tónlistin er öðruvísi eins og einhver myndi segja, lítið um orgel og meira um gítar, slagverk og ryþma. Tónlistarstjórinn leggur meiri áherslu á nýrri og aðgengilega sálma og trúarlega tónlist héðan og þaðan. Kórinn er fyrir löngu kominn ofan af kirkjuloftinu og niður á gólf. Barnastarfið er öflugt og sunnudagaskólinn er mjög vel sóttur. Fermingarbarnahóparnir eru með þeim stærstu á landinu, 140-160 börn á ári. Sjálf fermingarfræðslan hefur ríka tengingu við samtíma okkar og siðferðisviðmið. Prestarnir tveir við söfnuðinn eru störfum hlaðnir og annast með öllu öðru 4-5% allra útfara í landinu. Rekstur Fríkirkjunnar hefur ævinlega staðið undir sér og fjármálastjórn er traust. Skuldir eru litlar og friðuð kirkjan fær gott viðhald. Fríkirkjan sjálf er staðarprýði og gott guðshús, þó ekki sé hún mjög stór. Sérstaðan liggur líka í því að allur kostnaður við kirkjustarfið er greiddur af sóknargjöldum. Líka laun prestanna. Fríkirkjan er ekki aðili að samkomulagi þjóðkirkjunnar við ríkið um ráðstöfun kirkjueigna og greiðslu launa um 140 presta auk starfsmanna á Biskupsstofu. Frá 2009 hafa sóknargjöldin rýrnað stöðugt með ákvörðun Alþingis. Í fjárlagafrumvarpi fyrir 2019 er gert ráð fyrir smá hækkun, 0,31% á milli ára, enn eitt árið langt innan við almennar verðlagsbreytingar. Nú reiknast til að 20 milljónir vanti árlega í tilviki Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Með breyttri skipan árið 1987 var sóknargjaldið fellt inn í staðgreiðslu skatta. Fólk frá 16 ára aldri greiðir því með tekjuskatti uppreiknað 15.200 kr. á ári til trú- eða lífsskoðunarfélaga. En með árlegu kroppi í bandormi fjárlaga skila sér ekki nema 11.170 kr. á mann til sókna eða lífsskoðunarfélaga. Rétt er að taka fram að Fríkirkjan hefur upp á síðkastið notið fjárstuðnings safnaðarins með valfrjálsum viðbótargreiðslum og notað hann til rekstrar og viðhalds á kirkjunni og safnaðarheimili. Með áframhaldandi markvissri rýrnun sóknargjaldsins endar Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði, einn öflugasti frjálsi kristni söfnuðurinn í landinu, fyrr en seinna upp að vegg í orðsins fyllstu merkingu. Og það þó áfram fjölgi í Fríkirkjunni.Höfundur er formaður safnaðarstjórnar Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Við í Fríkirkjunni í Hafnarfirði búum við þá ánægjulegu staðreynd að á síðasta ári fjölgaði um 170 manns og telur nú söfnuðurinn 6.800 manns. Árleg fjölgun hefur verið í mörg ár og söfnuðurinn meira en tvöfaldast að stærð frá því skömmu fyrir aldamót. Af þessu „lúxusvandamáli“ okkar í Fríkirkjunni í Hafnarfirði eru sjaldan sagðar fréttir. Fríkirkjan í Hafnarfirði er sjálfstæður lútherskur söfnuður með meira en 100 ára sögu. Hann lýtur sínum eigin lögmálum þar sem grasrótin er virk rétt eins og á árum frumkvöðlanna þegar yfirvöld féllust ekki á að flytja kirkjuna frá Görðum inn í Hafnarfjörð. Fríkirkjan nýtur velvildar í sínu umhverfi, safnaðarvitund er rík og sjálfboðaliðar fjölmargir sem leggja starfinu lið. Síðast en ekki síst er kirkjan vel sótt. Tónlistin er öðruvísi eins og einhver myndi segja, lítið um orgel og meira um gítar, slagverk og ryþma. Tónlistarstjórinn leggur meiri áherslu á nýrri og aðgengilega sálma og trúarlega tónlist héðan og þaðan. Kórinn er fyrir löngu kominn ofan af kirkjuloftinu og niður á gólf. Barnastarfið er öflugt og sunnudagaskólinn er mjög vel sóttur. Fermingarbarnahóparnir eru með þeim stærstu á landinu, 140-160 börn á ári. Sjálf fermingarfræðslan hefur ríka tengingu við samtíma okkar og siðferðisviðmið. Prestarnir tveir við söfnuðinn eru störfum hlaðnir og annast með öllu öðru 4-5% allra útfara í landinu. Rekstur Fríkirkjunnar hefur ævinlega staðið undir sér og fjármálastjórn er traust. Skuldir eru litlar og friðuð kirkjan fær gott viðhald. Fríkirkjan sjálf er staðarprýði og gott guðshús, þó ekki sé hún mjög stór. Sérstaðan liggur líka í því að allur kostnaður við kirkjustarfið er greiddur af sóknargjöldum. Líka laun prestanna. Fríkirkjan er ekki aðili að samkomulagi þjóðkirkjunnar við ríkið um ráðstöfun kirkjueigna og greiðslu launa um 140 presta auk starfsmanna á Biskupsstofu. Frá 2009 hafa sóknargjöldin rýrnað stöðugt með ákvörðun Alþingis. Í fjárlagafrumvarpi fyrir 2019 er gert ráð fyrir smá hækkun, 0,31% á milli ára, enn eitt árið langt innan við almennar verðlagsbreytingar. Nú reiknast til að 20 milljónir vanti árlega í tilviki Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Með breyttri skipan árið 1987 var sóknargjaldið fellt inn í staðgreiðslu skatta. Fólk frá 16 ára aldri greiðir því með tekjuskatti uppreiknað 15.200 kr. á ári til trú- eða lífsskoðunarfélaga. En með árlegu kroppi í bandormi fjárlaga skila sér ekki nema 11.170 kr. á mann til sókna eða lífsskoðunarfélaga. Rétt er að taka fram að Fríkirkjan hefur upp á síðkastið notið fjárstuðnings safnaðarins með valfrjálsum viðbótargreiðslum og notað hann til rekstrar og viðhalds á kirkjunni og safnaðarheimili. Með áframhaldandi markvissri rýrnun sóknargjaldsins endar Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði, einn öflugasti frjálsi kristni söfnuðurinn í landinu, fyrr en seinna upp að vegg í orðsins fyllstu merkingu. Og það þó áfram fjölgi í Fríkirkjunni.Höfundur er formaður safnaðarstjórnar Fríkirkjunnar í Hafnarfirði.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar