Vill fara fram hjá þinginu og byggja múrinn sjálfur Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2019 15:30 Starfsmenn Trump í Hvíta húsinu hafa undirbúið neyðarástandsyfirlýsingu á undanförnum vikum og kemur það enn til greina en verið er að leita annarra leiða. AP/Carolyn Kaster Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að einangrast varðandi byggingu múrs við landamæri Mexíkó. Forsetinn nýtur ekki stuðnings alls Repúblikanaflokksins við að loka alríkisstofnunum á nýjan leik né vilji hann lýsa yfir neyðarástandi. Einhverjir Repúblikanar hafa þrýst á forsetanna að samþykkja þá niðurstöðu sem samninganefnd þingsins kemst að, hver sem hún verður. Fyrir einungis rúmri viku síðan lýsti Trump því yfir að umrædd samninganefnd væri sóun á tíma. Demókratar ætluðu ekki að veita fé til byggingar múrs og hann myndi byggja múrinn sjálfur.Republicans on the Homeland Security Committee are wasting their time. Democrats, despite all of the evidence, proof and Caravans coming, are not going to give money to build the DESPERATELY needed WALL. I’ve got you covered. Wall is already being built, I don’t expect much help! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 31, 2019 Starfsmenn Trump í Hvíta húsinu hafa undirbúið neyðarástandsyfirlýsingu á undanförnum vikum. Með því að lýsa yfir neyðarástandi gæti Trump byggt múrinn með neyðarsjóðum bandaríska hersins. Við eðlilegar kringumstæður væru þeir sjóðir notaðir vegna hamfara, byggingar varnarvirkja og innviða. Starfsmenn forsetans hafa, samkvæmt heimildum Politico, þó varað Trump við því og segja það geta reitt marga af hans helstu bandamönnum. Þar að auki gæti það sett slæmt fordæmi svo komandi forsetar Demókrataflokksins gætu einnig lýst yfir neyðarástandi til að grípa til umfangsmikilla aðgerðar varðandi umhverfisvernd og byssueign í Bandaríkjunum.Þá er Trump sagður vera hættur að velta því upp opinberlega og í næði að lýsa yfir neyðarástandi. Áðurnefnd samninganefnd hefur unnið að því að komast að niðurstöðu á milli Demókrata og Repúblikana í tvær vikur. Meðlimir nefndarinnar sögðu fjölmiðlum í gær að þeir væru að nálgast niðurstöðu. Miðað við heimildir fjölmiðla í Bandaríkjunum inniheldur sú niðurstaða ekki þá 5,7 milljarða dala sem Trump vill fá til að byggja múrinn, þó hún innihaldi einhverja fjármuni til byggingar veggja eða girðinga á landamærunum.Samkvæmt Washington Post hafa starfsmenn Hvíta hússins þó gefið í skyn á undanförnum dögum að Trump sé alveg sama um hvaða niðurstöðu þingmennirnir komast að og hann muni skrifa undir hvað sem er.Það er vegna þess að Trump-liðar telja sig geta farið aðrar leiðir til að byggja múrinn. Þeir geti bæði farið fram hjá þinginu og sleppt því að lýsa yfir neyðarástandi, þó það komi enn til greina. Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagði í viðtali við Fox News á miðvikudaginn að Hvíta húsið myndi finna leið til að byggja múrinn með valdi forsetans.Meirihluti á móti byggingu múrsins Kannanir hafa sýnt fram á að meirihluti íbúa Bandaríkjanna eru mótfallnir því að byggja múr á landamærunum. Nýleg könnun Gallup sýndi fram á að sextíu prósent íbúa vilja ekki að múr verði reistur og samkvæmt könnun CNN eru rúmlega 60 prósent á móti því að Trump lýsi yfir neyðarástandi með því markmiði að byggja múrinn.Í umfjöllun Atlantic um nýjustu kannanir varðandi múrinn kemur fram að þeir samfélagshópar sem virtust fjarlægjast Repúblikanaflokkinn hvað mest miðað við þingkosningarnar í fyrra, hvað mest á móti byggingu múrs. Er þar um að ræða ung fólk, minnihlutahópa og háskólamenntað fólk og þar sérstaklega háskólamenntaðar konur.Það varpar ljósi á þá staðreynd að einhverjir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa gert forsetanum ljóst að hann njóti ekki stuðnings þeirra. Það hafa þeir þó ekki allir gert. Lindsay Graham, sem hefur lengi varið náinn bandamaður Trump, lýsti því yfir í vikunni að ef þingmenn stæðu ekki við bakið á Trump ef hann lýsti yfir neyðarástandi, myndi stríð hefjast innan flokksins. Það er þó ekki ljóst hve mikils stuðnings Trump nýtur innan Repúblikanaflokksins og þá sérstaklega með tilliti til þess að í þau tvö ár sem Repúblikanar stjórnuðu báðum deildum þingsins og Hvíta húsinu voru engin skref tekin til að byggja múrinn eða veita opinberu fé til verksins. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að einangrast varðandi byggingu múrs við landamæri Mexíkó. Forsetinn nýtur ekki stuðnings alls Repúblikanaflokksins við að loka alríkisstofnunum á nýjan leik né vilji hann lýsa yfir neyðarástandi. Einhverjir Repúblikanar hafa þrýst á forsetanna að samþykkja þá niðurstöðu sem samninganefnd þingsins kemst að, hver sem hún verður. Fyrir einungis rúmri viku síðan lýsti Trump því yfir að umrædd samninganefnd væri sóun á tíma. Demókratar ætluðu ekki að veita fé til byggingar múrs og hann myndi byggja múrinn sjálfur.Republicans on the Homeland Security Committee are wasting their time. Democrats, despite all of the evidence, proof and Caravans coming, are not going to give money to build the DESPERATELY needed WALL. I’ve got you covered. Wall is already being built, I don’t expect much help! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 31, 2019 Starfsmenn Trump í Hvíta húsinu hafa undirbúið neyðarástandsyfirlýsingu á undanförnum vikum. Með því að lýsa yfir neyðarástandi gæti Trump byggt múrinn með neyðarsjóðum bandaríska hersins. Við eðlilegar kringumstæður væru þeir sjóðir notaðir vegna hamfara, byggingar varnarvirkja og innviða. Starfsmenn forsetans hafa, samkvæmt heimildum Politico, þó varað Trump við því og segja það geta reitt marga af hans helstu bandamönnum. Þar að auki gæti það sett slæmt fordæmi svo komandi forsetar Demókrataflokksins gætu einnig lýst yfir neyðarástandi til að grípa til umfangsmikilla aðgerðar varðandi umhverfisvernd og byssueign í Bandaríkjunum.Þá er Trump sagður vera hættur að velta því upp opinberlega og í næði að lýsa yfir neyðarástandi. Áðurnefnd samninganefnd hefur unnið að því að komast að niðurstöðu á milli Demókrata og Repúblikana í tvær vikur. Meðlimir nefndarinnar sögðu fjölmiðlum í gær að þeir væru að nálgast niðurstöðu. Miðað við heimildir fjölmiðla í Bandaríkjunum inniheldur sú niðurstaða ekki þá 5,7 milljarða dala sem Trump vill fá til að byggja múrinn, þó hún innihaldi einhverja fjármuni til byggingar veggja eða girðinga á landamærunum.Samkvæmt Washington Post hafa starfsmenn Hvíta hússins þó gefið í skyn á undanförnum dögum að Trump sé alveg sama um hvaða niðurstöðu þingmennirnir komast að og hann muni skrifa undir hvað sem er.Það er vegna þess að Trump-liðar telja sig geta farið aðrar leiðir til að byggja múrinn. Þeir geti bæði farið fram hjá þinginu og sleppt því að lýsa yfir neyðarástandi, þó það komi enn til greina. Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagði í viðtali við Fox News á miðvikudaginn að Hvíta húsið myndi finna leið til að byggja múrinn með valdi forsetans.Meirihluti á móti byggingu múrsins Kannanir hafa sýnt fram á að meirihluti íbúa Bandaríkjanna eru mótfallnir því að byggja múr á landamærunum. Nýleg könnun Gallup sýndi fram á að sextíu prósent íbúa vilja ekki að múr verði reistur og samkvæmt könnun CNN eru rúmlega 60 prósent á móti því að Trump lýsi yfir neyðarástandi með því markmiði að byggja múrinn.Í umfjöllun Atlantic um nýjustu kannanir varðandi múrinn kemur fram að þeir samfélagshópar sem virtust fjarlægjast Repúblikanaflokkinn hvað mest miðað við þingkosningarnar í fyrra, hvað mest á móti byggingu múrs. Er þar um að ræða ung fólk, minnihlutahópa og háskólamenntað fólk og þar sérstaklega háskólamenntaðar konur.Það varpar ljósi á þá staðreynd að einhverjir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa gert forsetanum ljóst að hann njóti ekki stuðnings þeirra. Það hafa þeir þó ekki allir gert. Lindsay Graham, sem hefur lengi varið náinn bandamaður Trump, lýsti því yfir í vikunni að ef þingmenn stæðu ekki við bakið á Trump ef hann lýsti yfir neyðarástandi, myndi stríð hefjast innan flokksins. Það er þó ekki ljóst hve mikils stuðnings Trump nýtur innan Repúblikanaflokksins og þá sérstaklega með tilliti til þess að í þau tvö ár sem Repúblikanar stjórnuðu báðum deildum þingsins og Hvíta húsinu voru engin skref tekin til að byggja múrinn eða veita opinberu fé til verksins.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira