Enn fjölgar í Fríkirkjunni í Hafnarfirði Einar Sveinbjörnsson skrifar 6. desember 2018 07:00 Við í Fríkirkjunni í Hafnarfirði búum við þá ánægjulegu staðreynd að á síðasta ári fjölgaði um 170 manns og telur nú söfnuðurinn 6.800 manns. Árleg fjölgun hefur verið í mörg ár og söfnuðurinn meira en tvöfaldast að stærð frá því skömmu fyrir aldamót. Af þessu „lúxusvandamáli“ okkar í Fríkirkjunni í Hafnarfirði eru sjaldan sagðar fréttir. Fríkirkjan í Hafnarfirði er sjálfstæður lútherskur söfnuður með meira en 100 ára sögu. Hann lýtur sínum eigin lögmálum þar sem grasrótin er virk rétt eins og á árum frumkvöðlanna þegar yfirvöld féllust ekki á að flytja kirkjuna frá Görðum inn í Hafnarfjörð. Fríkirkjan nýtur velvildar í sínu umhverfi, safnaðarvitund er rík og sjálfboðaliðar fjölmargir sem leggja starfinu lið. Síðast en ekki síst er kirkjan vel sótt. Tónlistin er öðruvísi eins og einhver myndi segja, lítið um orgel og meira um gítar, slagverk og ryþma. Tónlistarstjórinn leggur meiri áherslu á nýrri og aðgengilega sálma og trúarlega tónlist héðan og þaðan. Kórinn er fyrir löngu kominn ofan af kirkjuloftinu og niður á gólf. Barnastarfið er öflugt og sunnudagaskólinn er mjög vel sóttur. Fermingarbarnahóparnir eru með þeim stærstu á landinu, 140-160 börn á ári. Sjálf fermingarfræðslan hefur ríka tengingu við samtíma okkar og siðferðisviðmið. Prestarnir tveir við söfnuðinn eru störfum hlaðnir og annast með öllu öðru 4-5% allra útfara í landinu. Rekstur Fríkirkjunnar hefur ævinlega staðið undir sér og fjármálastjórn er traust. Skuldir eru litlar og friðuð kirkjan fær gott viðhald. Fríkirkjan sjálf er staðarprýði og gott guðshús, þó ekki sé hún mjög stór. Sérstaðan liggur líka í því að allur kostnaður við kirkjustarfið er greiddur af sóknargjöldum. Líka laun prestanna. Fríkirkjan er ekki aðili að samkomulagi þjóðkirkjunnar við ríkið um ráðstöfun kirkjueigna og greiðslu launa um 140 presta auk starfsmanna á Biskupsstofu. Frá 2009 hafa sóknargjöldin rýrnað stöðugt með ákvörðun Alþingis. Í fjárlagafrumvarpi fyrir 2019 er gert ráð fyrir smá hækkun, 0,31% á milli ára, enn eitt árið langt innan við almennar verðlagsbreytingar. Nú reiknast til að 20 milljónir vanti árlega í tilviki Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Með breyttri skipan árið 1987 var sóknargjaldið fellt inn í staðgreiðslu skatta. Fólk frá 16 ára aldri greiðir því með tekjuskatti uppreiknað 15.200 kr. á ári til trú- eða lífsskoðunarfélaga. En með árlegu kroppi í bandormi fjárlaga skila sér ekki nema 11.170 kr. á mann til sókna eða lífsskoðunarfélaga. Rétt er að taka fram að Fríkirkjan hefur upp á síðkastið notið fjárstuðnings safnaðarins með valfrjálsum viðbótargreiðslum og notað hann til rekstrar og viðhalds á kirkjunni og safnaðarheimili. Með áframhaldandi markvissri rýrnun sóknargjaldsins endar Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði, einn öflugasti frjálsi kristni söfnuðurinn í landinu, fyrr en seinna upp að vegg í orðsins fyllstu merkingu. Og það þó áfram fjölgi í Fríkirkjunni.Höfundur er formaður safnaðarstjórnar Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Við