Álfurinn í Kópavogi hættur sölu á sígarettum Andri Eysteinsson skrifar 5. janúar 2019 22:06 Nikótínþurfandi Kópavogsbúar þurfa að leita annað en í Álfinn til að finna sér tóbak. Skjáskot/Facebook/Tómas Guðbjartsson Ísbúðin og söluturninn Álfurinn í Kópavogi hefur hætt sölu á sígarettum. Hákon Arnar Sigurbergsson, eigandi Álfsins, segir að ákvörðunin hafi verið tekin útfrá rekstrarlegu sjónarmiði. Lítil álagning á hvern sígarettupakka hafði það í för með sér að ekki eru lengur seldar sígarettur í þessari hverfissjoppu í Kópavogi. Álfurinn, sem stendur gagnstætt Sundlaug Kópavogs, á horni Borgarholtsbrautar og Urðarbrautar, hætti sölu sígarettna fyrir um einum og hálfum mánuði. Hákon Arnar Sigurbergsson, eigandi Álfsins, sagði í samtali við fréttastofu að ákvörðunin hafi blundað í honum undanfarin ár. Hákon segir álagningu á hvern sígarettupakka vera það litla að salan skili sér lítið sem ekkert inn í reksturinn. Álagningin á hvern pakka er ekki nema 50-70kr á hvern pakka segir Hákon og bætir við að á meðan hafi Álfurinn setið uppi með lager af sígarettupökkum upp á hundruð þúsunda.Viðskiptavinir leita enn í ísinn og pylsurnar Hákon segir í samtali við fréttastofu að viðskiptavinir hafi upp til hópa tekið vel í ákvörðunina. Reykingafólk jafnt sem reyklausir hafi gefið sig á tal við hann og hrósað honum fyrir að hafa þorað að taka þessa ákvörðun. Fólk hafi jafnvel sagst ætla að hætta að reykja í ljósi þess að sígarettur séu ekki lengur fáanlegar í hverfissjoppunni. Nær ekkert vesen hefur fylgt ákvörðuninni en að sögn Hákonar hefur bara einn viðskiptavinur brugðist ókvæða við sígarettuleysi Álfsins. Hinn reiði viðskiptavinur fékk þó engar sígarettur þrátt fyrir viðbrögðin en var boðinn velkomin aftur hvenær sem er. Hákon segir að ákvörðunin hafi ekki haft neikvæð áhrif á reksturinn, sígarettuleysið fæli pylsu- og ísþyrsta viðskiptavini ekki frá. „Þetta er eins og með annað,“ segir Hákon, „ef fólk vill sígarettur já eða eitthvað heilsufæði, þá þarf það bara að leita annað“.Skora á fleiri sölustaði til að gera slíkt hið sama Hjarta- og lungnaskurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson er einn þeirra sem hrósar Álfinum fyrir ákvörðunina og segir að fleiri ættu að taka sér hana til fyrirmyndar. Það gerir Hákon einnig og skorar á aðrar sjoppur að hætta sölu tóbaks. Heilbrigðismál Kópavogur Neytendur Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Ísbúðin og söluturninn Álfurinn í Kópavogi hefur hætt sölu á sígarettum. Hákon Arnar Sigurbergsson, eigandi Álfsins, segir að ákvörðunin hafi verið tekin útfrá rekstrarlegu sjónarmiði. Lítil álagning á hvern sígarettupakka hafði það í för með sér að ekki eru lengur seldar sígarettur í þessari hverfissjoppu í Kópavogi. Álfurinn, sem stendur gagnstætt Sundlaug Kópavogs, á horni Borgarholtsbrautar og Urðarbrautar, hætti sölu sígarettna fyrir um einum og hálfum mánuði. Hákon Arnar Sigurbergsson, eigandi Álfsins, sagði í samtali við fréttastofu að ákvörðunin hafi blundað í honum undanfarin ár. Hákon segir álagningu á hvern sígarettupakka vera það litla að salan skili sér lítið sem ekkert inn í reksturinn. Álagningin á hvern pakka er ekki nema 50-70kr á hvern pakka segir Hákon og bætir við að á meðan hafi Álfurinn setið uppi með lager af sígarettupökkum upp á hundruð þúsunda.Viðskiptavinir leita enn í ísinn og pylsurnar Hákon segir í samtali við fréttastofu að viðskiptavinir hafi upp til hópa tekið vel í ákvörðunina. Reykingafólk jafnt sem reyklausir hafi gefið sig á tal við hann og hrósað honum fyrir að hafa þorað að taka þessa ákvörðun. Fólk hafi jafnvel sagst ætla að hætta að reykja í ljósi þess að sígarettur séu ekki lengur fáanlegar í hverfissjoppunni. Nær ekkert vesen hefur fylgt ákvörðuninni en að sögn Hákonar hefur bara einn viðskiptavinur brugðist ókvæða við sígarettuleysi Álfsins. Hinn reiði viðskiptavinur fékk þó engar sígarettur þrátt fyrir viðbrögðin en var boðinn velkomin aftur hvenær sem er. Hákon segir að ákvörðunin hafi ekki haft neikvæð áhrif á reksturinn, sígarettuleysið fæli pylsu- og ísþyrsta viðskiptavini ekki frá. „Þetta er eins og með annað,“ segir Hákon, „ef fólk vill sígarettur já eða eitthvað heilsufæði, þá þarf það bara að leita annað“.Skora á fleiri sölustaði til að gera slíkt hið sama Hjarta- og lungnaskurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson er einn þeirra sem hrósar Álfinum fyrir ákvörðunina og segir að fleiri ættu að taka sér hana til fyrirmyndar. Það gerir Hákon einnig og skorar á aðrar sjoppur að hætta sölu tóbaks.
Heilbrigðismál Kópavogur Neytendur Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira