Niðurskurður til Hafró „allt of mikið í einu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. janúar 2019 12:11 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, telur að hægt verði að koma í veg fyrir að starfsemi Hafrannsóknarstofnunar raskist vegna niðurskurðarkröfunnar. vísir/vilhelm Sjómannasamband Íslands, VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Félag skipstjórnarmanna og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi skora á stjórnvöld að endurskoða hið fyrsta fyrirhugaðan niðurskurð á fjárframlagi til Hafrannsóknarstofnunar. Sjávarútvegsráðherra segir að brugðist verði við gagnrýni.Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sem félögin fjögur sendu frá sér í morgun. Hafrannsóknastofnun hefur verið gert að skera niður í rekstri sínum um sem nemur ríflega 300 milljónum króna. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist taka undir þau sjónarmið að höggið sé mikið. „Það er ekkert óeðlilegt við það þó að ríkisstofnanir þurfi að taka á sig hagræðingarkröfu en ég segi það og tekur undir með þeim sjónarmiðum sem segja að þetta sé allt of mikið í einu. Þess vegna erum við að leita leiða inn í ráðuneytinu, í málaflokknum, til þess að draga úr þessu höggi sem að óbreyttu yrði fyrir rannsóknarstarfsemi Hafró. Ég hef fulla trú á að við munum varna því og koma í veg fyrir það að starfsemin raskist verulega að öllu óbreyttu,“ segir Kristján Þór.Sjá einnig: Tugum starfsmanna Hafró sagt upp og Bjarna Sæmundssyni lagtForstjóri Hafrannsóknastofnunar hefur sagt að til að mæta hagræðingarkröfunni verði að segja upp á bilinu 20 til 30 starfsmönnum og leggja rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni. „Ég er mjög vongóður um það að þessi 300 milljón króna lækkun gjalda verði ekki - það er að segja að við getum mætt því með öðrum hætti en forstjórinn hefur kynnt. Ég hef fulla trúa á því að okkur muni ganga það að mæta því að verulegu leyti,“ segir Kristján Þór.Ekki í anda Þingvallafundarins Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir ákvörðunina sérstaka. „Það er auðvitað frumforsenda þess að okkur takist að skapa verðmæti úr sjávarauðlindinni að við stundum öflugar hafrannsóknir. Það var nú það sem hefur verið tekið fram, sérstaklega í stjórnarsáttmála og þingsályktun núna á hátíðarfundi á Þingvöllum í sumar, að það ætti að efla hafrannsóknir. Enda leiða þær til beinna, aukinna verðmætasköpunar og af þessum sökum komu þessar fréttir á óvart,“ segir Heiðrún Lind. Alþingi Sjávarútvegur Vísindi Tengdar fréttir Krefjast þess að stjórnvöld falli frá „óskiljanlegri“ ákvörðun Sjómannasamband Íslands, VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Félag skipstjórnarmanna og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi skrifa undir yfirlýsinguna. 10. janúar 2019 10:58 Tugum starfsmanna Hafró sagt upp og Bjarna Sæmundssyni lagt Hafró hefur verið gert að hagræða í rekstri um 303,5 milljónir króna líkt og fram kemur á heimasíðu Hafró. 9. janúar 2019 18:05 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Sjá meira
Sjómannasamband Íslands, VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Félag skipstjórnarmanna og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi skora á stjórnvöld að endurskoða hið fyrsta fyrirhugaðan niðurskurð á fjárframlagi til Hafrannsóknarstofnunar. Sjávarútvegsráðherra segir að brugðist verði við gagnrýni.Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sem félögin fjögur sendu frá sér í morgun. Hafrannsóknastofnun hefur verið gert að skera niður í rekstri sínum um sem nemur ríflega 300 milljónum króna. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist taka undir þau sjónarmið að höggið sé mikið. „Það er ekkert óeðlilegt við það þó að ríkisstofnanir þurfi að taka á sig hagræðingarkröfu en ég segi það og tekur undir með þeim sjónarmiðum sem segja að þetta sé allt of mikið í einu. Þess vegna erum við að leita leiða inn í ráðuneytinu, í málaflokknum, til þess að draga úr þessu höggi sem að óbreyttu yrði fyrir rannsóknarstarfsemi Hafró. Ég hef fulla trú á að við munum varna því og koma í veg fyrir það að starfsemin raskist verulega að öllu óbreyttu,“ segir Kristján Þór.Sjá einnig: Tugum starfsmanna Hafró sagt upp og Bjarna Sæmundssyni lagtForstjóri Hafrannsóknastofnunar hefur sagt að til að mæta hagræðingarkröfunni verði að segja upp á bilinu 20 til 30 starfsmönnum og leggja rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni. „Ég er mjög vongóður um það að þessi 300 milljón króna lækkun gjalda verði ekki - það er að segja að við getum mætt því með öðrum hætti en forstjórinn hefur kynnt. Ég hef fulla trúa á því að okkur muni ganga það að mæta því að verulegu leyti,“ segir Kristján Þór.Ekki í anda Þingvallafundarins Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir ákvörðunina sérstaka. „Það er auðvitað frumforsenda þess að okkur takist að skapa verðmæti úr sjávarauðlindinni að við stundum öflugar hafrannsóknir. Það var nú það sem hefur verið tekið fram, sérstaklega í stjórnarsáttmála og þingsályktun núna á hátíðarfundi á Þingvöllum í sumar, að það ætti að efla hafrannsóknir. Enda leiða þær til beinna, aukinna verðmætasköpunar og af þessum sökum komu þessar fréttir á óvart,“ segir Heiðrún Lind.
Alþingi Sjávarútvegur Vísindi Tengdar fréttir Krefjast þess að stjórnvöld falli frá „óskiljanlegri“ ákvörðun Sjómannasamband Íslands, VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Félag skipstjórnarmanna og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi skrifa undir yfirlýsinguna. 10. janúar 2019 10:58 Tugum starfsmanna Hafró sagt upp og Bjarna Sæmundssyni lagt Hafró hefur verið gert að hagræða í rekstri um 303,5 milljónir króna líkt og fram kemur á heimasíðu Hafró. 9. janúar 2019 18:05 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Sjá meira
Krefjast þess að stjórnvöld falli frá „óskiljanlegri“ ákvörðun Sjómannasamband Íslands, VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Félag skipstjórnarmanna og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi skrifa undir yfirlýsinguna. 10. janúar 2019 10:58
Tugum starfsmanna Hafró sagt upp og Bjarna Sæmundssyni lagt Hafró hefur verið gert að hagræða í rekstri um 303,5 milljónir króna líkt og fram kemur á heimasíðu Hafró. 9. janúar 2019 18:05