Starfsfólk Goodyear í Venesúela fær tíu hjólbarða við starfslok Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. desember 2018 15:36 Góðir hjólbarðar eru þarfaþing í Venesúela. Getty/Daniel Acker Hjólbarðaframleiðandinn Goodyear tilkynnti í gær að hann hyggðist loka verksmiðjum sínum í Venesúela vegna bágrar stöðu efnahagsmála í landinu. Verið er að ganga frá starsflokum við allt starfsfólk fyrirtækisins en meðal þess sem starfslokasamningur þess mun kveða á um eru tíu hjólbarðar. Djúp efnahagskreppa hefur leikið Venesúela grátt frá árinu 2014 og hefur verið langvarandi skortur á hvers kyns nauðsynjavörum. Breska ríkisútvarpið tiltekur að fyrir vikið séu hágæðahjólbarðar í miklum metum á svarta markaðnum þar í landi. Hjólbarðarnir tíu sem starfsfólk Goodyear fær eftir uppsögnina séu því ágætis launauppbót á erfiðum tímum. Í yfirlýsingu sem Goodyear sendi frá sér í gær segir að stjórnendum fyrirtækisins þyki það þungbær ákvörðun að þurfa að stöðva starfsemina í Venesúela. Þrátt fyrir heiðarlegar hagræðingartilraunir hafi það þó reynst ómögulegt að halda verksmiðjunum opnum, sökum fyrrnefndrar kreppu og viðskiptaþvingana sem Bandaríkin hafa lagt á Venesúela. Stjórnvöld í Washington hafa sakað Nicolás Maduro, forseta Venesúela, og stjórn hans um margvísleg mannréttindabrot, spillingu og fíkniefnaútflutning. Maduro þvertekur fyrir allt slíkt. Í yfirlýsingu Goodyear kemur jafnframt fram að verið sé að ganga frá starfsflokasamningum við starfsmenn - sem munu meðal annars kveða á um fyrrnefnda hjólbarða. Goodyear bætist í hóp alþjóðlegra fyrirtækja sem sagt hafa skilið við Venesúela á síðastliðnum 4 árum; eins og Kellogg, Kimberley Clark og ýmis flugfélög. Talið er að rúmlega 2,3 milljónir Venesúelamanna hafi yfirgefið landið á sama tímabili. Bílar Suður-Ameríka Tengdar fréttir Kellogg flýr frá Venesúela Bandaríski morgunkornsframleiðandinn Kellogg hefur ákveðið að stöðva framleiðslu sína í Venesúela sökum bágs efnahagsástands landsins. 16. maí 2018 07:57 Kaupandi í Arion sagður fjármagna ofríki með fjárfestingum sínum í Venesúela Goldman Sachs Group hefur gengist við því að hafa keypt venesúelsk skuldabréf á brunaútsölu. 30. maí 2017 15:32 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Hjólbarðaframleiðandinn Goodyear tilkynnti í gær að hann hyggðist loka verksmiðjum sínum í Venesúela vegna bágrar stöðu efnahagsmála í landinu. Verið er að ganga frá starsflokum við allt starfsfólk fyrirtækisins en meðal þess sem starfslokasamningur þess mun kveða á um eru tíu hjólbarðar. Djúp efnahagskreppa hefur leikið Venesúela grátt frá árinu 2014 og hefur verið langvarandi skortur á hvers kyns nauðsynjavörum. Breska ríkisútvarpið tiltekur að fyrir vikið séu hágæðahjólbarðar í miklum metum á svarta markaðnum þar í landi. Hjólbarðarnir tíu sem starfsfólk Goodyear fær eftir uppsögnina séu því ágætis launauppbót á erfiðum tímum. Í yfirlýsingu sem Goodyear sendi frá sér í gær segir að stjórnendum fyrirtækisins þyki það þungbær ákvörðun að þurfa að stöðva starfsemina í Venesúela. Þrátt fyrir heiðarlegar hagræðingartilraunir hafi það þó reynst ómögulegt að halda verksmiðjunum opnum, sökum fyrrnefndrar kreppu og viðskiptaþvingana sem Bandaríkin hafa lagt á Venesúela. Stjórnvöld í Washington hafa sakað Nicolás Maduro, forseta Venesúela, og stjórn hans um margvísleg mannréttindabrot, spillingu og fíkniefnaútflutning. Maduro þvertekur fyrir allt slíkt. Í yfirlýsingu Goodyear kemur jafnframt fram að verið sé að ganga frá starfsflokasamningum við starfsmenn - sem munu meðal annars kveða á um fyrrnefnda hjólbarða. Goodyear bætist í hóp alþjóðlegra fyrirtækja sem sagt hafa skilið við Venesúela á síðastliðnum 4 árum; eins og Kellogg, Kimberley Clark og ýmis flugfélög. Talið er að rúmlega 2,3 milljónir Venesúelamanna hafi yfirgefið landið á sama tímabili.
Bílar Suður-Ameríka Tengdar fréttir Kellogg flýr frá Venesúela Bandaríski morgunkornsframleiðandinn Kellogg hefur ákveðið að stöðva framleiðslu sína í Venesúela sökum bágs efnahagsástands landsins. 16. maí 2018 07:57 Kaupandi í Arion sagður fjármagna ofríki með fjárfestingum sínum í Venesúela Goldman Sachs Group hefur gengist við því að hafa keypt venesúelsk skuldabréf á brunaútsölu. 30. maí 2017 15:32 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Kellogg flýr frá Venesúela Bandaríski morgunkornsframleiðandinn Kellogg hefur ákveðið að stöðva framleiðslu sína í Venesúela sökum bágs efnahagsástands landsins. 16. maí 2018 07:57
Kaupandi í Arion sagður fjármagna ofríki með fjárfestingum sínum í Venesúela Goldman Sachs Group hefur gengist við því að hafa keypt venesúelsk skuldabréf á brunaútsölu. 30. maí 2017 15:32
Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15