Ritskoðunarkrafa og margvísleg viðbrögð við henni Gísli Gunnarsson skrifar 24. janúar 2019 07:30 Í Fréttablaðinu 17. janúar sl. birtist grein eftir Láru Magnúsardóttur sem bar heitið „Um gildar ástæður gyðingaofsókna og Vísindavef Háskóla Íslands“. Þar var til umræðu grein sem ég skrifaði fyrir Vísindavef Háskóla Íslands 2001, eða fyrir tæpum 18 árum. Heiti Vísindavefsgreinarinnar var: „Hvers vegna hafa Gyðingar verið ofsóttir í gegnum aldirnar“ Tilefni þess að grein þessi er til umræðu var beiðni bandarísks háskólakennara um að hún yrði fjarlægð af Vísindavefnum. Beiðnin mun hafa borist seint í desember sl. og ítrekuð nú í janúar. Í öll þessi ár frá birtingu greinarinnar í maí 2001 hefur slík beiðni aldrei borist fyrr. Í ljós kom og að sú sem beiðnina kom með, vildi ekki að ég sæi hana eða rökin fyrir því að hún yrði fjarlægð, sbr. bréf hennar til fjölmiðla íslenskra 11. janúar sl. en þar mótmælti hún að ritstjórn vefsins hafði sýnt mér, höfundinum, beiðnina um að greinin yrði fjarlægð. Ritstjórnin taldi hins vegar skyldu sína að segja mér frá þessari sérstöku beiðni og gerði það með tölvupósti 9. janúar sl. Hins vegar sá ég engin rök fyrir því að greinin yrði fjarlægð á þessu stigi málsins enda voru þau sögð vera trúnaðarmál. Mér brá því að sjá beiðnina. Ég skýrði því frá henni samdægurs með færslu á síðu minni á „facebook“. Þessi færsla vakti mjög mikla athygli, rúmlega 200 manns lýstu skoðun sinni á henni, nær allir fordæmdu á einn veg eða annan þessa beiðni um ritskoðun. Á netinu skýrðu fjölmiðlar frá beiðninni. Þegar hér var komið var ekki lengur fært að þegja um rökin fyrir beiðninni og las ég þau um kvöldið 11. janúar. Ég sá strax að auðvelt yrði að endurskoða greinina til að mæta helstu efnisatriðum í beiðni kröfuhafa og sendi ég viðkomandi tölvupóst þar sem ég skýrði frá fyrirhugaðri efnisendurskoðun. Raunar er fátt eðlilegra en að endurskoða of stuttar 18 ára gamlar greinar! Daginn eftir, 12. janúar, barst mér í tölvupósti svar þar sem viðkomandi háskólakennari vestanhafs lýsti sig ánægðan með þennan framgangsmáta. Ég hóf þá endurritunina sem lauk 14. janúar og sem birtist á Vísindavefnum að morgni 15. janúar. Endurritunin fólst einkum í tvennu. Ég fjarlægði nokkur orð í fyrsta hluta greinarinnar sem auðveldlega mátti misskilja og setti önnur í staðinn, orð sem ekki gátu sært. Sá efnishluti var þar að öðru leyti óbreyttur. En einnig bætti ég við nýju efni í síðasta hlutanum þar sem ég taldi að ég hefði ekki gert tímanum frá 18. öld nógu góð skil í upphaflegu greininni. Ég tel að með þessari nýju útgáfu greinarinnar hafi öllum kröfum háskólakennarans bandaríska verið tekið sómasamlega. Er það og álit þeirra sem greinina hafa lesið í nýja forminu. En það er óneitanlega undarlegt hver framgangsmátinn í umræddri kröfu var. Hvers vegna hafði umræddur kvörtunaraðili ekki beint samband við mig og hvers vegna mátti ég ekki sjá beiðni hennar? Lára Magnúsardóttir víkur nokkuð að Vísindavefsgreininni frá 2001 en hefur augsýnilega ekki lesið greinina í núverandi formi. Var henni þó bent á þetta en hún hafði það að engu. Í framhaldi af því fer hún að velta fyrir sér ýmsu um mig sem fræðimann og áhugamann um stjórnmál. Allt eru þetta sértækar ályktanir hennar sem eru í meginatriðum rangar, ég þekki mig ekki hvorki sem fræðimann né áhugamann um samfélag okkar í ímyndunarveruleika hennar. Nenni ég því ég ekki að elta ólar við þær í smáatriðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 17. janúar sl. birtist grein eftir Láru Magnúsardóttur sem bar heitið „Um gildar ástæður gyðingaofsókna og Vísindavef Háskóla Íslands“. Þar var til umræðu grein sem ég skrifaði fyrir Vísindavef Háskóla Íslands 2001, eða fyrir tæpum 18 árum. Heiti Vísindavefsgreinarinnar var: „Hvers vegna hafa Gyðingar verið ofsóttir í gegnum aldirnar“ Tilefni þess að grein þessi er til umræðu var beiðni bandarísks háskólakennara um að hún yrði fjarlægð af Vísindavefnum. Beiðnin mun hafa borist seint í desember sl. og ítrekuð nú í janúar. Í öll þessi ár frá birtingu greinarinnar í maí 2001 hefur slík beiðni aldrei borist fyrr. Í ljós kom og að sú sem beiðnina kom með, vildi ekki að ég sæi hana eða rökin fyrir því að hún yrði fjarlægð, sbr. bréf hennar til fjölmiðla íslenskra 11. janúar sl. en þar mótmælti hún að ritstjórn vefsins hafði sýnt mér, höfundinum, beiðnina um að greinin yrði fjarlægð. Ritstjórnin taldi hins vegar skyldu sína að segja mér frá þessari sérstöku beiðni og gerði það með tölvupósti 9. janúar sl. Hins vegar sá ég engin rök fyrir því að greinin yrði fjarlægð á þessu stigi málsins enda voru þau sögð vera trúnaðarmál. Mér brá því að sjá beiðnina. Ég skýrði því frá henni samdægurs með færslu á síðu minni á „facebook“. Þessi færsla vakti mjög mikla athygli, rúmlega 200 manns lýstu skoðun sinni á henni, nær allir fordæmdu á einn veg eða annan þessa beiðni um ritskoðun. Á netinu skýrðu fjölmiðlar frá beiðninni. Þegar hér var komið var ekki lengur fært að þegja um rökin fyrir beiðninni og las ég þau um kvöldið 11. janúar. Ég sá strax að auðvelt yrði að endurskoða greinina til að mæta helstu efnisatriðum í beiðni kröfuhafa og sendi ég viðkomandi tölvupóst þar sem ég skýrði frá fyrirhugaðri efnisendurskoðun. Raunar er fátt eðlilegra en að endurskoða of stuttar 18 ára gamlar greinar! Daginn eftir, 12. janúar, barst mér í tölvupósti svar þar sem viðkomandi háskólakennari vestanhafs lýsti sig ánægðan með þennan framgangsmáta. Ég hóf þá endurritunina sem lauk 14. janúar og sem birtist á Vísindavefnum að morgni 15. janúar. Endurritunin fólst einkum í tvennu. Ég fjarlægði nokkur orð í fyrsta hluta greinarinnar sem auðveldlega mátti misskilja og setti önnur í staðinn, orð sem ekki gátu sært. Sá efnishluti var þar að öðru leyti óbreyttur. En einnig bætti ég við nýju efni í síðasta hlutanum þar sem ég taldi að ég hefði ekki gert tímanum frá 18. öld nógu góð skil í upphaflegu greininni. Ég tel að með þessari nýju útgáfu greinarinnar hafi öllum kröfum háskólakennarans bandaríska verið tekið sómasamlega. Er það og álit þeirra sem greinina hafa lesið í nýja forminu. En það er óneitanlega undarlegt hver framgangsmátinn í umræddri kröfu var. Hvers vegna hafði umræddur kvörtunaraðili ekki beint samband við mig og hvers vegna mátti ég ekki sjá beiðni hennar? Lára Magnúsardóttir víkur nokkuð að Vísindavefsgreininni frá 2001 en hefur augsýnilega ekki lesið greinina í núverandi formi. Var henni þó bent á þetta en hún hafði það að engu. Í framhaldi af því fer hún að velta fyrir sér ýmsu um mig sem fræðimann og áhugamann um stjórnmál. Allt eru þetta sértækar ályktanir hennar sem eru í meginatriðum rangar, ég þekki mig ekki hvorki sem fræðimann né áhugamann um samfélag okkar í ímyndunarveruleika hennar. Nenni ég því ég ekki að elta ólar við þær í smáatriðum.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar