Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 4. nóvember 2025 15:30 Stóru tíðindin í fjárhagsáætlun Reykjavíkur 2026–2030 er ekki fögur framtíðarsýn. Meirihluti vinstri flokkanna í borgarstjórn hefur ákveðið að sleppa stýrinu og láta borgarskútuna reka næsta árið. Það er í besta falli kæruleysi. Í versta falli ábyrgðarleysi. Þrátt fyrir óvissu í efnahagslífinu, þrátláta verðbólgu og háan fjármagnskostnað, ákveður meirihlutinn að hætta fyrri aðhaldsaðgerðum og leggja engar nýjar fram. Það er óskiljanlegt, þegar óvissa ríkir bæði um tekjur og rekstur borgarinnar. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi er áætlað að útsvarstekjur borgarinnar verði 156 milljarðar árið 2026 og fasteignagjöld rúmlega 33 milljarðar. En þar á meðal eru um 10 milljarðar í óvissu: fjórir milljarðar vegna sölu byggingarréttar sem við vitum ekki hvort verður úr og um sex milljarðar arðgreiðsla frá Orkuveitu Reykjavíkur sem nú er óvissa um vegna stöðvunar hluta reksturs Norðuráls. Hvar eru hagræðingatillögurnar úr samráðinu? Þrátt fyrir þessa áhættu leggur meirihlutinn fram fjárlög án nokkurrar stefnu í aðhaldi eða hagræðingu. Engar tillögur eru um endurskipulagningu, engin krafa um sparnað í miðlægri stjórnsýslu og engin sýn á hvernig bæta má nýtingu fjármuna. Það er eins og allt sé í góðu lagi, en það er það ekki. Hvar eru hagræðingartillögurnar sem áttu að koma út úr opnu samráði? Verður ekkert gert við þær? Var öll sú vinna bara sýndarmennska? Ég kalla eftir skýringum samstarfsflokkanna um þá vegaleysu að fara í opinbert samráð og gera ekkert við alla þá vinnu. Viðreisn stóð fyrir aðhaldi sem nú hefur verið kastað fyrir róða Frá 2018, á meðan Viðreisn var í meirihluta, voru stöðugar 1% hagræðingarkröfur í rekstri borgarinnar. Þær skiluðu sér í agaðri fjármálastjórn og bættri afkomu. Þegar Viðreisn fór úr meirihlutanum hurfu þær aðgerðir á svipstundu. Það segir margt um forgangsröðun nýs meirihluta og skýrir vel af hverju fjármálin eru að sigla í óvissu. Nú er ekki tími til að láta reka heldur halda fókus Það sem þarf núna er einfalt. Það þarf aga í rekstri borgarinnar. Við verðum að halda áfram hagræðingu, draga úr kostnaði og tryggja að fjármagn nýtist í grunnþjónustu, ekki í nýjar skrifstofur og nefndir. Viðreisn leggur til að: Selja eignir sem borgin þarf ekki fyrir grunnþjónustu. Það felur í sér sölu á fasteignum eins og Tjarnargötu 20, Lindargötu 51 og Iðnó, auk bílastæðahúsa sem borgin rekur á samkeppnismarkaði. Hefja söluferli Malbikunarstöðvarinnar Höfða, sem er í góðum rekstri og tilbúin til sölu. Reykjavíkurborg á ekki að vera í samkeppni á frjálsum markaði. Setja markmið um lækkun launakostnaðar í miðlægri stjórnsýslu úr 8% af heildarstöðugildum í 6% í takt við það sem eðlilegt er hjá sambærilegum stórum fyrirtækjum. Endurskoða fjölda ráða og nefnda og leggja niður Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu og láta ríkinu eftir umgjörð um mannréttindamál. Lækka álagningarhlutfall fasteignagjalda af atvinnuhúsnæði úr 1,6% í 1,55% og huga að samkeppni við önnur sveitarfélög á stór-höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru ekki sársaukafullar aðgerðir, heldur nauðsynlegar leiðir til að tryggja heilbrigðan rekstur til framtíðar. Skynsemi, ekki slagorð Það er kaldhæðnislegt að sjá tvo samstarfsflokka í borginni leggja fram fjárlagsáætlun sem gengur í berhögg við það aðhald í ríkisfjármálum sem sömu flokkar boða á Alþingi. Þar er talað fyrir ráðdeild og ábyrgð en hér í borginni á allt að fljóta áfram. Nú er ekki tími til að missa fókus. Það þarf að sýna ábyrgð í fjármálum borgarinnar, ekki bara ræða um hana. Með sölu eigna, einföldun kerfisins og hagræðingu í rekstri má tryggja að fjármunir borgarbúa nýtist þar sem mest þarf á að halda þ.e í leikskólum, grunnskólum og þjónustu við íbúa. Viðreisn hefur sýnt að það er hægt að reka borgina á ábyrgan hátt á erfiðum tímum. Það er ekki bara spurning um pólitík heldur um virðingu fyrir skattfé borgarbúa. