Líklegt að fleiri hvalastofnar þoli sjálfbærar veiðar Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. janúar 2019 12:00 Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri hvalategundir eins og mælt er með í nýrri skýrslu. Hvalveiðum Íslendinga er einungis beint að stórum hvalastofnum í góðu ástandi en einu tegundirnar sem Íslendinga veiða í dag eru hrefna og langreyður. Veiðarnar byggjast á vísindarannsóknum en þær eru sjálfbærar, undir eftirliti og í samræmi við alþjóðalög. Í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða kemur fram að hvölum hafi fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Skilgreina megi fleiri hvalategundir sem nytjastofna en með þessu er í raun verið að mæla með frekari hvalveiðum. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri tegundir. „Sennilega eru fleiri hvalastofnar en þessir tveir sem myndu þola sjálfbærar veiðar. En til þess að svo megi verða þarf að gera mjög viðamiklar úttektir á ástandi stofna og það hefur ekki verið gert ennþá,“ segir Gísli. Úttektirnar eru gerðar á vettvangi vísindanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins og þær taka nokkur ár. „Þetta hefur í raun virkað þannig að við gerum þetta eftir því sem við erum beðnir um af stjórnvöldum. Ef það er áhugi fyrir því að gera mat á nýjum tegundum þá eru þær teknar inn en hingað til hefur það ekki gerst. Sandreyður var veidd fram að banni Alþjóðahvalveiðiráðsins á níunda áratugnum og hún er ein þeirra tegunda sem ekkert bendir til annars en að sé í góðu ástandi. Síðan má líka nefna hnúfubak sem hefur reyndar verið friðaður mjög lengi en á undanförnum áratugum hefur stofninn stækkað mikið,“ segir Gísli. Í skýrslu Hagfræðistofnunar er einnig fjallað nokkuð um hvalaskoðun en talið er að hvalaskoðun geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. Höfundar telja eðlilegt að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun. Alþjóðahvalveiðiráðið hefur gefið út handbók með verklagsreglum sem miða að því að draga sem mest úr truflunum af völdum hvalaskoðunar. Gísli segir eðlilegt að skoða þetta. „Þetta hefur auðvitað aukist mikið og eru á sömu svæðunum. Víða erlendis hafa verið settar reglur um þetta en oft eru þetta oft reglur sem fyrirtækin sjálf setja, eins og hefur verið gert hér. En þetta er eitthvað sem má skoða fyrir þau svæði þar sem mestur ágangurinn er. Rannsóknir sem gerðar hafa verið í Faxaflóa og í Skjálfanda sýna þessa truflun,“ segir Gísli. Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Sjá meira
Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri hvalategundir eins og mælt er með í nýrri skýrslu. Hvalveiðum Íslendinga er einungis beint að stórum hvalastofnum í góðu ástandi en einu tegundirnar sem Íslendinga veiða í dag eru hrefna og langreyður. Veiðarnar byggjast á vísindarannsóknum en þær eru sjálfbærar, undir eftirliti og í samræmi við alþjóðalög. Í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða kemur fram að hvölum hafi fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Skilgreina megi fleiri hvalategundir sem nytjastofna en með þessu er í raun verið að mæla með frekari hvalveiðum. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri tegundir. „Sennilega eru fleiri hvalastofnar en þessir tveir sem myndu þola sjálfbærar veiðar. En til þess að svo megi verða þarf að gera mjög viðamiklar úttektir á ástandi stofna og það hefur ekki verið gert ennþá,“ segir Gísli. Úttektirnar eru gerðar á vettvangi vísindanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins og þær taka nokkur ár. „Þetta hefur í raun virkað þannig að við gerum þetta eftir því sem við erum beðnir um af stjórnvöldum. Ef það er áhugi fyrir því að gera mat á nýjum tegundum þá eru þær teknar inn en hingað til hefur það ekki gerst. Sandreyður var veidd fram að banni Alþjóðahvalveiðiráðsins á níunda áratugnum og hún er ein þeirra tegunda sem ekkert bendir til annars en að sé í góðu ástandi. Síðan má líka nefna hnúfubak sem hefur reyndar verið friðaður mjög lengi en á undanförnum áratugum hefur stofninn stækkað mikið,“ segir Gísli. Í skýrslu Hagfræðistofnunar er einnig fjallað nokkuð um hvalaskoðun en talið er að hvalaskoðun geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. Höfundar telja eðlilegt að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun. Alþjóðahvalveiðiráðið hefur gefið út handbók með verklagsreglum sem miða að því að draga sem mest úr truflunum af völdum hvalaskoðunar. Gísli segir eðlilegt að skoða þetta. „Þetta hefur auðvitað aukist mikið og eru á sömu svæðunum. Víða erlendis hafa verið settar reglur um þetta en oft eru þetta oft reglur sem fyrirtækin sjálf setja, eins og hefur verið gert hér. En þetta er eitthvað sem má skoða fyrir þau svæði þar sem mestur ágangurinn er. Rannsóknir sem gerðar hafa verið í Faxaflóa og í Skjálfanda sýna þessa truflun,“ segir Gísli.
Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Sjá meira
Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00