Hvorki Margrét Lára né nokkur önnur örugg með sæti í landsliðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. febrúar 2019 14:30 Margrét Lára Viðarsdóttir er markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. vísir/getty Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, valdi í 23 leikmenn sem fara á hið árlega Algarve-mót í Portúgal þar sem mörg af bestum liðum heims koma saman. Jón Þór tók við liðinu af Frey Alexanderssyni fyrir áramót og stýrði liðinu til sigurs í fyrsta leik á móti Skotlandi í æfingaleik á La Manga í janúar en nú er það fyrsta stóra verkefnið. „Við áttum frábæra ferð til La Manga í janúar og vorum gríðarlega ánægð með þá ferð. Við spiluðum þar á móti Skotlandi og náðum að æfa vel fyrir þann leik. Þar kom hópurinn fyrst saman og við funduðum mikið,“ segir Jón Þór. „Við vorum mjög ánægðir með stemninguna í hópnum og hvernig hópurinn tók í allt saman. Stelpurnar æfðu líka vel. Það var fyrsta ferðin en þetta er fyrsta stóra verkefnið og er mikilvægt fyrir haustið. Við leggjum upp með það að halda áfram og fylgja eftir góðri ferð til La Manga.“ Íslenska liðið mætir Kanada og Skotlandi í riðlakeppninni á Algarve og fær svo leik um sæti þannig í heildina fær Jón Þór þrjá leiki til að leyfa öllum að spila og sjá hvaða leikmenn henta honum og hverjir ekki.Jón Þór Hauksson ásamt Ólafi Péturssyni, markvarðaþjálfara, á fundinum í dag.vísir/sigurjón„Við viljum halda áfram að þróa okkar leik ásamt því að prófa nýja hluti og spila á fleiri leikmönnum. Úti á La Manga spiluðum við bara einn leik með sex skiptingar en nú fáum við fleiri leiki og getum leyft fleirum að spila,“ segir hann. Landsliðsþjálfarinn kom á óvart með því að velja ekki Söndru Maríu Jessen í hópinn fyrir leikinn gegn Skotlandi en hún er inni núna. Að þessu sinni valdi hann ekki Fanndísi Friðriksdóttur sem var óánægð með að fara ekki með. Jón Þór tekur inn Margréti Láru Viðarsdóttur sem hefur ekki spilað með landsliðinu í tæp tvö ár vegna meiðsla en hann ætlar að sjá hvar hún stendur á þessu stigi fótboltans. Hún á ekki gefin farseðil í næsta hóp nema að hún standi sig vel þrátt fyrir allt sem hún hefur afrekað. „Að sjálfsögðu ekki. Það er ekkert gefið í þessu, hvorki með hana né nokkurn annan leikmann. Við erum að þróa okkar leik og okkar hóp. Við erum að skoða mikið af leikmönnum og það eru margir sem að fá tækifæri,“ segir Jón Þór. „Það er undir hverjum og einum leikmanni komið að sýna fram á það, að hann eigi heima í landsliðshópnum. Við erum bara spennt fyrir því að sjá það,“ segir Jón Þór Hauksson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Klippa: Jón Þór - Ekkert gefið í þessu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Svona var fundur Jóns Þórs í Laugardalnum Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna, valdi hópinn sem spilar á Algarve-mótinu lok febrúar. 15. febrúar 2019 12:45 Dagný og Margrét Lára snúa aftur í landsliðið Jón Þór Hauksson valdi hópinn fyrir Algarve-bikarinn. 15. febrúar 2019 13:00 Fanndís ósátt að fara ekki með til Algarve Fanndís Friðriksdóttir er ekki í landsliðshópnum sem fer á Algarve-mótið. 15. febrúar 2019 13:52 Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Brotist inn til Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira
Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, valdi í 23 leikmenn sem fara á hið árlega Algarve-mót í Portúgal þar sem mörg af bestum liðum heims koma saman. Jón Þór tók við liðinu af Frey Alexanderssyni fyrir áramót og stýrði liðinu til sigurs í fyrsta leik á móti Skotlandi í æfingaleik á La Manga í janúar en nú er það fyrsta stóra verkefnið. „Við áttum frábæra ferð til La Manga í janúar og vorum gríðarlega ánægð með þá ferð. Við spiluðum þar á móti Skotlandi og náðum að æfa vel fyrir þann leik. Þar kom hópurinn fyrst saman og við funduðum mikið,“ segir Jón Þór. „Við vorum mjög ánægðir með stemninguna í hópnum og hvernig hópurinn tók í allt saman. Stelpurnar æfðu líka vel. Það var fyrsta ferðin en þetta er fyrsta stóra verkefnið og er mikilvægt fyrir haustið. Við leggjum upp með það að halda áfram og fylgja eftir góðri ferð til La Manga.“ Íslenska liðið mætir Kanada og Skotlandi í riðlakeppninni á Algarve og fær svo leik um sæti þannig í heildina fær Jón Þór þrjá leiki til að leyfa öllum að spila og sjá hvaða leikmenn henta honum og hverjir ekki.Jón Þór Hauksson ásamt Ólafi Péturssyni, markvarðaþjálfara, á fundinum í dag.vísir/sigurjón„Við viljum halda áfram að þróa okkar leik ásamt því að prófa nýja hluti og spila á fleiri leikmönnum. Úti á La Manga spiluðum við bara einn leik með sex skiptingar en nú fáum við fleiri leiki og getum leyft fleirum að spila,“ segir hann. Landsliðsþjálfarinn kom á óvart með því að velja ekki Söndru Maríu Jessen í hópinn fyrir leikinn gegn Skotlandi en hún er inni núna. Að þessu sinni valdi hann ekki Fanndísi Friðriksdóttur sem var óánægð með að fara ekki með. Jón Þór tekur inn Margréti Láru Viðarsdóttur sem hefur ekki spilað með landsliðinu í tæp tvö ár vegna meiðsla en hann ætlar að sjá hvar hún stendur á þessu stigi fótboltans. Hún á ekki gefin farseðil í næsta hóp nema að hún standi sig vel þrátt fyrir allt sem hún hefur afrekað. „Að sjálfsögðu ekki. Það er ekkert gefið í þessu, hvorki með hana né nokkurn annan leikmann. Við erum að þróa okkar leik og okkar hóp. Við erum að skoða mikið af leikmönnum og það eru margir sem að fá tækifæri,“ segir Jón Þór. „Það er undir hverjum og einum leikmanni komið að sýna fram á það, að hann eigi heima í landsliðshópnum. Við erum bara spennt fyrir því að sjá það,“ segir Jón Þór Hauksson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Klippa: Jón Þór - Ekkert gefið í þessu
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Svona var fundur Jóns Þórs í Laugardalnum Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna, valdi hópinn sem spilar á Algarve-mótinu lok febrúar. 15. febrúar 2019 12:45 Dagný og Margrét Lára snúa aftur í landsliðið Jón Þór Hauksson valdi hópinn fyrir Algarve-bikarinn. 15. febrúar 2019 13:00 Fanndís ósátt að fara ekki með til Algarve Fanndís Friðriksdóttir er ekki í landsliðshópnum sem fer á Algarve-mótið. 15. febrúar 2019 13:52 Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Brotist inn til Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira
Svona var fundur Jóns Þórs í Laugardalnum Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna, valdi hópinn sem spilar á Algarve-mótinu lok febrúar. 15. febrúar 2019 12:45
Dagný og Margrét Lára snúa aftur í landsliðið Jón Þór Hauksson valdi hópinn fyrir Algarve-bikarinn. 15. febrúar 2019 13:00
Fanndís ósátt að fara ekki með til Algarve Fanndís Friðriksdóttir er ekki í landsliðshópnum sem fer á Algarve-mótið. 15. febrúar 2019 13:52