„Ég er bara meiddur. Með það mikla verki, sem gerir mig óhæfan til að spila handbolta í augnablikinu, það er í raun í grófum dráttum það sem er að,“ sagði Guðjón Valur við Eirík Stefán Ásgeirsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Guðjón Valur þurfti að draga sig úr hópnum í gær, en íslenska liðið hélt út til Þýskalands í morgun.
„Ég hef fundið fyrir þessu í lengri tíma. Ég hef alltaf gefið kost á mér og mætt til leiks þegar ég hef getað og verið fullfær til að spila. Það hefur orðið erfðiara síðustu vikur og mánuði að gleyma þessu og bíta á jaxlinn. Svo í raun komst það á þann stað í Noregi að ég þurfti að játa mig sigraðan í smá tíma.“
Ísland mætir Króatíu í fyrsta leik á föstudaginn. Í riðlinum eru líka Spánn, Makedónía, Barein og Japan. Hverjir eru möguleikar Íslands að mati fyrirliðans?
„Möguleikarnir, spurningin er hvað er raunhæft. Maður getur alltaf látið sig dreyma og á að gera það. Möguleikarnir eru alltaf til staðar, að standa sig vel.“
„Áður en strákarnir fóru bað ég þá um að leggja sig fram og njóta þess að vera í íslenska landsliðinu og spila á stórmótum,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson.
Allt viðtalið má sjá hér að neðan.