Niðurskurður til Hafró „allt of mikið í einu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. janúar 2019 12:11 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, telur að hægt verði að koma í veg fyrir að starfsemi Hafrannsóknarstofnunar raskist vegna niðurskurðarkröfunnar. vísir/vilhelm Sjómannasamband Íslands, VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Félag skipstjórnarmanna og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi skora á stjórnvöld að endurskoða hið fyrsta fyrirhugaðan niðurskurð á fjárframlagi til Hafrannsóknarstofnunar. Sjávarútvegsráðherra segir að brugðist verði við gagnrýni.Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sem félögin fjögur sendu frá sér í morgun. Hafrannsóknastofnun hefur verið gert að skera niður í rekstri sínum um sem nemur ríflega 300 milljónum króna. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist taka undir þau sjónarmið að höggið sé mikið. „Það er ekkert óeðlilegt við það þó að ríkisstofnanir þurfi að taka á sig hagræðingarkröfu en ég segi það og tekur undir með þeim sjónarmiðum sem segja að þetta sé allt of mikið í einu. Þess vegna erum við að leita leiða inn í ráðuneytinu, í málaflokknum, til þess að draga úr þessu höggi sem að óbreyttu yrði fyrir rannsóknarstarfsemi Hafró. Ég hef fulla trú á að við munum varna því og koma í veg fyrir það að starfsemin raskist verulega að öllu óbreyttu,“ segir Kristján Þór.Sjá einnig: Tugum starfsmanna Hafró sagt upp og Bjarna Sæmundssyni lagtForstjóri Hafrannsóknastofnunar hefur sagt að til að mæta hagræðingarkröfunni verði að segja upp á bilinu 20 til 30 starfsmönnum og leggja rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni. „Ég er mjög vongóður um það að þessi 300 milljón króna lækkun gjalda verði ekki - það er að segja að við getum mætt því með öðrum hætti en forstjórinn hefur kynnt. Ég hef fulla trúa á því að okkur muni ganga það að mæta því að verulegu leyti,“ segir Kristján Þór.Ekki í anda Þingvallafundarins Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir ákvörðunina sérstaka. „Það er auðvitað frumforsenda þess að okkur takist að skapa verðmæti úr sjávarauðlindinni að við stundum öflugar hafrannsóknir. Það var nú það sem hefur verið tekið fram, sérstaklega í stjórnarsáttmála og þingsályktun núna á hátíðarfundi á Þingvöllum í sumar, að það ætti að efla hafrannsóknir. Enda leiða þær til beinna, aukinna verðmætasköpunar og af þessum sökum komu þessar fréttir á óvart,“ segir Heiðrún Lind. Alþingi Sjávarútvegur Vísindi Tengdar fréttir Krefjast þess að stjórnvöld falli frá „óskiljanlegri“ ákvörðun Sjómannasamband Íslands, VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Félag skipstjórnarmanna og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi skrifa undir yfirlýsinguna. 10. janúar 2019 10:58 Tugum starfsmanna Hafró sagt upp og Bjarna Sæmundssyni lagt Hafró hefur verið gert að hagræða í rekstri um 303,5 milljónir króna líkt og fram kemur á heimasíðu Hafró. 9. janúar 2019 18:05 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Sjómannasamband Íslands, VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Félag skipstjórnarmanna og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi skora á stjórnvöld að endurskoða hið fyrsta fyrirhugaðan niðurskurð á fjárframlagi til Hafrannsóknarstofnunar. Sjávarútvegsráðherra segir að brugðist verði við gagnrýni.Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sem félögin fjögur sendu frá sér í morgun. Hafrannsóknastofnun hefur verið gert að skera niður í rekstri sínum um sem nemur ríflega 300 milljónum króna. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist taka undir þau sjónarmið að höggið sé mikið. „Það er ekkert óeðlilegt við það þó að ríkisstofnanir þurfi að taka á sig hagræðingarkröfu en ég segi það og tekur undir með þeim sjónarmiðum sem segja að þetta sé allt of mikið í einu. Þess vegna erum við að leita leiða inn í ráðuneytinu, í málaflokknum, til þess að draga úr þessu höggi sem að óbreyttu yrði fyrir rannsóknarstarfsemi Hafró. Ég hef fulla trú á að við munum varna því og koma í veg fyrir það að starfsemin raskist verulega að öllu óbreyttu,“ segir Kristján Þór.Sjá einnig: Tugum starfsmanna Hafró sagt upp og Bjarna Sæmundssyni lagtForstjóri Hafrannsóknastofnunar hefur sagt að til að mæta hagræðingarkröfunni verði að segja upp á bilinu 20 til 30 starfsmönnum og leggja rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni. „Ég er mjög vongóður um það að þessi 300 milljón króna lækkun gjalda verði ekki - það er að segja að við getum mætt því með öðrum hætti en forstjórinn hefur kynnt. Ég hef fulla trúa á því að okkur muni ganga það að mæta því að verulegu leyti,“ segir Kristján Þór.Ekki í anda Þingvallafundarins Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir ákvörðunina sérstaka. „Það er auðvitað frumforsenda þess að okkur takist að skapa verðmæti úr sjávarauðlindinni að við stundum öflugar hafrannsóknir. Það var nú það sem hefur verið tekið fram, sérstaklega í stjórnarsáttmála og þingsályktun núna á hátíðarfundi á Þingvöllum í sumar, að það ætti að efla hafrannsóknir. Enda leiða þær til beinna, aukinna verðmætasköpunar og af þessum sökum komu þessar fréttir á óvart,“ segir Heiðrún Lind.
Alþingi Sjávarútvegur Vísindi Tengdar fréttir Krefjast þess að stjórnvöld falli frá „óskiljanlegri“ ákvörðun Sjómannasamband Íslands, VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Félag skipstjórnarmanna og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi skrifa undir yfirlýsinguna. 10. janúar 2019 10:58 Tugum starfsmanna Hafró sagt upp og Bjarna Sæmundssyni lagt Hafró hefur verið gert að hagræða í rekstri um 303,5 milljónir króna líkt og fram kemur á heimasíðu Hafró. 9. janúar 2019 18:05 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Krefjast þess að stjórnvöld falli frá „óskiljanlegri“ ákvörðun Sjómannasamband Íslands, VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Félag skipstjórnarmanna og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi skrifa undir yfirlýsinguna. 10. janúar 2019 10:58
Tugum starfsmanna Hafró sagt upp og Bjarna Sæmundssyni lagt Hafró hefur verið gert að hagræða í rekstri um 303,5 milljónir króna líkt og fram kemur á heimasíðu Hafró. 9. janúar 2019 18:05