Sport

María og Ísak Íslandsmeistarar í fjölþraut

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
María Rún
María Rún mynd/frí
María Rún Gunnlaugsdóttir og Ísak Óli Traustason eru Íslandsmeistarar í fjölþraut.

Meistaramót Íslands í fjölþrautum fór fram um helgin og stóðu María og Ísak uppi sem sigurvegarar.

María Rún kláraði fimmtarþraut kvenna með 3927 stig og var stutt frá sínu besta sem er 3940 stig. Íslandsmetið í greininni er 4298 stig.

María, sem keppir fyrir FH, náði forystunni strax eftir fyrstu grein, 60 metra grindarhlaup. Hún vann hlaupið á 8,76 sekúndum og hún hélt forystunni út allar greinarnar fimm.

Hún sigraði einnig hástökkið, langstökk og 800 metra hlaup en ÍR-ingurinn Helga Margrét Haraldsdóttir vann kúluvarpið.

Ísak Ólimynd/frí
Ísak Óli, úr UMSS, vann sjöþrautina með 5344 stig, sem er bæting á hans persónulega besta. Ísak vann langstökkið og 60 metra grindahlaup.

Þá bætti hann sinn persónulega árangur í 60 metra hlaupi, stangarstökki og 1000 metra hlaupi.

Einar Daði Lárusson, sem á næst besta árangur Íslands í sjöþraut og tugþraut, var á meðal keppenda en hann hefur glímt við meiðsli undan farið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×