Sigur í kúluvarpi kom á óvart Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. febrúar 2019 11:00 María Rún fréttablaðið FH-ingurinn María Rún Gunnlaugsdóttir var fimm verðlaunapeningum ríkari eftir Meistaramót Íslands um helgina. Hún vann til gullverðlauna í hástökki, kúluvarpi og 60 metra grindahlaupi og silfurverðlauna í langstökki og 4x400 boðhlaupi með sveit FH. „Ég stefndi alveg á að vinna hástökkið og grindahlaupið en sigurinn í kúluvarpi kom á óvart. Það er ekki beint mín sterkasta grein,“ sagði María þegar blaðamaður Fréttablaðsins sló á þráðinn til hennar í gær. „Í langstökkinu vorum við nokkrar sem börðumst um 2. sætið þannig að ég var sátt með að ná því,“ bætti María við en Hafdís Sigurðardóttir varð hlutskörpust í langstökki. María nældi sér ekki bara í gull í kúluvarpi og grindahlaupi heldur bætti hún sinn persónulega árangur í báðum greinum. Hún kastaði kúlunni lengst 12,75 metra og kom í mark á 8,71 sekúndu í grindahlaupinu. Þá náði hún sínum besta árangri á tímabilinu í langstökki (5,79 metrar). „Þetta kom svolítið á óvart því langstökkið, kúluvarpið og grindahlaupið var eiginlega allt á sama tíma þannig að maður var á hlaupum á milli. Maður hafði ekki mikinn tíma til að einbeita sér að einni grein,“ sagði María. Lið hennar, FH, varð Íslandsmeistari í liðakeppni. FH-ingar fengu 50 stig, tveimur stigum meira en ÍR. María hefur byrjað árið 2019 af miklum krafti en um þarsíðustu helgi varð hún meistari í fimmtarþraut á Íslandsmótinu innanhúss í fjölþraut. Þar fékk hún 3.927 stig sem er ekki langt frá hennar besta árangri (3.940 stig). „Ég klúðraði hástökkinu þar og tapaði dýrmætum stigum. En ég stefni á að taka aðra fimmtarþraut eftir tvær helgar. Bikarinn er um næstu helgi og síðan ætla ég að taka eina aðra þraut,“ sagði María. Hún segir að grindahlaupið og hástökkið séu hennar sterkustu greinar eins og staðan er núna. Það sé þó mismunandi eftir tímabilum hvaða greinar hún leggi mesta áherslu á. „Núna hef ég lagt áherslu á að ná langstökkinu aftur upp. Maður reynir að dreifa þessu og ná öllum greinunum,“ sagði María. Hún hóf ferilinn hjá Ármanni en skipti yfir í FH 2016. „Ég er mjög sátt við þá ákvörðun. Ég þurfti á smá breytingu að halda. Stundum þarf maður að breyta um umhverfi,“ sagði María. Guðmundur Hólmar Jónsson er hennar aðalþjálfari en Óðinn Björn Þorsteinsson og Ragnheiður Ólafsdóttir hafa einnig verið henni innan handar; Óðinn með kúluvarpið og styrktarþjálfun og Ragnheiður með grindahlaupið. María segir ýmislegt á dagskrá hjá sér í sumar. „Smáþjóðaleikar og Evrópubikar í þraut og með landsliðinu. Ég stefni á góða bætingu í þrautinni. Ég á það alveg inni,“ sagði hún. María segir að árangur helgarinnar gefi henni byr undir báða vængi. „Algjörlega, þetta er mjög jákvætt fyrir næstu mót og sumarið. Þetta kemur manni í gang,“ sagði María að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Lausanne - Breiðablik | Blika stíga aftur á stóra sviðið Roma - Lille | Hákon reið inn í Rómarborg Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira
FH-ingurinn María Rún Gunnlaugsdóttir var fimm verðlaunapeningum ríkari eftir Meistaramót Íslands um helgina. Hún vann til gullverðlauna í hástökki, kúluvarpi og 60 metra grindahlaupi og silfurverðlauna í langstökki og 4x400 boðhlaupi með sveit FH. „Ég stefndi alveg á að vinna hástökkið og grindahlaupið en sigurinn í kúluvarpi kom á óvart. Það er ekki beint mín sterkasta grein,“ sagði María þegar blaðamaður Fréttablaðsins sló á þráðinn til hennar í gær. „Í langstökkinu vorum við nokkrar sem börðumst um 2. sætið þannig að ég var sátt með að ná því,“ bætti María við en Hafdís Sigurðardóttir varð hlutskörpust í langstökki. María nældi sér ekki bara í gull í kúluvarpi og grindahlaupi heldur bætti hún sinn persónulega árangur í báðum greinum. Hún kastaði kúlunni lengst 12,75 metra og kom í mark á 8,71 sekúndu í grindahlaupinu. Þá náði hún sínum besta árangri á tímabilinu í langstökki (5,79 metrar). „Þetta kom svolítið á óvart því langstökkið, kúluvarpið og grindahlaupið var eiginlega allt á sama tíma þannig að maður var á hlaupum á milli. Maður hafði ekki mikinn tíma til að einbeita sér að einni grein,“ sagði María. Lið hennar, FH, varð Íslandsmeistari í liðakeppni. FH-ingar fengu 50 stig, tveimur stigum meira en ÍR. María hefur byrjað árið 2019 af miklum krafti en um þarsíðustu helgi varð hún meistari í fimmtarþraut á Íslandsmótinu innanhúss í fjölþraut. Þar fékk hún 3.927 stig sem er ekki langt frá hennar besta árangri (3.940 stig). „Ég klúðraði hástökkinu þar og tapaði dýrmætum stigum. En ég stefni á að taka aðra fimmtarþraut eftir tvær helgar. Bikarinn er um næstu helgi og síðan ætla ég að taka eina aðra þraut,“ sagði María. Hún segir að grindahlaupið og hástökkið séu hennar sterkustu greinar eins og staðan er núna. Það sé þó mismunandi eftir tímabilum hvaða greinar hún leggi mesta áherslu á. „Núna hef ég lagt áherslu á að ná langstökkinu aftur upp. Maður reynir að dreifa þessu og ná öllum greinunum,“ sagði María. Hún hóf ferilinn hjá Ármanni en skipti yfir í FH 2016. „Ég er mjög sátt við þá ákvörðun. Ég þurfti á smá breytingu að halda. Stundum þarf maður að breyta um umhverfi,“ sagði María. Guðmundur Hólmar Jónsson er hennar aðalþjálfari en Óðinn Björn Þorsteinsson og Ragnheiður Ólafsdóttir hafa einnig verið henni innan handar; Óðinn með kúluvarpið og styrktarþjálfun og Ragnheiður með grindahlaupið. María segir ýmislegt á dagskrá hjá sér í sumar. „Smáþjóðaleikar og Evrópubikar í þraut og með landsliðinu. Ég stefni á góða bætingu í þrautinni. Ég á það alveg inni,“ sagði hún. María segir að árangur helgarinnar gefi henni byr undir báða vængi. „Algjörlega, þetta er mjög jákvætt fyrir næstu mót og sumarið. Þetta kemur manni í gang,“ sagði María að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Lausanne - Breiðablik | Blika stíga aftur á stóra sviðið Roma - Lille | Hákon reið inn í Rómarborg Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira