Innlent

Þau vilja stýra heilbrigðisstofnunum á Vesturlandi og Suðurnesjum

Atli Ísleifsson skrifar
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Mynd/Heilbrigðisstofnun suðurnesja
Alls sóttu fjórir um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og sjö um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, en stöðurnar voru auglýstar lausar til umsóknar í síðasta mánuði.

Umsækjendur um stöðu forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vesturlands eru:

  • Kristín Sigríður Þórarinsdóttir, hjúkrunarfræðingur,
  • Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur
  • Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir, hjúkrunarfræðingur
  • Skúli Þórðarson, stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur


Umsækjendur um stöðu forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eru:

  • Ástríður Sigþórsdóttir, heilbrigðisritari
  • Baldur Þórir Guðmundsson, viðskiptafræðingur
  • Guðný Birna Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur B. Sc., MPA í Opinberri Stjórnsýslu
  • Gunnar Alexander Ólafsson, hagfræðingur og stjórnmálafræðingur
  • Markús Ingólfur Eiríksson, PhD í endurskoðun
  • Ólafur Þór Ólafsson, stjórnmálafræðingur, MPA í Opinberri Stjórnsýslu
  • Sigurður Hjörtur Kristjánsson, læknir


Heilbrigðisráðherra mun skipa í embættin að undangengnu mati hæfnisnefndar á umsækjendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×