Spurður um gagnaleka lögreglu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 1. febrúar 2019 06:00 Boðað var til blaðamannafundar í desember 2017 vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglu í Euromarketmáli. Fréttablaðið/ERNIR Lögmaðurinn Steinbergur Finnbogason var kvaddur til skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær til að svara spurningum ríkissaksóknara um minnisblað sem hann lagði fyrir dóm í máli skjólstæðings í fyrra. Skjólstæðingur Steinbergs er meintur höfuðpaur í Euromarket-málinu, einni umfangsmestu rannsókn lögreglu á skipulagðri brotastarfsemi hér á landi. Var Steinbergur krafinn svara um hvernig minnisblaðið komst í hans hendur og hvort það hefði gerst fyrir tilstilli þeirra sem einir áttu að hafa aðgang að skjalinu hjá yfirstjórnum embætta sem að rannsókninni komu eða annarra hjá þeim embættum. Embættin eru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, Héraðssaksóknari, Ríkislögreglustjóri og Tollstjóri. „Ég má ekki svara því hvað kom fram í skýrslutökunni, þinghaldið var lokað, en ég get sagt að ég brást ekki trúnaðarskyldunni við skjólstæðing minn,“ segir Steinbergur. „Aðalatriðið að mínu mati er ekki hvaðan þetta minnisblað kom heldur það sem í því stendur. Það er enginn vafi í mínum huga að minnisblaðið sýnir möguleg mannréttindabrot gegn skjólstæðingi mínum og möguleg hegningarlagabrot lögreglu og á því mun ég meðal annars byggja málsvörn skjólstæðings míns ef og þegar þar að kemur.“ Steinbergur var fyrst kvaddur til skýrslutöku hjá lögreglunni á Akranesi sem falin var rannsókn lekans í fyrravor. Hann neitaði að tjá sig. Skömmu eftir áramót fékk Ríkissaksóknari úrskurð héraðsdóms um vitnaskylduna og Landsréttur staðfesti nýverið þann úrskurð. Steinbergur fékk lögmanninn Arnar Þór Stefánsson til að vera sér til halds og trausts um vitnaskylduna. Í fyrstu fyrirtöku um hana lýsti Arnar málinu sem lögfræðilegu sprengjusvæði með vísan til trúnaðarsambands verjanda við skjólstæðing sinn og vísaði til dómafordæma um trúnaðarskyldu blaðamanna við heimildarmenn sína. – aá Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Lögreglumál Peningaþvætti í Euro Market Tengdar fréttir Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00 Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17 Gagnrýnir rannsókn lögreglu á kaupmönnum í Euro Market Verjandi eiganda Euro Market gagnrýnir aðgerðir lögreglu í tengslum við málið. Segir umfang málsins mun minna en lögregla gefi í skyn og ítrekað hafi verið brotið á réttindum skjólstæðings síns við rannsóknina. 18. júlí 2018 07:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Lögmaðurinn Steinbergur Finnbogason var kvaddur til skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær til að svara spurningum ríkissaksóknara um minnisblað sem hann lagði fyrir dóm í máli skjólstæðings í fyrra. Skjólstæðingur Steinbergs er meintur höfuðpaur í Euromarket-málinu, einni umfangsmestu rannsókn lögreglu á skipulagðri brotastarfsemi hér á landi. Var Steinbergur krafinn svara um hvernig minnisblaðið komst í hans hendur og hvort það hefði gerst fyrir tilstilli þeirra sem einir áttu að hafa aðgang að skjalinu hjá yfirstjórnum embætta sem að rannsókninni komu eða annarra hjá þeim embættum. Embættin eru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, Héraðssaksóknari, Ríkislögreglustjóri og Tollstjóri. „Ég má ekki svara því hvað kom fram í skýrslutökunni, þinghaldið var lokað, en ég get sagt að ég brást ekki trúnaðarskyldunni við skjólstæðing minn,“ segir Steinbergur. „Aðalatriðið að mínu mati er ekki hvaðan þetta minnisblað kom heldur það sem í því stendur. Það er enginn vafi í mínum huga að minnisblaðið sýnir möguleg mannréttindabrot gegn skjólstæðingi mínum og möguleg hegningarlagabrot lögreglu og á því mun ég meðal annars byggja málsvörn skjólstæðings míns ef og þegar þar að kemur.“ Steinbergur var fyrst kvaddur til skýrslutöku hjá lögreglunni á Akranesi sem falin var rannsókn lekans í fyrravor. Hann neitaði að tjá sig. Skömmu eftir áramót fékk Ríkissaksóknari úrskurð héraðsdóms um vitnaskylduna og Landsréttur staðfesti nýverið þann úrskurð. Steinbergur fékk lögmanninn Arnar Þór Stefánsson til að vera sér til halds og trausts um vitnaskylduna. Í fyrstu fyrirtöku um hana lýsti Arnar málinu sem lögfræðilegu sprengjusvæði með vísan til trúnaðarsambands verjanda við skjólstæðing sinn og vísaði til dómafordæma um trúnaðarskyldu blaðamanna við heimildarmenn sína. – aá
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Lögreglumál Peningaþvætti í Euro Market Tengdar fréttir Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00 Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17 Gagnrýnir rannsókn lögreglu á kaupmönnum í Euro Market Verjandi eiganda Euro Market gagnrýnir aðgerðir lögreglu í tengslum við málið. Segir umfang málsins mun minna en lögregla gefi í skyn og ítrekað hafi verið brotið á réttindum skjólstæðings síns við rannsóknina. 18. júlí 2018 07:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00
Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17
Gagnrýnir rannsókn lögreglu á kaupmönnum í Euro Market Verjandi eiganda Euro Market gagnrýnir aðgerðir lögreglu í tengslum við málið. Segir umfang málsins mun minna en lögregla gefi í skyn og ítrekað hafi verið brotið á réttindum skjólstæðings síns við rannsóknina. 18. júlí 2018 07:00