Teitur: Man eftir þegar að ég hitti Karabatic Tómas Þór Þórðarson í Köln skrifar 23. janúar 2019 10:00 Teitur Örn Einarsson er búinn að spila mikið á HM. vísir/getty Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta ljúka leik í dag á HM 2019 í handbolta þegar að þeir mæta Brasilíu í milliriðli 1 í Köln. Strákarnir eru búnir að vera í tveggja daga pásu eftir að spila sex leiki á átta dögum sem að Guðmundur Guðmundsson hefur gagnrýnt harkalega og því var algjöri frídagurinn á mánudaginn kærkominn. „Við sváfum út og fengum okkur gott að borða. Það var ekki mikið meira gert. Það var voðalega þægilegt að þurfa ekki að hugsa um handbolta í einn dag. Við Haukur, frændurnir, höfðum það notalegt saman,“ segir Teitur Örn Einarsson, skytta íslenska liðsins. Móðir Teits setti skemmtilega mynd á Facebook-síðu sína af syninum og Nikola Karabatic, leikmanni franska liðsins, sem er tíu ára gömul. Karabatic deildi myndinni á opinberri Facebook-síðu sinni og hafði gaman að. „Ég man nú enn þá eftir þessum leik. Ég mætti nú meira að segja í Frakklandsbúningnum í Laugardalshöllina. Pabbi hljóp með mér á eftir Karabatic inn að klefunum til að fá mynd. Það er skemmtilegt að vera að reyna að berja á honum tíu árum seinna,“ segir Teitur, en hvað er hann helst búinn að læra á HM? „Þeir eru þyngri en maður heldur og maður gerir sér grein fyrir. Ég tel mig samt hafa fulla stjórn á þessu hérna,“ segir hann. „Það er að koma sér inn á þetta stóra svið og spila á móti svona ógeðslega góðum liðum eins og Þýskalandi og Frakklandi. Það er svo mikilvægt að fá að spila þessa leiki. Það er allt annar hraði og allt önnur harka. Þetta eru mikilvægar mínútur sem maður er að fá hérna.“ „Maður þarf alltaf að gera allt 150 prósent til að koma boltanum í markið. Ef maður gerir eitthvað 50 prósent er ekki séns að maður skori,“ segir Teitur Örn Einarsson.Klippa: Teitur Örn - Þarf að gera allt 150 prósent HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Nýliðarnir lært margt á HM: Miklu meiri hraði en heima í Val Ýmir Örn Gíslason viðurkennir að hann á margt eftir ólært en nýtir hverja mínútu á HM. 22. janúar 2019 19:30 Óvinur þjóðarinnar sem hjálpaði Gísla að flytja fær að sjá tístin Gísli Þorgeir Kristjánsson spilar með línumanninnum Patrick Wiencek sem fór illa með íslenska liðið. 23. janúar 2019 08:00 Guðmundur: Þetta er algjörlega glórulaust Landsliðsþjálfarinn skilur ekki hvernig er verið að fara með leikmennina á HM. 22. janúar 2019 19:00 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta ljúka leik í dag á HM 2019 í handbolta þegar að þeir mæta Brasilíu í milliriðli 1 í Köln. Strákarnir eru búnir að vera í tveggja daga pásu eftir að spila sex leiki á átta dögum sem að Guðmundur Guðmundsson hefur gagnrýnt harkalega og því var algjöri frídagurinn á mánudaginn kærkominn. „Við sváfum út og fengum okkur gott að borða. Það var ekki mikið meira gert. Það var voðalega þægilegt að þurfa ekki að hugsa um handbolta í einn dag. Við Haukur, frændurnir, höfðum það notalegt saman,“ segir Teitur Örn Einarsson, skytta íslenska liðsins. Móðir Teits setti skemmtilega mynd á Facebook-síðu sína af syninum og Nikola Karabatic, leikmanni franska liðsins, sem er tíu ára gömul. Karabatic deildi myndinni á opinberri Facebook-síðu sinni og hafði gaman að. „Ég man nú enn þá eftir þessum leik. Ég mætti nú meira að segja í Frakklandsbúningnum í Laugardalshöllina. Pabbi hljóp með mér á eftir Karabatic inn að klefunum til að fá mynd. Það er skemmtilegt að vera að reyna að berja á honum tíu árum seinna,“ segir Teitur, en hvað er hann helst búinn að læra á HM? „Þeir eru þyngri en maður heldur og maður gerir sér grein fyrir. Ég tel mig samt hafa fulla stjórn á þessu hérna,“ segir hann. „Það er að koma sér inn á þetta stóra svið og spila á móti svona ógeðslega góðum liðum eins og Þýskalandi og Frakklandi. Það er svo mikilvægt að fá að spila þessa leiki. Það er allt annar hraði og allt önnur harka. Þetta eru mikilvægar mínútur sem maður er að fá hérna.“ „Maður þarf alltaf að gera allt 150 prósent til að koma boltanum í markið. Ef maður gerir eitthvað 50 prósent er ekki séns að maður skori,“ segir Teitur Örn Einarsson.Klippa: Teitur Örn - Þarf að gera allt 150 prósent
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Nýliðarnir lært margt á HM: Miklu meiri hraði en heima í Val Ýmir Örn Gíslason viðurkennir að hann á margt eftir ólært en nýtir hverja mínútu á HM. 22. janúar 2019 19:30 Óvinur þjóðarinnar sem hjálpaði Gísla að flytja fær að sjá tístin Gísli Þorgeir Kristjánsson spilar með línumanninnum Patrick Wiencek sem fór illa með íslenska liðið. 23. janúar 2019 08:00 Guðmundur: Þetta er algjörlega glórulaust Landsliðsþjálfarinn skilur ekki hvernig er verið að fara með leikmennina á HM. 22. janúar 2019 19:00 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Nýliðarnir lært margt á HM: Miklu meiri hraði en heima í Val Ýmir Örn Gíslason viðurkennir að hann á margt eftir ólært en nýtir hverja mínútu á HM. 22. janúar 2019 19:30
Óvinur þjóðarinnar sem hjálpaði Gísla að flytja fær að sjá tístin Gísli Þorgeir Kristjánsson spilar með línumanninnum Patrick Wiencek sem fór illa með íslenska liðið. 23. janúar 2019 08:00
Guðmundur: Þetta er algjörlega glórulaust Landsliðsþjálfarinn skilur ekki hvernig er verið að fara með leikmennina á HM. 22. janúar 2019 19:00