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Stóru tíðindin í fjárhagsáætlun Reykjavíkur 2026–2030 er ekki fögur framtíðarsýn. Meirihluti vinstri flokkanna í borgarstjórn hefur ákveðið að sleppa stýrinu og láta borgarskútuna reka næsta árið. Það er í besta falli kæruleysi. Í versta falli ábyrgðarleysi. Þrátt fyrir óvissu í efnahagslífinu, þrátláta verðbólgu og háan fjármagnskostnað, ákveður meirihlutinn að hætta fyrri aðhaldsaðgerðum og leggja engar nýjar fram. Það er óskiljanlegt, þegar óvissa ríkir bæði um tekjur og rekstur borgarinnar. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi er áætlað að útsvarstekjur borgarinnar verði 156 milljarðar árið 2026 og fasteignagjöld rúmlega 33 milljarðar. En þar á meðal eru um 10 milljarðar í óvissu: fjórir milljarðar vegna sölu byggingarréttar sem við vitum ekki hvort verður úr og um sex milljarðar arðgreiðsla frá Orkuveitu Reykjavíkur sem nú er óvissa um vegna stöðvunar hluta reksturs Norðuráls. Hvar eru hagræðingatillögurnar úr samráðinu? Þrátt fyrir þessa áhættu leggur meirihlutinn fram fjárlög án nokkurrar stefnu í aðhaldi eða hagræðingu. Engar tillögur eru um endurskipulagningu, engin krafa um sparnað í miðlægri stjórnsýslu og engin sýn á hvernig bæta má nýtingu fjármuna. Það er eins og allt sé í góðu lagi, en það er það ekki. Hvar eru hagræðingartillögurnar sem áttu að koma út úr opnu samráði? Verður ekkert gert við þær? Var öll sú vinna bara sýndarmennska? Ég kalla eftir skýringum samstarfsflokkanna um þá vegaleysu að fara í opinbert samráð og gera ekkert við alla þá vinnu. Viðreisn stóð fyrir aðhaldi sem nú hefur verið kastað fyrir róða Frá 2018, á meðan Viðreisn var í meirihluta, voru stöðugar 1% hagræðingarkröfur í rekstri borgarinnar. Þær skiluðu sér í agaðri fjármálastjórn og bættri afkomu. Þegar Viðreisn fór úr meirihlutanum hurfu þær aðgerðir á svipstundu. Það segir margt um forgangsröðun nýs meirihluta og skýrir vel af hverju fjármálin eru að sigla í óvissu. Nú er ekki tími til að láta reka heldur halda fókus Það sem þarf núna er einfalt. Það þarf aga í rekstri borgarinnar. Við verðum að halda áfram hagræðingu, draga úr kostnaði og tryggja að fjármagn nýtist í grunnþjónustu, ekki í nýjar skrifstofur og nefndir. Viðreisn leggur til að: Selja eignir sem borgin þarf ekki fyrir grunnþjónustu. Það felur í sér sölu á fasteignum eins og Tjarnargötu 20, Lindargötu 51 og Iðnó, auk bílastæðahúsa sem borgin rekur á samkeppnismarkaði. Hefja söluferli Malbikunarstöðvarinnar Höfða, sem er í góðum rekstri og tilbúin til sölu. Reykjavíkurborg á ekki að vera í samkeppni á frjálsum markaði. Setja markmið um lækkun launakostnaðar í miðlægri stjórnsýslu úr 8% af heildarstöðugildum í 6% í takt við það sem eðlilegt er hjá sambærilegum stórum fyrirtækjum. Endurskoða fjölda ráða og nefnda og leggja niður Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu og láta ríkinu eftir umgjörð um mannréttindamál. Lækka álagningarhlutfall fasteignagjalda af atvinnuhúsnæði úr 1,6% í 1,55% og huga að samkeppni við önnur sveitarfélög á stór-höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru ekki sársaukafullar aðgerðir, heldur nauðsynlegar leiðir til að tryggja heilbrigðan rekstur til framtíðar. Skynsemi, ekki slagorð Það er kaldhæðnislegt að sjá tvo samstarfsflokka í borginni leggja fram fjárlagsáætlun sem gengur í berhögg við það aðhald í ríkisfjármálum sem sömu flokkar boða á Alþingi. Þar er talað fyrir ráðdeild og ábyrgð en hér í borginni á allt að fljóta áfram. Nú er ekki tími til að missa fókus. Það þarf að sýna ábyrgð í fjármálum borgarinnar, ekki bara ræða um hana. Með sölu eigna, einföldun kerfisins og hagræðingu í rekstri má tryggja að fjármunir borgarbúa nýtist þar sem mest þarf á að halda þ.e í leikskólum, grunnskólum og þjónustu við íbúa. Viðreisn hefur sýnt að það er hægt að reka borgina á ábyrgan hátt á erfiðum tímum. Það er ekki bara spurning um pólitík heldur um virðingu fyrir skattfé borgarbúa. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun