Starfsfólk Goodyear í Venesúela fær tíu hjólbarða við starfslok Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. desember 2018 15:36 Góðir hjólbarðar eru þarfaþing í Venesúela. Getty/Daniel Acker Hjólbarðaframleiðandinn Goodyear tilkynnti í gær að hann hyggðist loka verksmiðjum sínum í Venesúela vegna bágrar stöðu efnahagsmála í landinu. Verið er að ganga frá starsflokum við allt starfsfólk fyrirtækisins en meðal þess sem starfslokasamningur þess mun kveða á um eru tíu hjólbarðar. Djúp efnahagskreppa hefur leikið Venesúela grátt frá árinu 2014 og hefur verið langvarandi skortur á hvers kyns nauðsynjavörum. Breska ríkisútvarpið tiltekur að fyrir vikið séu hágæðahjólbarðar í miklum metum á svarta markaðnum þar í landi. Hjólbarðarnir tíu sem starfsfólk Goodyear fær eftir uppsögnina séu því ágætis launauppbót á erfiðum tímum. Í yfirlýsingu sem Goodyear sendi frá sér í gær segir að stjórnendum fyrirtækisins þyki það þungbær ákvörðun að þurfa að stöðva starfsemina í Venesúela. Þrátt fyrir heiðarlegar hagræðingartilraunir hafi það þó reynst ómögulegt að halda verksmiðjunum opnum, sökum fyrrnefndrar kreppu og viðskiptaþvingana sem Bandaríkin hafa lagt á Venesúela. Stjórnvöld í Washington hafa sakað Nicolás Maduro, forseta Venesúela, og stjórn hans um margvísleg mannréttindabrot, spillingu og fíkniefnaútflutning. Maduro þvertekur fyrir allt slíkt. Í yfirlýsingu Goodyear kemur jafnframt fram að verið sé að ganga frá starfsflokasamningum við starfsmenn - sem munu meðal annars kveða á um fyrrnefnda hjólbarða. Goodyear bætist í hóp alþjóðlegra fyrirtækja sem sagt hafa skilið við Venesúela á síðastliðnum 4 árum; eins og Kellogg, Kimberley Clark og ýmis flugfélög. Talið er að rúmlega 2,3 milljónir Venesúelamanna hafi yfirgefið landið á sama tímabili. Bílar Suður-Ameríka Tengdar fréttir Kellogg flýr frá Venesúela Bandaríski morgunkornsframleiðandinn Kellogg hefur ákveðið að stöðva framleiðslu sína í Venesúela sökum bágs efnahagsástands landsins. 16. maí 2018 07:57 Kaupandi í Arion sagður fjármagna ofríki með fjárfestingum sínum í Venesúela Goldman Sachs Group hefur gengist við því að hafa keypt venesúelsk skuldabréf á brunaútsölu. 30. maí 2017 15:32 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Hjólbarðaframleiðandinn Goodyear tilkynnti í gær að hann hyggðist loka verksmiðjum sínum í Venesúela vegna bágrar stöðu efnahagsmála í landinu. Verið er að ganga frá starsflokum við allt starfsfólk fyrirtækisins en meðal þess sem starfslokasamningur þess mun kveða á um eru tíu hjólbarðar. Djúp efnahagskreppa hefur leikið Venesúela grátt frá árinu 2014 og hefur verið langvarandi skortur á hvers kyns nauðsynjavörum. Breska ríkisútvarpið tiltekur að fyrir vikið séu hágæðahjólbarðar í miklum metum á svarta markaðnum þar í landi. Hjólbarðarnir tíu sem starfsfólk Goodyear fær eftir uppsögnina séu því ágætis launauppbót á erfiðum tímum. Í yfirlýsingu sem Goodyear sendi frá sér í gær segir að stjórnendum fyrirtækisins þyki það þungbær ákvörðun að þurfa að stöðva starfsemina í Venesúela. Þrátt fyrir heiðarlegar hagræðingartilraunir hafi það þó reynst ómögulegt að halda verksmiðjunum opnum, sökum fyrrnefndrar kreppu og viðskiptaþvingana sem Bandaríkin hafa lagt á Venesúela. Stjórnvöld í Washington hafa sakað Nicolás Maduro, forseta Venesúela, og stjórn hans um margvísleg mannréttindabrot, spillingu og fíkniefnaútflutning. Maduro þvertekur fyrir allt slíkt. Í yfirlýsingu Goodyear kemur jafnframt fram að verið sé að ganga frá starfsflokasamningum við starfsmenn - sem munu meðal annars kveða á um fyrrnefnda hjólbarða. Goodyear bætist í hóp alþjóðlegra fyrirtækja sem sagt hafa skilið við Venesúela á síðastliðnum 4 árum; eins og Kellogg, Kimberley Clark og ýmis flugfélög. Talið er að rúmlega 2,3 milljónir Venesúelamanna hafi yfirgefið landið á sama tímabili.
Bílar Suður-Ameríka Tengdar fréttir Kellogg flýr frá Venesúela Bandaríski morgunkornsframleiðandinn Kellogg hefur ákveðið að stöðva framleiðslu sína í Venesúela sökum bágs efnahagsástands landsins. 16. maí 2018 07:57 Kaupandi í Arion sagður fjármagna ofríki með fjárfestingum sínum í Venesúela Goldman Sachs Group hefur gengist við því að hafa keypt venesúelsk skuldabréf á brunaútsölu. 30. maí 2017 15:32 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Kellogg flýr frá Venesúela Bandaríski morgunkornsframleiðandinn Kellogg hefur ákveðið að stöðva framleiðslu sína í Venesúela sökum bágs efnahagsástands landsins. 16. maí 2018 07:57
Kaupandi í Arion sagður fjármagna ofríki með fjárfestingum sínum í Venesúela Goldman Sachs Group hefur gengist við því að hafa keypt venesúelsk skuldabréf á brunaútsölu. 30. maí 2017 15:32
Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15