Segir ávinning þess að Sjúkratryggingar niðurgreiði sálfræðikostnað vega upp á móti kostnaði ríkisins Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. janúar 2019 19:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Þingmenn úr öllum flokkum á Alþingi nema Framsókn eru flutningsmenn frumvarps um að ríkið greiði sálfræðikostnað. Formaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er afar ánægð með samstöðuna á þinginu og er vongóð um að málið nái fram að ganga. Verði það að veruleika gæti kostnaðurinn numið hundruðum milljóna króna. Tuttugu og tveir þingmenn á Alþingi eru flutningsmenn frumvarps til laga um að sjúkratryggingar taki til sálfræðimeðferðar og koma þeir úr öllum flokkum nema Framsóknarflokki. Fyrsti flutningamaður frumvarpsins segir gilda ástæðu fyrir því. „Það er mikill vilji meðal Framsóknarmanna að gera þetta. Þetta er nú eins og gengur á þinginu að eðlilega er þingmeirihlutinn varfærnari en ég vil meina að það mikill hugur sem að er jákvæður innan þeirra flokka líka,“ segir Þorgerður. Þorgerður leggur frumvarpið fram á Alþingi morgun og er vongóð um að málið hljóti brautargengi þó hún sé í stjórnarandstöðu. „Ég lít á þetta sem mál alls þingsins af því við erum með þennan breiða stuðning en ég vona bara að þau hugsi með sjálfum sér það skiptir ekki máli hvaðan gott kemur,“ segir Þorgerður. Í greinagerð með frumvarpinu kemur m.a. fram að samkvæmt upplýsingum Hagstofu telja um 33% fólks sig ekki hafa efni á geðheilbrigðisþjónustu og samkvæmt evrópskri heilsufarsrannsókn frá árinu 2015 mældust fleiri ungar konur með þunglyndiseinkenni á Íslandi en í nokkru öðru Evrópuríki.Algengasta dánarorsök íslenskra karlmanna á aldrinum 18–25 ára eru sjálfsvíg, en árlega deyja um sex karlmenn á þeim aldri af þeim völdum. Rekja má brotthvarf íslenskra háskólanema úr háskólum að miklu leyti til slæmrar geðheilsu. Stærstur hluti örorkubóta er greiddur vegna geðrænna veikinda fólks. Árið 2017 höfðu því 18% allra kvenna á Íslandi fengið ávísað þunglyndislyfjum og rúmlega 10% allra karla og samkvæmt upplýsingum frá Landlækni hafa Íslendingar notað 37% meira af svefnlyfjum en næsta Norðurlandaþjóð, Svíþjóð. Alma Möller Landlæknir sagði í samtali við fréttastofu að henni lítist vel á að sjálfræðiþjónusta fari undir sama hatt og önnur heilbrigðisþjónusta. Þá sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra jákvætt að frumvarpið komi til kasta þingsins og mikilvægt sé að ræða skipulag kaup ríkisins á sérfræðiþjónustu í heilbrigðiskerfinu. Það þurfi hins vegar að vera vel skilgreint hvers konar þjónusta er keypt og, hvert skipulag hennar eigi að vera. Það sjónarmið verði skoðað gaumgæfilega í umræðum um heilbrigðisstefnu til framtíðar í meðförum þingsins. Þorgerður Katrín telur viðbrögð heilbrigðisráðherra jákvæð. „Ég vil fagna því sérstaklega að heilbrigðisráðherra hefur tekið jákvætt í málið og ég efa það ekki að hún sé að skoða málið gaumgæfilega innan sinnar heilbrigðisstefnu,“ segir Þorgerður. Hún segir að verði frumvarpið að lögum sé gert ráð fyrir talsverðum kostnaði en ávinningurinn vegi uppá móti. „Ja það hleypur á hundruðum milljóna króna upphaflega,“ segir Þorgerður Katrín. Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Þingmenn úr öllum flokkum á Alþingi nema Framsókn eru flutningsmenn frumvarps um að ríkið greiði sálfræðikostnað. Formaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er afar ánægð með samstöðuna á þinginu og er vongóð um að málið nái fram að ganga. Verði það að veruleika gæti kostnaðurinn numið hundruðum milljóna króna. Tuttugu og tveir þingmenn á Alþingi eru flutningsmenn frumvarps til laga um að sjúkratryggingar taki til sálfræðimeðferðar og koma þeir úr öllum flokkum nema Framsóknarflokki. Fyrsti flutningamaður frumvarpsins segir gilda ástæðu fyrir því. „Það er mikill vilji meðal Framsóknarmanna að gera þetta. Þetta er nú eins og gengur á þinginu að eðlilega er þingmeirihlutinn varfærnari en ég vil meina að það mikill hugur sem að er jákvæður innan þeirra flokka líka,“ segir Þorgerður. Þorgerður leggur frumvarpið fram á Alþingi morgun og er vongóð um að málið hljóti brautargengi þó hún sé í stjórnarandstöðu. „Ég lít á þetta sem mál alls þingsins af því við erum með þennan breiða stuðning en ég vona bara að þau hugsi með sjálfum sér það skiptir ekki máli hvaðan gott kemur,“ segir Þorgerður. Í greinagerð með frumvarpinu kemur m.a. fram að samkvæmt upplýsingum Hagstofu telja um 33% fólks sig ekki hafa efni á geðheilbrigðisþjónustu og samkvæmt evrópskri heilsufarsrannsókn frá árinu 2015 mældust fleiri ungar konur með þunglyndiseinkenni á Íslandi en í nokkru öðru Evrópuríki.Algengasta dánarorsök íslenskra karlmanna á aldrinum 18–25 ára eru sjálfsvíg, en árlega deyja um sex karlmenn á þeim aldri af þeim völdum. Rekja má brotthvarf íslenskra háskólanema úr háskólum að miklu leyti til slæmrar geðheilsu. Stærstur hluti örorkubóta er greiddur vegna geðrænna veikinda fólks. Árið 2017 höfðu því 18% allra kvenna á Íslandi fengið ávísað þunglyndislyfjum og rúmlega 10% allra karla og samkvæmt upplýsingum frá Landlækni hafa Íslendingar notað 37% meira af svefnlyfjum en næsta Norðurlandaþjóð, Svíþjóð. Alma Möller Landlæknir sagði í samtali við fréttastofu að henni lítist vel á að sjálfræðiþjónusta fari undir sama hatt og önnur heilbrigðisþjónusta. Þá sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra jákvætt að frumvarpið komi til kasta þingsins og mikilvægt sé að ræða skipulag kaup ríkisins á sérfræðiþjónustu í heilbrigðiskerfinu. Það þurfi hins vegar að vera vel skilgreint hvers konar þjónusta er keypt og, hvert skipulag hennar eigi að vera. Það sjónarmið verði skoðað gaumgæfilega í umræðum um heilbrigðisstefnu til framtíðar í meðförum þingsins. Þorgerður Katrín telur viðbrögð heilbrigðisráðherra jákvæð. „Ég vil fagna því sérstaklega að heilbrigðisráðherra hefur tekið jákvætt í málið og ég efa það ekki að hún sé að skoða málið gaumgæfilega innan sinnar heilbrigðisstefnu,“ segir Þorgerður. Hún segir að verði frumvarpið að lögum sé gert ráð fyrir talsverðum kostnaði en ávinningurinn vegi uppá móti. „Ja það hleypur á hundruðum milljóna króna upphaflega,“ segir Þorgerður Katrín.
Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?