Neyð loðið hugtak Davíð Þorláksson skrifar 27. febrúar 2019 08:00 Donald Trump hefur sagt að hann muni lýsa yfir neyðarástandi til að fá vald til að veita fé úr almannavarnasjóði til byggingar landamæraveggjar sem hann lofaði að Mexíkó myndi greiða. Það er auðvitað ekkert neyðarástand. Fólk í leit að betra lífi reynir að komast til Bandaríkjanna þar sem það eykur hagvöxt og auðgar menningu. Hert landamæraeftirlit undanfarinna áratuga hefur haft öfug áhrif við það sem að var stefnt. Í stað þess að farandverkamenn komi og fari yfir landamærin eftir þörfum þá kemur fólk til Bandaríkjanna og snýr ekki aftur af ótta við að komast ekki þangað aftur. Trump ýtir undir útlendingaandúð til að sameina fólk að baki sér. Þetta er gamalt trikk popúlista. Þessi staða er góð áminning um mikilvægi þess að takmarka völd stjórnmálamanna. Þegar þeim eru veitt völd með stjórnarskrá eða lögum er gjarnan gert ráð fyrir að þeim verði beitt með þjóðarhag í huga. Dæmin sanna að það er ekki hægt að gera ráð fyrir því. Eins manns þjóðarheill er annars þjóðarböl. Í Bandaríkjunum hafa forsetar beitt slíku valdi til að setja saklausa borgara af japönskum ættum í fangabúðir í seinni heimsstyrjöldinni og til að leyfa pyntingar eftir hryðjuverkaárásirnar 2001. Á Íslandi eru borgararnir varðir gegn ofríki stjórnmálamanna með stjórnarskrá, ekki síst mannréttindaákvæðunum. Á þeim eru þó stundum undantekningar, t.d. ef almenningsþörf krefur. Með dómum Hæstaréttar hefur löggjafanum (stjórnmálamönnum) svo verið eftirlátið að skilgreina þessa almenningsþörf. Það er brýnt að við verðum á varðbergi, ekki síst vegna vaxandi áhrifa popúlista í nágrannalöndum okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Donald Trump Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Donald Trump hefur sagt að hann muni lýsa yfir neyðarástandi til að fá vald til að veita fé úr almannavarnasjóði til byggingar landamæraveggjar sem hann lofaði að Mexíkó myndi greiða. Það er auðvitað ekkert neyðarástand. Fólk í leit að betra lífi reynir að komast til Bandaríkjanna þar sem það eykur hagvöxt og auðgar menningu. Hert landamæraeftirlit undanfarinna áratuga hefur haft öfug áhrif við það sem að var stefnt. Í stað þess að farandverkamenn komi og fari yfir landamærin eftir þörfum þá kemur fólk til Bandaríkjanna og snýr ekki aftur af ótta við að komast ekki þangað aftur. Trump ýtir undir útlendingaandúð til að sameina fólk að baki sér. Þetta er gamalt trikk popúlista. Þessi staða er góð áminning um mikilvægi þess að takmarka völd stjórnmálamanna. Þegar þeim eru veitt völd með stjórnarskrá eða lögum er gjarnan gert ráð fyrir að þeim verði beitt með þjóðarhag í huga. Dæmin sanna að það er ekki hægt að gera ráð fyrir því. Eins manns þjóðarheill er annars þjóðarböl. Í Bandaríkjunum hafa forsetar beitt slíku valdi til að setja saklausa borgara af japönskum ættum í fangabúðir í seinni heimsstyrjöldinni og til að leyfa pyntingar eftir hryðjuverkaárásirnar 2001. Á Íslandi eru borgararnir varðir gegn ofríki stjórnmálamanna með stjórnarskrá, ekki síst mannréttindaákvæðunum. Á þeim eru þó stundum undantekningar, t.d. ef almenningsþörf krefur. Með dómum Hæstaréttar hefur löggjafanum (stjórnmálamönnum) svo verið eftirlátið að skilgreina þessa almenningsþörf. Það er brýnt að við verðum á varðbergi, ekki síst vegna vaxandi áhrifa popúlista í nágrannalöndum okkar.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun