Getur D-vítamín minnkað líkur á krabbameini? Jóhanna Eyrún Torfadóttir skrifar 13. desember 2018 08:00 Nú þegar skammdegið er að ná hámarki er ágætt að minna á ráðleggingar Embættis landlæknis um daglega inntöku D-vítamíns, annað hvort í formi lýsis eða D-vítamíntaflna. Við getum sjálf framleitt D-vítamín ef sólargeislar skína á húðina, en þar sem lítið sést til sólar á Íslandi á þessum árstíma, þurfum við D-vítamín úr fæðunni og með því að taka lýsi eða D-vítamín. Ráðlagðan dagskammt D-vítamíns má sjá hér, en í stuttu máli er hann 600 alþjóðlegar einingar (15 µg) á dag fyrir fólk á aldrinum 10-70 ára. Yngri þurfa minna og eldri meira.D-vítamín er helst að finna í feitum fisktegundum, eggjarauðu og D-vítamínbættum vörum eins og viðbiti, jurtaolíu, morgunkorni, mjólk, barnagrautum og stoðmjólk. Flestar þessara fæðutegunda innihalda fremur lítið magn af D-vítamíni. Undantekningin er feitur fiskur. D-vítamín hjálpar okkur við að ná kalki úr mat og drykk og tekur þátt í að stýra því hve mikið kalk fer inn í beinin. Oft heyrist að D-vítamín geti komið í veg fyrir ýmsa sjúkdóma, þar með talin krabbamein. Margar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna slíkt og hefur ekki verið hægt að sýna fram á með afgerandi hætti að D-vítamín geti komið í veg fyrir krabbamein almennt. Það eru þó jákvæðar vísbendingar um að hærri D-vítamínstyrkur í blóði geti veitt vernd gegn krabbameini í brjóstum sem greinist fyrir tíðahvörf, og krabbameini í ristli og endaþarmi. Nýleg rannsókn (meta-analýsa) sem sameinar niðurstöður D-vítamínmælinga úr 17 rannsóknum, sýnir fram á tengsl milli hækkaðs D-vítamíns í blóði og færri tilfella krabbameins í ristli og endaþarmi. Niðurstöðurnar voru birtar í hinu virta tímariti Journal of the National Cancer Institute. Rannsóknirnar 17 voru framkvæmdar í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. Meðalaldur þátttakenda var 60 ár þegar blóðprufa var tekin til að mæla styrk D-vítamíns (25-OHD). Samkvæmt viðmiðum telst einstaklingur vera með D-vítamínskort þegar styrkur 25-OHD er undir 30 nmol/l. Ef styrkur D-vítamíns í blóði mælist 50 nmol/l eða hærri þá telst það fullnægjandi með tilliti til beinheilsu.Helstu niðurstöður Í nýju rannsókninni var skoðað hve mörg tilfelli krabbameins í ristli og endaþarmi höfðu greinst í hópum sem skilgreindir voru út frá mismunandi styrk D-vítamíns. Í ljós kom að einstaklingar sem voru með D-vítamínskort (undir 30 nmol/l) voru í 31% aukinni hættu á að greinast með krabbameinið borið saman við hóp einstaklinga sem voru með D-vítamínstyrk á bilinu 50-62,5 nmol/L. Einstaklingar sem voru með D-vítamíngildi á bilinu 75 til 100nmol/L voru í minni áhættu borið saman við þá sem voru með D-vítamínstyrk á bilinu 50-62,5 nmol/l. Ekki var hægt að greina frekari vernd gegn meininu með því að vera með hærri D-vítamíngildi en 100 nmol/L. Við þessa útreikninga var tekið tillit til líkamsþyngdarstuðuls (BMI), hreyfingar og fleiri þátta sem geta haft áhrif á bæði D-vítamínstyrk í blóði sem og áhættu á að greinast með krabbamein í ristli og endaþarmi. Niðurstöður rannsóknarinnar benda því til þess að ekki sé nauðsynlegt að taka ofurskammta af D-vítamíni til að minnka líkur á krabbameini í ristli og endaþarmi. Einnig ber að nefna að nýlega birtist grein í New England Journal of Medicine um tilraunarannsókn þar sem hluti rannsóknahóps tók D-vítamín í töfluformi og hluti hópsins fékk lyfleysu (tilviljun réð því hver valdist í hvorn hópinn). Eftirfylgd með þátttakendum stóð að meðaltali í fimm ár og sýndi að ekki var munur á hópunum með tilliti til krabbameinsáhættu. Helstu gallar rannsóknarinnar voru hversu stutt hún stóð yfir og að rannsóknarhópurinn var í byrjun rannsóknar almennt með fínan styrk af D-vítamíni í blóði.Hve margir greinast með krabbamein í ristli og endaþarmi á Íslandi? Krabbamein í ristli og endaþarmi er þriðja algengasta krabbamein í heiminum. Að meðaltali greinast 165 manns á ári á Íslandi með þennan sjúkdóm. Um 10% af heildarfjölda greindra á ári eru með þetta krabbamein. Samkvæmt fjölda rannsókna er hægt að minnka líkur á krabbameini í ristli og endaþarmi með því að hreyfa sig reglulega, borða trefjaríkt fæði, kalkríkar vörur, lítið af rauðu kjöti og unnum kjötvörum og drekka hóflega af áfengi eða sleppa því. Einnig er mögulegt að góður D-vítamínbúskapur minnki einnig líkurnar á krabbameininu, eins og fram kemur í þessari nýju rannsókn. Þá skal ítrekað að niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ekki sé nauðsynlegt að taka ofurskammta af D-vítamíni til að minnka líkur á krabbameini í ristli og endaþarmi og ekki mælt með slíku nema í samráði við lækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar skammdegið er að ná hámarki er ágætt að minna á ráðleggingar Embættis landlæknis um daglega inntöku D-vítamíns, annað hvort í formi lýsis eða D-vítamíntaflna. Við getum sjálf framleitt D-vítamín ef sólargeislar skína á húðina, en þar sem lítið sést til sólar á Íslandi á þessum árstíma, þurfum við D-vítamín úr fæðunni og með því að taka lýsi eða D-vítamín. Ráðlagðan dagskammt D-vítamíns má sjá hér, en í stuttu máli er hann 600 alþjóðlegar einingar (15 µg) á dag fyrir fólk á aldrinum 10-70 ára. Yngri þurfa minna og eldri meira.D-vítamín er helst að finna í feitum fisktegundum, eggjarauðu og D-vítamínbættum vörum eins og viðbiti, jurtaolíu, morgunkorni, mjólk, barnagrautum og stoðmjólk. Flestar þessara fæðutegunda innihalda fremur lítið magn af D-vítamíni. Undantekningin er feitur fiskur. D-vítamín hjálpar okkur við að ná kalki úr mat og drykk og tekur þátt í að stýra því hve mikið kalk fer inn í beinin. Oft heyrist að D-vítamín geti komið í veg fyrir ýmsa sjúkdóma, þar með talin krabbamein. Margar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna slíkt og hefur ekki verið hægt að sýna fram á með afgerandi hætti að D-vítamín geti komið í veg fyrir krabbamein almennt. Það eru þó jákvæðar vísbendingar um að hærri D-vítamínstyrkur í blóði geti veitt vernd gegn krabbameini í brjóstum sem greinist fyrir tíðahvörf, og krabbameini í ristli og endaþarmi. Nýleg rannsókn (meta-analýsa) sem sameinar niðurstöður D-vítamínmælinga úr 17 rannsóknum, sýnir fram á tengsl milli hækkaðs D-vítamíns í blóði og færri tilfella krabbameins í ristli og endaþarmi. Niðurstöðurnar voru birtar í hinu virta tímariti Journal of the National Cancer Institute. Rannsóknirnar 17 voru framkvæmdar í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. Meðalaldur þátttakenda var 60 ár þegar blóðprufa var tekin til að mæla styrk D-vítamíns (25-OHD). Samkvæmt viðmiðum telst einstaklingur vera með D-vítamínskort þegar styrkur 25-OHD er undir 30 nmol/l. Ef styrkur D-vítamíns í blóði mælist 50 nmol/l eða hærri þá telst það fullnægjandi með tilliti til beinheilsu.Helstu niðurstöður Í nýju rannsókninni var skoðað hve mörg tilfelli krabbameins í ristli og endaþarmi höfðu greinst í hópum sem skilgreindir voru út frá mismunandi styrk D-vítamíns. Í ljós kom að einstaklingar sem voru með D-vítamínskort (undir 30 nmol/l) voru í 31% aukinni hættu á að greinast með krabbameinið borið saman við hóp einstaklinga sem voru með D-vítamínstyrk á bilinu 50-62,5 nmol/L. Einstaklingar sem voru með D-vítamíngildi á bilinu 75 til 100nmol/L voru í minni áhættu borið saman við þá sem voru með D-vítamínstyrk á bilinu 50-62,5 nmol/l. Ekki var hægt að greina frekari vernd gegn meininu með því að vera með hærri D-vítamíngildi en 100 nmol/L. Við þessa útreikninga var tekið tillit til líkamsþyngdarstuðuls (BMI), hreyfingar og fleiri þátta sem geta haft áhrif á bæði D-vítamínstyrk í blóði sem og áhættu á að greinast með krabbamein í ristli og endaþarmi. Niðurstöður rannsóknarinnar benda því til þess að ekki sé nauðsynlegt að taka ofurskammta af D-vítamíni til að minnka líkur á krabbameini í ristli og endaþarmi. Einnig ber að nefna að nýlega birtist grein í New England Journal of Medicine um tilraunarannsókn þar sem hluti rannsóknahóps tók D-vítamín í töfluformi og hluti hópsins fékk lyfleysu (tilviljun réð því hver valdist í hvorn hópinn). Eftirfylgd með þátttakendum stóð að meðaltali í fimm ár og sýndi að ekki var munur á hópunum með tilliti til krabbameinsáhættu. Helstu gallar rannsóknarinnar voru hversu stutt hún stóð yfir og að rannsóknarhópurinn var í byrjun rannsóknar almennt með fínan styrk af D-vítamíni í blóði.Hve margir greinast með krabbamein í ristli og endaþarmi á Íslandi? Krabbamein í ristli og endaþarmi er þriðja algengasta krabbamein í heiminum. Að meðaltali greinast 165 manns á ári á Íslandi með þennan sjúkdóm. Um 10% af heildarfjölda greindra á ári eru með þetta krabbamein. Samkvæmt fjölda rannsókna er hægt að minnka líkur á krabbameini í ristli og endaþarmi með því að hreyfa sig reglulega, borða trefjaríkt fæði, kalkríkar vörur, lítið af rauðu kjöti og unnum kjötvörum og drekka hóflega af áfengi eða sleppa því. Einnig er mögulegt að góður D-vítamínbúskapur minnki einnig líkurnar á krabbameininu, eins og fram kemur í þessari nýju rannsókn. Þá skal ítrekað að niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ekki sé nauðsynlegt að taka ofurskammta af D-vítamíni til að minnka líkur á krabbameini í ristli og endaþarmi og ekki mælt með slíku nema í samráði við lækni.
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun