Valkostur fyrir viðskiptalífið Agla Eir Vilhjálmsdóttir skrifar 30. janúar 2019 07:00 Norræni gerðardómsdagurinn (e. Nordic Arbitration day) var haldinn í fyrsta sinn í Stokkhólmi þann 18. janúar síðastliðinn. Markmið ráðstefnunnar var að koma gerðardómsrétti á Norðurlöndunum á framfæri og skapa tengsl milli lögfræðinga sem starfa á þessu sviði. Að deginum stóðu ung-gerðardómsfélögin á Norðurlöndunum og áttu Íslendingar fulltrúa í skipulagningu dagsins. Á dagskrá ráðstefnunnar voru áhugaverð erindi um þau málefni sem efst eru á baugi í alþjóðlegum gerðardómsrétti og þá sérstaklega sem snúa að Norðurlöndunum. Ánægjulegt er að sjá hversu framarlega Norðurlöndin standa á þessu sviði, en gerðarmeðferð er þó langt því frá jafn algeng hérlendis og í nágrannalöndunum. Í Svíþjóð er þróun gerðardómsréttar komin hvað lengst á Norðurlöndunum, og er talið að 80% allra viðskiptatengdra ágreiningsmála á milli einkaaðila fari fyrir gerðardóm þar í landi. Þegar kemur að úrlausn deilumála er gerðarmeðferð raunhæfur valkostur sem þjónar oft hagsmunum samningsaðila betur en hin almenna dómstólaleið. Þrátt fyrir að standa ekki jafnfætis Norðurlöndunum hefur gerðarmeðferð í vaxandi mæli orðið fyrir valinu hérlendis á síðustu árum. Þetta stafar ekki síst af aukinni vitund um þá fjölmörgu kosti sem fylgja því að fara með mál fyrir gerðardóm í stað hinna almennu dómstóla. Sá trúnaður sem ríkir og skilvirkni málsmeðferðarinnar skipta þar höfuðmáli, en málsaðilar hafa vitaskuld verulegra hagsmuna að gæta af því að fá ágreining leystan sem fyrst. Eitt af umræðuefnum norræna gerðardómsdagsins sneri að þeim tvenns konar gerðarmeðferðum sem tíðkast, annars vegar einstaklega ákveðin gerðarmeðferð (e. ad-hoc arbitration), en slíkt krefst mikillar þekkingar á gerðardómsrétti þar sem aðilar þurfa að semja sérstaklega um málsmeðferðarreglur og umgjörð. Hins vegar er það sú gerðarmeðferð sem er mun algengari á Norðurlöndunum, sem og annars staðar, þar sem notast er við gerðardómsstofnanir, sambærilegar Gerðardómi Viðskiptaráðs Íslands (e. Nordic Arbitration Centre), sem er eina gerðardómsstofnunin á Íslandi.Af hverju gerðardómsmeðferð? Málsmeðferð fyrir dómstólum getur tekið langan tíma, með tilheyrandi kostnaði. Algengt er að málsmeðferð fyrir héraðsdómstólum taki hið minnsta níu mánuði og enn lengri tíma þegar mál eru flókin og umfangsmikil. Að ógleymdum tveimur öðrum dómstigum. Á móti kemur að úrlausn gerðardóms liggur almennt fyrir innan sex mánaða frá því að mál hefst og er sú úrlausn endanleg, þannig að ekki er hægt að áfrýja henni til æðra dómstigs, sem felur í sér ákveðið hagræði. Sé ágreiningsefnið eða þeir hagsmunir sem eru í húfi þess eðlis að mikilvægt sé að fá skjóta úrlausn getur því verið mun hentugra að leita til gerðardóms með ágreininginn. Trúnaður gerðarmeðferðar aðgreinir hana einnig skýrlega frá málsmeðferð fyrir dómstólum, en trúnaður gildir um gerðarmeðferðina og dómar eru ekki birtir opinberlega nema aðilar semji um slíkt, ólíkt því sem gengur og gerist fyrir almennum dómstólum. Málsmeðferð fyrir gerðardómi er þar að auki sveigjanlegri en fyrir almennum dómstólum. Aðilar geta til að mynda samið um gagnaframlagningu og sönnunarfærslu, ásamt því að tilnefna gerðarmann og síðast en ekki síst leiða sérfræðivitni fyrir dóminn en íslenskir dómstólar hafa ekki heimilað málsaðilum að kalla sérfræðivitni fyrir dóm. Þessu síðastnefnda atriði getur fylgt mikið kostnaðarhagræði þar sem matsgerðir og yfirmatsgerðir eru með kostnaðarsamari liðum hérlendra dómsmála. Með vaxandi álagi á dómstóla og sérhæfðari ágreiningsmálum eru fyrirtæki og einstaklingar í auknum mæli að átta sig á kostum þess að leysa úr ágreiningsmálum fyrir gerðardómi. Það er því óskandi að vegur gerðardómsréttar haldi áfram að vaxa og dafna hér á landi og í átt að því sem gengur og gerist á Norðurlöndunum, þar sem gerðardómsréttur hefur öðlast sterka fótfestu og er að jafnaði fyrsti valkostur í viðskiptatengdum ágreiningi.Höfundur er sérfræðingur á lögfræðisviði Viðskiptaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agla Eir Vilhjálmsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Norræni gerðardómsdagurinn (e. Nordic Arbitration day) var haldinn í fyrsta sinn í Stokkhólmi þann 18. janúar síðastliðinn. Markmið ráðstefnunnar var að koma gerðardómsrétti á Norðurlöndunum á framfæri og skapa tengsl milli lögfræðinga sem starfa á þessu sviði. Að deginum stóðu ung-gerðardómsfélögin á Norðurlöndunum og áttu Íslendingar fulltrúa í skipulagningu dagsins. Á dagskrá ráðstefnunnar voru áhugaverð erindi um þau málefni sem efst eru á baugi í alþjóðlegum gerðardómsrétti og þá sérstaklega sem snúa að Norðurlöndunum. Ánægjulegt er að sjá hversu framarlega Norðurlöndin standa á þessu sviði, en gerðarmeðferð er þó langt því frá jafn algeng hérlendis og í nágrannalöndunum. Í Svíþjóð er þróun gerðardómsréttar komin hvað lengst á Norðurlöndunum, og er talið að 80% allra viðskiptatengdra ágreiningsmála á milli einkaaðila fari fyrir gerðardóm þar í landi. Þegar kemur að úrlausn deilumála er gerðarmeðferð raunhæfur valkostur sem þjónar oft hagsmunum samningsaðila betur en hin almenna dómstólaleið. Þrátt fyrir að standa ekki jafnfætis Norðurlöndunum hefur gerðarmeðferð í vaxandi mæli orðið fyrir valinu hérlendis á síðustu árum. Þetta stafar ekki síst af aukinni vitund um þá fjölmörgu kosti sem fylgja því að fara með mál fyrir gerðardóm í stað hinna almennu dómstóla. Sá trúnaður sem ríkir og skilvirkni málsmeðferðarinnar skipta þar höfuðmáli, en málsaðilar hafa vitaskuld verulegra hagsmuna að gæta af því að fá ágreining leystan sem fyrst. Eitt af umræðuefnum norræna gerðardómsdagsins sneri að þeim tvenns konar gerðarmeðferðum sem tíðkast, annars vegar einstaklega ákveðin gerðarmeðferð (e. ad-hoc arbitration), en slíkt krefst mikillar þekkingar á gerðardómsrétti þar sem aðilar þurfa að semja sérstaklega um málsmeðferðarreglur og umgjörð. Hins vegar er það sú gerðarmeðferð sem er mun algengari á Norðurlöndunum, sem og annars staðar, þar sem notast er við gerðardómsstofnanir, sambærilegar Gerðardómi Viðskiptaráðs Íslands (e. Nordic Arbitration Centre), sem er eina gerðardómsstofnunin á Íslandi.Af hverju gerðardómsmeðferð? Málsmeðferð fyrir dómstólum getur tekið langan tíma, með tilheyrandi kostnaði. Algengt er að málsmeðferð fyrir héraðsdómstólum taki hið minnsta níu mánuði og enn lengri tíma þegar mál eru flókin og umfangsmikil. Að ógleymdum tveimur öðrum dómstigum. Á móti kemur að úrlausn gerðardóms liggur almennt fyrir innan sex mánaða frá því að mál hefst og er sú úrlausn endanleg, þannig að ekki er hægt að áfrýja henni til æðra dómstigs, sem felur í sér ákveðið hagræði. Sé ágreiningsefnið eða þeir hagsmunir sem eru í húfi þess eðlis að mikilvægt sé að fá skjóta úrlausn getur því verið mun hentugra að leita til gerðardóms með ágreininginn. Trúnaður gerðarmeðferðar aðgreinir hana einnig skýrlega frá málsmeðferð fyrir dómstólum, en trúnaður gildir um gerðarmeðferðina og dómar eru ekki birtir opinberlega nema aðilar semji um slíkt, ólíkt því sem gengur og gerist fyrir almennum dómstólum. Málsmeðferð fyrir gerðardómi er þar að auki sveigjanlegri en fyrir almennum dómstólum. Aðilar geta til að mynda samið um gagnaframlagningu og sönnunarfærslu, ásamt því að tilnefna gerðarmann og síðast en ekki síst leiða sérfræðivitni fyrir dóminn en íslenskir dómstólar hafa ekki heimilað málsaðilum að kalla sérfræðivitni fyrir dóm. Þessu síðastnefnda atriði getur fylgt mikið kostnaðarhagræði þar sem matsgerðir og yfirmatsgerðir eru með kostnaðarsamari liðum hérlendra dómsmála. Með vaxandi álagi á dómstóla og sérhæfðari ágreiningsmálum eru fyrirtæki og einstaklingar í auknum mæli að átta sig á kostum þess að leysa úr ágreiningsmálum fyrir gerðardómi. Það er því óskandi að vegur gerðardómsréttar haldi áfram að vaxa og dafna hér á landi og í átt að því sem gengur og gerist á Norðurlöndunum, þar sem gerðardómsréttur hefur öðlast sterka fótfestu og er að jafnaði fyrsti valkostur í viðskiptatengdum ágreiningi.Höfundur er sérfræðingur á lögfræðisviði Viðskiptaráðs
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun