Dæmið gengur ekki upp fyrir stúdenta Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 1. febrúar 2019 07:00 Ég var að keyra heim úr vinnu í vikunni og varð litið á auglýsingu í strætóskýli þar sem á stóð með stórum stöfum „Stúdentar mega ekki hafa það betra“. Um er að ræða herferð á vegum Landssamtaka íslenskra stúdenta, sem eru regnhlífarsamtök allra stúdenta á Íslandi sem og íslenskra stúdenta erlendis. Þrátt fyrir að plakatið á strætóskýlinu sé nokkuð djarft þá eru skilaboðin skiljanleg. Stúdentar eru skiljanlega orðnir langþreyttir á endalausri bið eftir almennilegum kjarabótum. Við í Viðreisn höfum reynt eftir bestu getu að halda menntamálaráðherra við efnið með því að spyrja hana reglulega hver staðan í málefnum stúdenta sé og hvort breytinga sé að vænta. Yfirleitt höfum við fengið að heyra loforð um „stórsókn í menntamálum“ eða að „hér verði eitt besta lánasjóðskerfi á Norðurlöndunum“ sem er fagnaðarefni. Metnaður í jafn mikilvægu samfélagsmáli er dýrmætur og því brýnt að staðið verði við stóru orðin.Biðin endalausa Það er löngu ljóst að stúdentar hafa beðið í alltof langan tíma eftir kjarabótum og að tekin verði endanleg ákvörðun um raunverulegt framtíðarskipulag á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Á umliðnum árum hafa þrjár endurskoðunarnefndir verið settar í gang og sú fjórða nú hafið störf. Því er ólíklegt að nýtt lánasjóðsfyrirkomulag verði komið á fyrr en 2020 eða jafnvel 2021. Fyrir liggja tvö ólík frumvörp, annað frá Katrínu Jakobsdóttur og hitt frá Illuga Gunnarssyni. Frumvörpin eru eðlisólík, en ýmislegt þar sem hægt væri að nýta. Bæði sett fram af góðum hug og metnaði. Í fyrra boðaði Lilja Alfreðsdóttir enn eina útgáfuna af kerfinu sem áætlað er að komi fram næsta haust eða hið svo kallaða „eitt besta kerfi á Norðurlöndunum“. Gott og vel. En allan þennan tíma, á heilum áratug eða allt frá árinu 2009 hafa stúdentar setið á hakanum vegna þess að stjórnmálin geta ekki komið sér saman um réttu leiðina. Og ráðuneyti menntamála og fjármála ekki alltaf verið samstíga. Á þessum tíma hafa að minnsta kosti tugir ólíkra fulltrúa starfað í þágu stúdenta og verið þeirra forsvarsmenn. Og hver og einn þeirra, í umboði síns stúdentafélags, þrýst á breytingar. Sumir stúdentar voru jafnvel að hefja nám í menntaskóla þegar endurskoðunarvinnan 2009 hófst og eru jafnvel að hefja doktorsnám í dag. Svo löng er biðin. Til að setja hlutina í samhengi var Barack Obama að hefja forsetaferil sinn á sama tíma og endurskoðunin hófst, klárað tvö kjörtímabil og verið í tvö ár án forsetatitilsins til viðbótar. Á meðan hafa kjör stúdenta rýrnað og eru í dag á þeim stað að þau eru fullkomlega óásættanleg. Óásættanleg kjör Í dag er grunnframfærsla háskólastúdents sem tekur lán 184.000 á mánuði. Á meðan eru grunnatvinnuleysisbætur 279.720 kr. á mánuði og lágmarkslaun 300.000 kr. Sami stúdent má aðeins þéna 930.000 krónur á ári og ef hann vinnur meira en það skerðist lánið um 45% í refsiskyni. Frítekjumarkið hefur ekki hækkað um eitt prósent frá árinu 2014, en á meðan hafa laun hækkað um 43%. Hver er hvatinn í þessu kerfi? Enginn. Fyrirsjáanleikinn? Enginn. Í ofanálag ríkir óvissa um húsnæðismál stúdenta auk þess sem þeir eru sá hópur sem er í hvað mestri áhættu gagnvart þunglyndi, kvíða og öðrum geðsjúkdómum. Stjórnmálin skulda námsmönnum betri vinnubrögð. Að þeirra kjör séu ekki notuð sem pólitísk skiptimynt rétt fyrir kosningar eða til þess að halda friðinn. Stúdentar eiga skilið fyrirsjáanleika um það hvernig málum þeirra skuli háttað. Þeir eiga líka skilið að fá skýr svör um það hvernig ráðherra hyggst byggja upp lánasjóðskerfið, hvernig greiðslum á afborgunum verði háttað og hvernig leysa á húsnæðismarkaðinn. Núverandi fjármálaáætlun gefur að minnsta kosti fá svör við þessum spurningum. Stúdentahreyfingarnar sjálfar hafa kallað eftir svörum og fá lítið annað en fögur fyrirheit um að framtíðin verði frábær. Eða jafnvel bara best á Norðurlöndunum. Allt mjög fallegt. Og þá hlýtur maður að spyrja – þarf virkilega að bíða til ársins 2020 eða 2021 eftir alla þá vinnu sem þegar liggur fyrir? Ljóst er að ef menntamálaráðherra þarfnast stuðnings til að bæta og hraða endurbótum á námslánaumhverfi stúdenta fær hún stuðning frá Viðreisn. Við munum að minnsta kosti halda áfram að hvetja hana til dáða. Og í lokin til að svara fullyrðingu stúdenta á strætóplakötum bæjarins – svo sannanlega mega stúdentar hafa það betra en ekki síður að óvissu í umhverfi þeirra verði eytt. Ég veit að minnsta kosti að dæmið gengur ekki upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Ég var að keyra heim úr vinnu í vikunni og varð litið á auglýsingu í strætóskýli þar sem á stóð með stórum stöfum „Stúdentar mega ekki hafa það betra“. Um er að ræða herferð á vegum Landssamtaka íslenskra stúdenta, sem eru regnhlífarsamtök allra stúdenta á Íslandi sem og íslenskra stúdenta erlendis. Þrátt fyrir að plakatið á strætóskýlinu sé nokkuð djarft þá eru skilaboðin skiljanleg. Stúdentar eru skiljanlega orðnir langþreyttir á endalausri bið eftir almennilegum kjarabótum. Við í Viðreisn höfum reynt eftir bestu getu að halda menntamálaráðherra við efnið með því að spyrja hana reglulega hver staðan í málefnum stúdenta sé og hvort breytinga sé að vænta. Yfirleitt höfum við fengið að heyra loforð um „stórsókn í menntamálum“ eða að „hér verði eitt besta lánasjóðskerfi á Norðurlöndunum“ sem er fagnaðarefni. Metnaður í jafn mikilvægu samfélagsmáli er dýrmætur og því brýnt að staðið verði við stóru orðin.Biðin endalausa Það er löngu ljóst að stúdentar hafa beðið í alltof langan tíma eftir kjarabótum og að tekin verði endanleg ákvörðun um raunverulegt framtíðarskipulag á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Á umliðnum árum hafa þrjár endurskoðunarnefndir verið settar í gang og sú fjórða nú hafið störf. Því er ólíklegt að nýtt lánasjóðsfyrirkomulag verði komið á fyrr en 2020 eða jafnvel 2021. Fyrir liggja tvö ólík frumvörp, annað frá Katrínu Jakobsdóttur og hitt frá Illuga Gunnarssyni. Frumvörpin eru eðlisólík, en ýmislegt þar sem hægt væri að nýta. Bæði sett fram af góðum hug og metnaði. Í fyrra boðaði Lilja Alfreðsdóttir enn eina útgáfuna af kerfinu sem áætlað er að komi fram næsta haust eða hið svo kallaða „eitt besta kerfi á Norðurlöndunum“. Gott og vel. En allan þennan tíma, á heilum áratug eða allt frá árinu 2009 hafa stúdentar setið á hakanum vegna þess að stjórnmálin geta ekki komið sér saman um réttu leiðina. Og ráðuneyti menntamála og fjármála ekki alltaf verið samstíga. Á þessum tíma hafa að minnsta kosti tugir ólíkra fulltrúa starfað í þágu stúdenta og verið þeirra forsvarsmenn. Og hver og einn þeirra, í umboði síns stúdentafélags, þrýst á breytingar. Sumir stúdentar voru jafnvel að hefja nám í menntaskóla þegar endurskoðunarvinnan 2009 hófst og eru jafnvel að hefja doktorsnám í dag. Svo löng er biðin. Til að setja hlutina í samhengi var Barack Obama að hefja forsetaferil sinn á sama tíma og endurskoðunin hófst, klárað tvö kjörtímabil og verið í tvö ár án forsetatitilsins til viðbótar. Á meðan hafa kjör stúdenta rýrnað og eru í dag á þeim stað að þau eru fullkomlega óásættanleg. Óásættanleg kjör Í dag er grunnframfærsla háskólastúdents sem tekur lán 184.000 á mánuði. Á meðan eru grunnatvinnuleysisbætur 279.720 kr. á mánuði og lágmarkslaun 300.000 kr. Sami stúdent má aðeins þéna 930.000 krónur á ári og ef hann vinnur meira en það skerðist lánið um 45% í refsiskyni. Frítekjumarkið hefur ekki hækkað um eitt prósent frá árinu 2014, en á meðan hafa laun hækkað um 43%. Hver er hvatinn í þessu kerfi? Enginn. Fyrirsjáanleikinn? Enginn. Í ofanálag ríkir óvissa um húsnæðismál stúdenta auk þess sem þeir eru sá hópur sem er í hvað mestri áhættu gagnvart þunglyndi, kvíða og öðrum geðsjúkdómum. Stjórnmálin skulda námsmönnum betri vinnubrögð. Að þeirra kjör séu ekki notuð sem pólitísk skiptimynt rétt fyrir kosningar eða til þess að halda friðinn. Stúdentar eiga skilið fyrirsjáanleika um það hvernig málum þeirra skuli háttað. Þeir eiga líka skilið að fá skýr svör um það hvernig ráðherra hyggst byggja upp lánasjóðskerfið, hvernig greiðslum á afborgunum verði háttað og hvernig leysa á húsnæðismarkaðinn. Núverandi fjármálaáætlun gefur að minnsta kosti fá svör við þessum spurningum. Stúdentahreyfingarnar sjálfar hafa kallað eftir svörum og fá lítið annað en fögur fyrirheit um að framtíðin verði frábær. Eða jafnvel bara best á Norðurlöndunum. Allt mjög fallegt. Og þá hlýtur maður að spyrja – þarf virkilega að bíða til ársins 2020 eða 2021 eftir alla þá vinnu sem þegar liggur fyrir? Ljóst er að ef menntamálaráðherra þarfnast stuðnings til að bæta og hraða endurbótum á námslánaumhverfi stúdenta fær hún stuðning frá Viðreisn. Við munum að minnsta kosti halda áfram að hvetja hana til dáða. Og í lokin til að svara fullyrðingu stúdenta á strætóplakötum bæjarins – svo sannanlega mega stúdentar hafa það betra en ekki síður að óvissu í umhverfi þeirra verði eytt. Ég veit að minnsta kosti að dæmið gengur ekki upp.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun