Holur hljómur Bolla Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 5. febrúar 2019 08:00 Fyrir margt löngu lét íslenskur sjávarútvegsráðherra þau orð falla að „…?við lifum ekki á varkárninni einni saman“. Þetta sagði hann eftir að Hafrannsóknastofnun hafði birt svarta skýrslu um ástand þorskstofnsins. Síðan eru liðin mörg ár og menn hafa komist að því, eftir bitra reynslu, að við lifum einmitt á varkárninni þegar kemur að umgengni við auðlindir sjávar. Við hana má svo bæta góðu skipulagi við veiðar og eljusemi sjávarútvegsfyrirtækja og sjómanna. Lykilhlutverkið í merkilegri sögu sjávarútvegs hér á landi er aflamarkskerfið, öðru nafni kvótakerfið. Efasemdarmenn voru nokkrir í upphafi. Einn þeirra var Bolli Héðinsson hagfræðingur sem skrifar gjarnan um sjávarútvegsmál á opinberum vettvangi. Þegar aflamarkskerfið var að festa sig í sessi í kringum árið 1986 taldi Bolli Héðinsson það afleik og leist honum illa á. Um það skrifaði hann meðal annars í Sjómannablaðið Víking. Bolli sagði á þeim tíma að finna yrði kerfi sem gerði sjósókn sem arðbærasta. Hann taldi að kvótakerfið skekkti „…?talsvert þá framtíðarsýn, sem við ættum að geta gefið okkur um arðbæra útgerð“. Hvatti Bolli til þess að leitað yrði nýrra leiða.Náttúra tímans Tíminn er þeirri náttúru gæddur að hann getur látið fortíðina líta furðulega út þegar maður speglar hana í samtímanum. Það sem er viðeigandi í dag á kannski engan veginn við á morgun. Það á einmitt við í þessu tilfelli. Bolli hélt því fram í nefndri grein að kvótakerfið myndi ekki leiða til arðbærs sjávarútvegs og ekki nóg með það, hann taldi að kerfið myndi draga úr hagkvæmni. Það sem gerðist var þveröfugt. Kvótakerfið reyndist grunnforsenda þess að sjávarútvegur varð arðbær og hagkvæmur. Færum okkur þá rúm þrjátíu ár fram í tímann og gaumgæfum hvað það er sem Bolli Héðinsson vill í dag. Jú, hann telur að sjávarútvegsfyrirtæki hafi það í raun allt of gott og greiði ekki nóg til samfélagsins, svo sem lesa má af nýlegum skrifum hans. Kerfið sem Bolli Héðinsson taldi að þyrfti að afnema, er í raun grundvöllur fyrir því að sjávarútvegurinn getur greitt milljarða króna á hverju ári í veiðigjald og aðra skatta. Af þessum sökum verða skrifin nokkuð spaugileg. Þess má í framhjáhlaupi geta að sjávarútvegur er eina atvinnugreinin sem greiðir auðlindagjald og samkvæmt skýrslu alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækisins Mackinsey er sjávarútvegur önnur tveggja atvinnugreina á Íslandi þar sem framleiðni vinnuafls er á pari við nágrannaþjóðir.Reynslan er ólygnust Það má svo sem rifja upp fleiri ummæli Bolla Héðinssonar um sjávarútvegsmál. Í grein í Ægi snemma á níunda áratugnum spurði hann hvort það ætti að vera í höndum Hafrannsóknastofnunar að ákveða hámarksafla. Hann taldi að svo ætti ekki að vera. Honum er að sjálfsögðu vorkunn, það voru svo sem fleiri á þeirri skoðun; að vísindin ætti eingöngu að hafa til hliðsjónar. Tíminn og reynslan hafa hins vegar einnig leitt okkur fyrir sjónir að vísindin eiga að varða veginn við ákvörðun á hámarksafla, ekki duttlungar stjórnmálamanna hvers tíma. Ef læra má af sögunni, þá væri það líklega síst til eftirbreytni að treysta hugleiðingum Bolla Héðinssonar þegar kemur að sjávarútvegi. Óvild hans í garð sjávarútvegs er þó að vissu leyti skiljanleg. Það veldur eðlilega gremju þegar ekkert verður úr bölsótinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Fyrir margt löngu lét íslenskur sjávarútvegsráðherra þau orð falla að „…?við lifum ekki á varkárninni einni saman“. Þetta sagði hann eftir að Hafrannsóknastofnun hafði birt svarta skýrslu um ástand þorskstofnsins. Síðan eru liðin mörg ár og menn hafa komist að því, eftir bitra reynslu, að við lifum einmitt á varkárninni þegar kemur að umgengni við auðlindir sjávar. Við hana má svo bæta góðu skipulagi við veiðar og eljusemi sjávarútvegsfyrirtækja og sjómanna. Lykilhlutverkið í merkilegri sögu sjávarútvegs hér á landi er aflamarkskerfið, öðru nafni kvótakerfið. Efasemdarmenn voru nokkrir í upphafi. Einn þeirra var Bolli Héðinsson hagfræðingur sem skrifar gjarnan um sjávarútvegsmál á opinberum vettvangi. Þegar aflamarkskerfið var að festa sig í sessi í kringum árið 1986 taldi Bolli Héðinsson það afleik og leist honum illa á. Um það skrifaði hann meðal annars í Sjómannablaðið Víking. Bolli sagði á þeim tíma að finna yrði kerfi sem gerði sjósókn sem arðbærasta. Hann taldi að kvótakerfið skekkti „…?talsvert þá framtíðarsýn, sem við ættum að geta gefið okkur um arðbæra útgerð“. Hvatti Bolli til þess að leitað yrði nýrra leiða.Náttúra tímans Tíminn er þeirri náttúru gæddur að hann getur látið fortíðina líta furðulega út þegar maður speglar hana í samtímanum. Það sem er viðeigandi í dag á kannski engan veginn við á morgun. Það á einmitt við í þessu tilfelli. Bolli hélt því fram í nefndri grein að kvótakerfið myndi ekki leiða til arðbærs sjávarútvegs og ekki nóg með það, hann taldi að kerfið myndi draga úr hagkvæmni. Það sem gerðist var þveröfugt. Kvótakerfið reyndist grunnforsenda þess að sjávarútvegur varð arðbær og hagkvæmur. Færum okkur þá rúm þrjátíu ár fram í tímann og gaumgæfum hvað það er sem Bolli Héðinsson vill í dag. Jú, hann telur að sjávarútvegsfyrirtæki hafi það í raun allt of gott og greiði ekki nóg til samfélagsins, svo sem lesa má af nýlegum skrifum hans. Kerfið sem Bolli Héðinsson taldi að þyrfti að afnema, er í raun grundvöllur fyrir því að sjávarútvegurinn getur greitt milljarða króna á hverju ári í veiðigjald og aðra skatta. Af þessum sökum verða skrifin nokkuð spaugileg. Þess má í framhjáhlaupi geta að sjávarútvegur er eina atvinnugreinin sem greiðir auðlindagjald og samkvæmt skýrslu alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækisins Mackinsey er sjávarútvegur önnur tveggja atvinnugreina á Íslandi þar sem framleiðni vinnuafls er á pari við nágrannaþjóðir.Reynslan er ólygnust Það má svo sem rifja upp fleiri ummæli Bolla Héðinssonar um sjávarútvegsmál. Í grein í Ægi snemma á níunda áratugnum spurði hann hvort það ætti að vera í höndum Hafrannsóknastofnunar að ákveða hámarksafla. Hann taldi að svo ætti ekki að vera. Honum er að sjálfsögðu vorkunn, það voru svo sem fleiri á þeirri skoðun; að vísindin ætti eingöngu að hafa til hliðsjónar. Tíminn og reynslan hafa hins vegar einnig leitt okkur fyrir sjónir að vísindin eiga að varða veginn við ákvörðun á hámarksafla, ekki duttlungar stjórnmálamanna hvers tíma. Ef læra má af sögunni, þá væri það líklega síst til eftirbreytni að treysta hugleiðingum Bolla Héðinssonar þegar kemur að sjávarútvegi. Óvild hans í garð sjávarútvegs er þó að vissu leyti skiljanleg. Það veldur eðlilega gremju þegar ekkert verður úr bölsótinu.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun