„Að leika í mynd sem Peter Jackson er að gera opnar mjög margar dyr“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. desember 2018 14:30 Hera Hilmarsdóttir gerir það gott í sjónvarps- og kvikmyndabransanum erlendis. fréttablaðið/stefán Hera Hilmarsdóttir er í aðalhlutverki í nýjustu stórmynd Peter Jackson sem verður forsýnd hér á landi í kvöld. „Mig langar að segja að þetta sé ævintýramynd en hún gerist í framtíðinni, svona þrjú þúsund ár fram í tímann,“ segir Hera hjá Ívari Guðmundssyni á Bylgjunni í morgun. „Það hefur verið einhverskonar stríð á okkar tíma og þarna býr fólk öðruvísi. Það býr í borgum sem hreyfast um á hjólum. Í miðri sögu er fylgst með stelpu sem vill drepa manninn sem drap móðir hennar,“ segir Hera sem leikur einmitt þann karakter. Myndin ber nafnið Mortal Engines og kemur í kvikmyndahús um heim allan í desember eða um næstu helgi. Er hún nýjasta afurð Jackson sem best er þekktur fyrir Lord of the Rings myndir sínar.Sjá einnig: Var óviss um að hún væri nógu góð fyrir Ben KingsleyMortal Engines segir frá fjarlægri framtíð þar sem jarðarbúar hafast við á því litla sem eftir er af jörðinni vegna mikilla hamfara. Mannfólkið hefur þar náð að aðlagast þessum hrikalegu aðstæðum.Leikur Hera hlutverk Hester Shaw í myndinni en með önnur hlutverk fara Hugo Weaving og Stephen Lang. Leikstjóri er Christian Rivers, náinn samstarfsmaður Jackson, sem framleiðir myndina. „Mér finnst hún vera ofurhetja í hjartanu en hún er samt ekki alvöru ofurhetja í þeim skilningi. Þetta er í raun saga um konu sem hefur gjörsamlega verið misboðið og er reið og vill hefna sín. Það að leika í mynd sem Peter Jackson er að gera opnar mjög margar dyr og allt í einu eru margir að horfa á það sem þú ert að gera. Ég hef ekki leikið í svona mynd áður, svona vísindaskáldskap.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Heru. Bíó og sjónvarp Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Hera Hilmarsdóttir er í aðalhlutverki í nýjustu stórmynd Peter Jackson sem verður forsýnd hér á landi í kvöld. „Mig langar að segja að þetta sé ævintýramynd en hún gerist í framtíðinni, svona þrjú þúsund ár fram í tímann,“ segir Hera hjá Ívari Guðmundssyni á Bylgjunni í morgun. „Það hefur verið einhverskonar stríð á okkar tíma og þarna býr fólk öðruvísi. Það býr í borgum sem hreyfast um á hjólum. Í miðri sögu er fylgst með stelpu sem vill drepa manninn sem drap móðir hennar,“ segir Hera sem leikur einmitt þann karakter. Myndin ber nafnið Mortal Engines og kemur í kvikmyndahús um heim allan í desember eða um næstu helgi. Er hún nýjasta afurð Jackson sem best er þekktur fyrir Lord of the Rings myndir sínar.Sjá einnig: Var óviss um að hún væri nógu góð fyrir Ben KingsleyMortal Engines segir frá fjarlægri framtíð þar sem jarðarbúar hafast við á því litla sem eftir er af jörðinni vegna mikilla hamfara. Mannfólkið hefur þar náð að aðlagast þessum hrikalegu aðstæðum.Leikur Hera hlutverk Hester Shaw í myndinni en með önnur hlutverk fara Hugo Weaving og Stephen Lang. Leikstjóri er Christian Rivers, náinn samstarfsmaður Jackson, sem framleiðir myndina. „Mér finnst hún vera ofurhetja í hjartanu en hún er samt ekki alvöru ofurhetja í þeim skilningi. Þetta er í raun saga um konu sem hefur gjörsamlega verið misboðið og er reið og vill hefna sín. Það að leika í mynd sem Peter Jackson er að gera opnar mjög margar dyr og allt í einu eru margir að horfa á það sem þú ert að gera. Ég hef ekki leikið í svona mynd áður, svona vísindaskáldskap.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Heru.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira