Öllum starfsmönnum Hagkaups í Borgarnesi verður sagt upp Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2019 21:00 Verslanir Hagkaups og Bónus í Borgarnesi. Vísir/Jói K. Öllum starfsmönnum verslunar Hagkaups í Borgarnesi, hvers lokun er fyrirhuguð í apríl, verður sagt upp þegar leigusamningur rennur út. Tilkynnt var um lokunina í árshlutauppgjöri Haga sem birt var í gær. Þar kom fram að leigusamningur um húsnæðið sem verslunin starfar í verði ekki endurnýjaður og versluninni því lokað. Finnur Árnason, forstjóri Haga, staðfestir að öllum starfsmönnum verslunarinnar verði sagt upp í kjölfar lokunarinnar. „Ég held að það séu sjö starfsmenn sem koma að vinnu í þessari verslun og það eru uppsagnir tengdar því,“ sagði forstjórinn í samtali við fréttastofu. Finnur sagði að ekki stæði til að bjóða starfsfólkinu sem um ræðir önnur störf, þar sem Hagkaup ræki engar verslanir í nágrenni við Borgarnes. Verslun Bónus í Borgarnesi, sem stendur við hlið Hagkaupsverslunarinnar, mun starfa áfram að sögn Finns.Bæjarstjórinn vonar að sambærileg starfsemi komi í staðinn Gunnlaugur A. Júlíusson, bæjarstjóri Borgarbyggðar, sagðist í samtali við fréttastofu ekki þekkja ástæður þess að ákveðið hafi verið að loka versluninni, aðrar en þær að leigusamningur væri að klárast. „Auðvitað er slæmt þegar fyrirtækjum er lokað. Ég hef ekki mikið meira um það að segja. Þarna eru einhverjar forsendur sem ég þekki í sjálfu sér ekki sem liggja að baki.“ Aðspurður sagði hann að lokunin myndi draga að einhverju leyti úr þjónustu við bæjarbúa en benti á að óvíst væri hvað kæmi í stað verslunarinnar sem nú lokar. Sagðist hann vona að í húsnæðið kæmi starfsemi svipuð þeirri og Hagkaup hefur haldið úti á síðustu árum og að hægt verði að veita því starfsfólki sem sagt verður upp atvinnu þar. Borgarbyggð Kjaramál Tengdar fréttir Hagkaup í Borgarnesi lokar í apríl Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Haga sem birt var í dag. 30. janúar 2019 21:40 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Öllum starfsmönnum verslunar Hagkaups í Borgarnesi, hvers lokun er fyrirhuguð í apríl, verður sagt upp þegar leigusamningur rennur út. Tilkynnt var um lokunina í árshlutauppgjöri Haga sem birt var í gær. Þar kom fram að leigusamningur um húsnæðið sem verslunin starfar í verði ekki endurnýjaður og versluninni því lokað. Finnur Árnason, forstjóri Haga, staðfestir að öllum starfsmönnum verslunarinnar verði sagt upp í kjölfar lokunarinnar. „Ég held að það séu sjö starfsmenn sem koma að vinnu í þessari verslun og það eru uppsagnir tengdar því,“ sagði forstjórinn í samtali við fréttastofu. Finnur sagði að ekki stæði til að bjóða starfsfólkinu sem um ræðir önnur störf, þar sem Hagkaup ræki engar verslanir í nágrenni við Borgarnes. Verslun Bónus í Borgarnesi, sem stendur við hlið Hagkaupsverslunarinnar, mun starfa áfram að sögn Finns.Bæjarstjórinn vonar að sambærileg starfsemi komi í staðinn Gunnlaugur A. Júlíusson, bæjarstjóri Borgarbyggðar, sagðist í samtali við fréttastofu ekki þekkja ástæður þess að ákveðið hafi verið að loka versluninni, aðrar en þær að leigusamningur væri að klárast. „Auðvitað er slæmt þegar fyrirtækjum er lokað. Ég hef ekki mikið meira um það að segja. Þarna eru einhverjar forsendur sem ég þekki í sjálfu sér ekki sem liggja að baki.“ Aðspurður sagði hann að lokunin myndi draga að einhverju leyti úr þjónustu við bæjarbúa en benti á að óvíst væri hvað kæmi í stað verslunarinnar sem nú lokar. Sagðist hann vona að í húsnæðið kæmi starfsemi svipuð þeirri og Hagkaup hefur haldið úti á síðustu árum og að hægt verði að veita því starfsfólki sem sagt verður upp atvinnu þar.
Borgarbyggð Kjaramál Tengdar fréttir Hagkaup í Borgarnesi lokar í apríl Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Haga sem birt var í dag. 30. janúar 2019 21:40 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Hagkaup í Borgarnesi lokar í apríl Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Haga sem birt var í dag. 30. janúar 2019 21:40