í Fríkirkjunni í Hafnarfirði búum við þá ánægjulegu staðreynd að á síðasta ári fjölgaði um 170 manns og telur nú söfnuðurinn 6.800 manns. Árleg fjölgun hefur verið í mörg ár og söfnuðurinn meira en tvöfaldast að stærð frá því skömmu fyrir aldamót. Af þessu „lúxusvandamáli“ okkar í Fríkirkjunni í Hafnarfirði eru sjaldan sagðar fréttir. Fríkirkjan í Hafnarfirði er sjálfstæður lútherskur söfnuður með meira en 100 ára sögu. Hann lýtur sínum eigin lögmálum þar sem grasrótin er virk rétt eins og á árum frumkvöðlanna þegar yfirvöld féllust ekki á að flytja kirkjuna frá Görðum inn í Hafnarfjörð. Fríkirkjan nýtur velvildar í sínu umhverfi, safnaðarvitund er rík og sjálfboðaliðar fjölmargir sem leggja starfinu lið. Síðast en ekki síst er kirkjan vel sótt. Tónlistin er öðruvísi eins og einhver myndi segja, lítið um orgel og meira um gítar, slagverk og ryþma. Tónlistarstjórinn leggur meiri áherslu á nýrri og aðgengilega sálma og trúarlega tónlist héðan og þaðan. Kórinn er fyrir löngu kominn ofan af kirkjuloftinu og niður á gólf. Barnastarfið er öflugt og sunnudagaskólinn er mjög vel sóttur. Fermingarbarnahóparnir eru með þeim stærstu á landinu, 140-160 börn á ári. Sjálf fermingarfræðslan hefur ríka tengingu við samtíma okkar og siðferðisviðmið. Prestarnir tveir við söfnuðinn eru störfum hlaðnir og annast með öllu öðru 4-5% allra útfara í landinu. Rekstur Fríkirkjunnar hefur ævinlega staðið undir sér og fjármálastjórn er traust. Skuldir eru litlar og friðuð kirkjan fær gott viðhald. Fríkirkjan sjálf er staðarprýði og gott guðshús, þó ekki sé hún mjög stór. Sérstaðan liggur líka í því að allur kostnaður við kirkjustarfið er greiddur af sóknargjöldum. Líka laun prestanna. Fríkirkjan er ekki aðili að samkomulagi þjóðkirkjunnar við ríkið um ráðstöfun kirkjueigna og greiðslu launa um 140 presta auk starfsmanna á Biskupsstofu. Frá 2009 hafa sóknargjöldin rýrnað stöðugt með ákvörðun Alþingis. Í fjárlagafrumvarpi fyrir 2019 er gert ráð fyrir smá hækkun, 0,31% á milli ára, enn eitt árið langt innan við almennar verðlagsbreytingar. Nú reiknast til að 20 milljónir vanti árlega í tilviki Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Með breyttri skipan árið 1987 var sóknargjaldið fellt inn í staðgreiðslu skatta. Fólk frá 16 ára aldri greiðir því með tekjuskatti uppreiknað 15.200 kr. á ári til trú- eða lífsskoðunarfélaga. En með árlegu kroppi í bandormi fjárlaga skila sér ekki nema 11.170 kr. á mann til sókna eða lífsskoðunarfélaga. Rétt er að taka fram að Fríkirkjan hefur upp á síðkastið notið fjárstuðnings safnaðarins með valfrjálsum viðbótargreiðslum og notað hann til rekstrar og viðhalds á kirkjunni og safnaðarheimili. Með áframhaldandi markvissri rýrnun sóknargjaldsins endar Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði, einn öflugasti frjálsi kristni söfnuðurinn í landinu, fyrr en seinna upp að vegg í orðsins fyllstu merkingu. Og það þó áfram fjölgi í Fríkirkjunni.Höfundur er formaður safnaðarstjórnar Fríkirkjunnar í Hafnarfirði.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun