Öllum starfsmönnum Hagkaups í Borgarnesi verður sagt upp Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2019 21:00 Verslanir Hagkaups og Bónus í Borgarnesi. Vísir/Jói K. Öllum starfsmönnum verslunar Hagkaups í Borgarnesi, hvers lokun er fyrirhuguð í apríl, verður sagt upp þegar leigusamningur rennur út. Tilkynnt var um lokunina í árshlutauppgjöri Haga sem birt var í gær. Þar kom fram að leigusamningur um húsnæðið sem verslunin starfar í verði ekki endurnýjaður og versluninni því lokað. Finnur Árnason, forstjóri Haga, staðfestir að öllum starfsmönnum verslunarinnar verði sagt upp í kjölfar lokunarinnar. „Ég held að það séu sjö starfsmenn sem koma að vinnu í þessari verslun og það eru uppsagnir tengdar því,“ sagði forstjórinn í samtali við fréttastofu. Finnur sagði að ekki stæði til að bjóða starfsfólkinu sem um ræðir önnur störf, þar sem Hagkaup ræki engar verslanir í nágrenni við Borgarnes. Verslun Bónus í Borgarnesi, sem stendur við hlið Hagkaupsverslunarinnar, mun starfa áfram að sögn Finns.Bæjarstjórinn vonar að sambærileg starfsemi komi í staðinn Gunnlaugur A. Júlíusson, bæjarstjóri Borgarbyggðar, sagðist í samtali við fréttastofu ekki þekkja ástæður þess að ákveðið hafi verið að loka versluninni, aðrar en þær að leigusamningur væri að klárast. „Auðvitað er slæmt þegar fyrirtækjum er lokað. Ég hef ekki mikið meira um það að segja. Þarna eru einhverjar forsendur sem ég þekki í sjálfu sér ekki sem liggja að baki.“ Aðspurður sagði hann að lokunin myndi draga að einhverju leyti úr þjónustu við bæjarbúa en benti á að óvíst væri hvað kæmi í stað verslunarinnar sem nú lokar. Sagðist hann vona að í húsnæðið kæmi starfsemi svipuð þeirri og Hagkaup hefur haldið úti á síðustu árum og að hægt verði að veita því starfsfólki sem sagt verður upp atvinnu þar. Borgarbyggð Kjaramál Tengdar fréttir Hagkaup í Borgarnesi lokar í apríl Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Haga sem birt var í dag. 30. janúar 2019 21:40 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Öllum starfsmönnum verslunar Hagkaups í Borgarnesi, hvers lokun er fyrirhuguð í apríl, verður sagt upp þegar leigusamningur rennur út. Tilkynnt var um lokunina í árshlutauppgjöri Haga sem birt var í gær. Þar kom fram að leigusamningur um húsnæðið sem verslunin starfar í verði ekki endurnýjaður og versluninni því lokað. Finnur Árnason, forstjóri Haga, staðfestir að öllum starfsmönnum verslunarinnar verði sagt upp í kjölfar lokunarinnar. „Ég held að það séu sjö starfsmenn sem koma að vinnu í þessari verslun og það eru uppsagnir tengdar því,“ sagði forstjórinn í samtali við fréttastofu. Finnur sagði að ekki stæði til að bjóða starfsfólkinu sem um ræðir önnur störf, þar sem Hagkaup ræki engar verslanir í nágrenni við Borgarnes. Verslun Bónus í Borgarnesi, sem stendur við hlið Hagkaupsverslunarinnar, mun starfa áfram að sögn Finns.Bæjarstjórinn vonar að sambærileg starfsemi komi í staðinn Gunnlaugur A. Júlíusson, bæjarstjóri Borgarbyggðar, sagðist í samtali við fréttastofu ekki þekkja ástæður þess að ákveðið hafi verið að loka versluninni, aðrar en þær að leigusamningur væri að klárast. „Auðvitað er slæmt þegar fyrirtækjum er lokað. Ég hef ekki mikið meira um það að segja. Þarna eru einhverjar forsendur sem ég þekki í sjálfu sér ekki sem liggja að baki.“ Aðspurður sagði hann að lokunin myndi draga að einhverju leyti úr þjónustu við bæjarbúa en benti á að óvíst væri hvað kæmi í stað verslunarinnar sem nú lokar. Sagðist hann vona að í húsnæðið kæmi starfsemi svipuð þeirri og Hagkaup hefur haldið úti á síðustu árum og að hægt verði að veita því starfsfólki sem sagt verður upp atvinnu þar.
Borgarbyggð Kjaramál Tengdar fréttir Hagkaup í Borgarnesi lokar í apríl Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Haga sem birt var í dag. 30. janúar 2019 21:40 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Hagkaup í Borgarnesi lokar í apríl Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Haga sem birt var í dag. 30. janúar 2019 21:40