Þrælar sér ekki út fyrir leigufélögin Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 20:00 Rekstrarumhverfi verslana- og veitingastaða í miðbæ Reykjavíkur er dýrt og erfitt, íbúarnir eru horfnir á braut og flest íbúðahús orðin hótel eða gistirými segir Daníel Tryggvi Daníelsson, eigandi C is for Cookie kaffihússins í miðbæ Reykjavíkur, sem hættir rekstri nú um mánaðarmót því tvöfalda átti leigu á húsnæði staðarins. Húsnæði kaffihússins C is for Cookie var nýverið keypt af fasteignafélaginu Gamma ehf. Félagið á nú allt húsið og eru þar reknar svokallaðar lúxusíbúðir fyrir ferðamenn. Hækka átti leigu kaffihússins úr 315 þúsund í 650 þúsund krónur sem nemur 106 prósenta hækkun. Eigandi kaffihússins segir það gjörbreyta forsendum rekstursins og sér sig tilneyddan til að loka. „Þegar laun og leiga hækkar svona svakalega þá situr lítið sem ekkert eftir. Maður er ekki íþessu til að þræla sér út í snemmbúna gröf. Þannig að þegar maður sér þetta bara fara í vasana hjá einhverjum risa leigufyrirtækjum þá vill maður bara pakka saman og fara að gera eitthvað skemmtilegra,“ segir hann.Íbúarnir á förum Daníel segir margt hafa breyst síðustu fimm árin og bendir á að fjöldi veitinga- og verslunarhúsnæða standi auð og tengir hann það við erfitt rekstrar umhverfi. Nefna má dæmi um eitt fjölfarnasta horn í miðbæ Reykjavíkur á horni Skólavörðustígs og Laugavegs. Þar eru húsnæðin í kring mörg hver tóm. Verslunin Fóa, á Laugarvegi tvö, lokaði í nóvember síðastliðinn því hækka átti leiguna. Húsin þar við hliðina, á Laugavegi númer fjögur og sex, hafa staðið auðí nokkurn tíma. Handan götunnar á Laugavegi hefur 350 fermetra rými staðið autt síðan árið 2017. Daníel hefur áhyggjur af þróuninni. „Það sem hefur breyst einna mest er að í búarnir eru farnir. Við vorum með fullt af íbúum hér í öllum húsunum í kringum okkur. Það er búið að kaupa öll þessi hús upp, íbúarnir eru farnir allt annað. Það er búið að breyta þessu öllu í einhverskonar gistirými eða hótelíbúðir. Ef að túristarnir fara líka, þá verður enginn eftir,“ segir hann. Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Vekja „Draugaveg“ til lífsins með ísbar og tattústofu Hvað veldur því að eitt fjölfarnasta horn í miðborg Reykjavíkur hefur skartað mörgum tómum verslunarrýmum undanfarna mánuði og ár? 7. febrúar 2019 09:15 Lokar kaffihúsinu eftir að leigan hækkaði um 100 prósent Eftir níu ára rekstur hafa aðstandendur kaffihússins C is for Cookie við Týsgötu tekið ákvörðun um að skella í lás um mánaðamótin. 11. febrúar 2019 09:00 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Rekstrarumhverfi verslana- og veitingastaða í miðbæ Reykjavíkur er dýrt og erfitt, íbúarnir eru horfnir á braut og flest íbúðahús orðin hótel eða gistirými segir Daníel Tryggvi Daníelsson, eigandi C is for Cookie kaffihússins í miðbæ Reykjavíkur, sem hættir rekstri nú um mánaðarmót því tvöfalda átti leigu á húsnæði staðarins. Húsnæði kaffihússins C is for Cookie var nýverið keypt af fasteignafélaginu Gamma ehf. Félagið á nú allt húsið og eru þar reknar svokallaðar lúxusíbúðir fyrir ferðamenn. Hækka átti leigu kaffihússins úr 315 þúsund í 650 þúsund krónur sem nemur 106 prósenta hækkun. Eigandi kaffihússins segir það gjörbreyta forsendum rekstursins og sér sig tilneyddan til að loka. „Þegar laun og leiga hækkar svona svakalega þá situr lítið sem ekkert eftir. Maður er ekki íþessu til að þræla sér út í snemmbúna gröf. Þannig að þegar maður sér þetta bara fara í vasana hjá einhverjum risa leigufyrirtækjum þá vill maður bara pakka saman og fara að gera eitthvað skemmtilegra,“ segir hann.Íbúarnir á förum Daníel segir margt hafa breyst síðustu fimm árin og bendir á að fjöldi veitinga- og verslunarhúsnæða standi auð og tengir hann það við erfitt rekstrar umhverfi. Nefna má dæmi um eitt fjölfarnasta horn í miðbæ Reykjavíkur á horni Skólavörðustígs og Laugavegs. Þar eru húsnæðin í kring mörg hver tóm. Verslunin Fóa, á Laugarvegi tvö, lokaði í nóvember síðastliðinn því hækka átti leiguna. Húsin þar við hliðina, á Laugavegi númer fjögur og sex, hafa staðið auðí nokkurn tíma. Handan götunnar á Laugavegi hefur 350 fermetra rými staðið autt síðan árið 2017. Daníel hefur áhyggjur af þróuninni. „Það sem hefur breyst einna mest er að í búarnir eru farnir. Við vorum með fullt af íbúum hér í öllum húsunum í kringum okkur. Það er búið að kaupa öll þessi hús upp, íbúarnir eru farnir allt annað. Það er búið að breyta þessu öllu í einhverskonar gistirými eða hótelíbúðir. Ef að túristarnir fara líka, þá verður enginn eftir,“ segir hann.
Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Vekja „Draugaveg“ til lífsins með ísbar og tattústofu Hvað veldur því að eitt fjölfarnasta horn í miðborg Reykjavíkur hefur skartað mörgum tómum verslunarrýmum undanfarna mánuði og ár? 7. febrúar 2019 09:15 Lokar kaffihúsinu eftir að leigan hækkaði um 100 prósent Eftir níu ára rekstur hafa aðstandendur kaffihússins C is for Cookie við Týsgötu tekið ákvörðun um að skella í lás um mánaðamótin. 11. febrúar 2019 09:00 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Vekja „Draugaveg“ til lífsins með ísbar og tattústofu Hvað veldur því að eitt fjölfarnasta horn í miðborg Reykjavíkur hefur skartað mörgum tómum verslunarrýmum undanfarna mánuði og ár? 7. febrúar 2019 09:15
Lokar kaffihúsinu eftir að leigan hækkaði um 100 prósent Eftir níu ára rekstur hafa aðstandendur kaffihússins C is for Cookie við Týsgötu tekið ákvörðun um að skella í lás um mánaðamótin. 11. febrúar 2019 09:00