FH tók gullið á heimavelli Anton Ingi Leifsson skrifar 24. febrúar 2019 17:26 Guðbjörg Jóna vann til gullverðlauna i dag. vísir/getty Annar dagur meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss fór fram í Kaplakrika í dag en fjölmargar greinar voru á dagskránni í dag. FH stóð uppi sem sigurvegari í heildarstigakeppninni. Hafnarfjarðarliðið nældi sér í 50 stig en í öðru sætinu var ÍR með 48 stig. Breiðablik var svo í þriðja sætinu með 21 stig. Í kvennaflokki var það hins vegar ÍR sem vann en þær nældu í 29 stig. FH lenti í öðru sætinu með stigi minna og Breiðablik var í þriðja sætinu með tíu stig. FH vann hins vegar í karlaflokki með þremur stigum. Þeir fengu 22 stig og ÍR-ingarnir voru í öðru sætinu með nítján stig. Breiðablik endaði í þriðja sætinu með ellefu stig. Kormákur Ari Hafliðason, FH, kom fyrstur í mark í 200 metra hlaupi karla en hann kom í mark á 22,21 sekúndum. Þetta var hans besti tími. Hinrik Snær Steinsson var annar og Guðmundur Ágúst Thoroddsen, Aftureldingu, þriðji. Hinrik Snær kom hins vegar fyrstur í mark í 400 metra hlaupi en hann hljóp á sínum besta tíma eða 48,87 sekúndum. Nú var Kormákur annar en í þriðja sætinu var Bjarni Anton Theodórsson úr Fjölni. Í 3000 metra hlaupi karla voru ÍR-ingar í þremur efstu sætunum. Þórlófur Ingi Þórsson kom fyrstur í mark á nýju meti en hann hljóp á níu mínútum og níu sekúndum. Vilhjálmur Þór Svansson og Vignir Már Lýðsson komu næstir. Í sömu grein í kvennaflokki var það Elín Edda Sigurðardóttir sem stóð uppi sem sigurvegari. Hún hljóp á 10:12,98 sem er hennar besti tími en Fríða Rún Þórðardóttir var í öðru sæti. Helga Guðný Elíasdóttir var í þriðja sæti. Boðhlaupsveit FH kom fyrst í mark í 4x400 metra hlaupi karla er hún hljóp á 3:26,74. Sveit Breiðabliks var um fjórum sekúndum á eftir Hafnarfjarðarliðinu en í þriðja sæti voru Fjölnismenn. ÍR stóð uppi sigurvegari kvennamegin en þær hlupu á 3:54,02. FH var í öðru sæti rúmri sekúndu á eftir ÍR-ingunum en í þriðja sætinu var B-sveit ÍR. Ísak Óli Traustason var fljótastur í mark í 60 metra grindahlaupi er hann kom í mark á 8,27 sekúndum. Sindri Magnússon og Dagur Fannar Einarsson voru í næstu sætum á eftir.María Rún vann til verðlauna í dag.vísir/sentMaría Rún Gunnlaugsdóttir, FH, var fljótust í kvennaflokki í grindahlaupi. Fjóla Signý Hannesdóttir var í öðru sætinu og Hildigunnur Þórarinsdóttir var sú þriðja. Kristján Viggó Sigfinnsson, Ármanni, stökk hæst í hástökki karla en hann stökk 1,97. Bjarki Rúnar Kristinsson var annar og ÍR-ingurinn Kolbeinn Tómas Jónsson var þriðji. Ísak Óli Traustason stökk lengst í langstökki karla en hann stökk 6,80 metra. Gunnar Eyjólfsson var annar og Hermann Orri Svavarsson var í þriðja sætinu á sínu besta stökki. Kvennamegin var það Hafdís Sigurðardóttir sem stökk lengst eða 6,18 metra. María Rún Gunnlaugsdóttir var í öðru sætinu og Birna Kristín Kristjánsdóttir í því þriðja. Ólympíuverðlaunahafinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir kom fyrst í mark í 200 metra hlaupi kvenna en hún var um 40 sekúndubrotum á undan Þórdísi Evu Steinsdóttur. Í þriðja sætinu var Agnes Kristjánsdóttir. Í 800 metra hlaupi kvenna kom Ingibjörg Sigurðardóttir fyrst í mark, á undan Söru Mjöll Smárdaóttur og Sólrúnu Soffíu Arnardóttur. Í stangarstökki kvenna var það Bogey Ragnheiður Leósdóttir, FH, sem stökk hæst og stóð uppi sem sigurvegari en Stella Dögg Eiríksdóttir Blöndal var í öðru sæti. Rakel Ósk Dýrfjörð Björnsdóttir var í þriðja sætinu. Síðasta grein dagsins var svo kúluvarp kvenna en þar var María Rún öflugust og kastaði sitt besta kast eða 12,75 metra. Irma Gunnarsdóttir var önnur og Helga Margrét Haraldsdóttir var í því þriðja. Frjálsar íþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sjá meira
Annar dagur meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss fór fram í Kaplakrika í dag en fjölmargar greinar voru á dagskránni í dag. FH stóð uppi sem sigurvegari í heildarstigakeppninni. Hafnarfjarðarliðið nældi sér í 50 stig en í öðru sætinu var ÍR með 48 stig. Breiðablik var svo í þriðja sætinu með 21 stig. Í kvennaflokki var það hins vegar ÍR sem vann en þær nældu í 29 stig. FH lenti í öðru sætinu með stigi minna og Breiðablik var í þriðja sætinu með tíu stig. FH vann hins vegar í karlaflokki með þremur stigum. Þeir fengu 22 stig og ÍR-ingarnir voru í öðru sætinu með nítján stig. Breiðablik endaði í þriðja sætinu með ellefu stig. Kormákur Ari Hafliðason, FH, kom fyrstur í mark í 200 metra hlaupi karla en hann kom í mark á 22,21 sekúndum. Þetta var hans besti tími. Hinrik Snær Steinsson var annar og Guðmundur Ágúst Thoroddsen, Aftureldingu, þriðji. Hinrik Snær kom hins vegar fyrstur í mark í 400 metra hlaupi en hann hljóp á sínum besta tíma eða 48,87 sekúndum. Nú var Kormákur annar en í þriðja sætinu var Bjarni Anton Theodórsson úr Fjölni. Í 3000 metra hlaupi karla voru ÍR-ingar í þremur efstu sætunum. Þórlófur Ingi Þórsson kom fyrstur í mark á nýju meti en hann hljóp á níu mínútum og níu sekúndum. Vilhjálmur Þór Svansson og Vignir Már Lýðsson komu næstir. Í sömu grein í kvennaflokki var það Elín Edda Sigurðardóttir sem stóð uppi sem sigurvegari. Hún hljóp á 10:12,98 sem er hennar besti tími en Fríða Rún Þórðardóttir var í öðru sæti. Helga Guðný Elíasdóttir var í þriðja sæti. Boðhlaupsveit FH kom fyrst í mark í 4x400 metra hlaupi karla er hún hljóp á 3:26,74. Sveit Breiðabliks var um fjórum sekúndum á eftir Hafnarfjarðarliðinu en í þriðja sæti voru Fjölnismenn. ÍR stóð uppi sigurvegari kvennamegin en þær hlupu á 3:54,02. FH var í öðru sæti rúmri sekúndu á eftir ÍR-ingunum en í þriðja sætinu var B-sveit ÍR. Ísak Óli Traustason var fljótastur í mark í 60 metra grindahlaupi er hann kom í mark á 8,27 sekúndum. Sindri Magnússon og Dagur Fannar Einarsson voru í næstu sætum á eftir.María Rún vann til verðlauna í dag.vísir/sentMaría Rún Gunnlaugsdóttir, FH, var fljótust í kvennaflokki í grindahlaupi. Fjóla Signý Hannesdóttir var í öðru sætinu og Hildigunnur Þórarinsdóttir var sú þriðja. Kristján Viggó Sigfinnsson, Ármanni, stökk hæst í hástökki karla en hann stökk 1,97. Bjarki Rúnar Kristinsson var annar og ÍR-ingurinn Kolbeinn Tómas Jónsson var þriðji. Ísak Óli Traustason stökk lengst í langstökki karla en hann stökk 6,80 metra. Gunnar Eyjólfsson var annar og Hermann Orri Svavarsson var í þriðja sætinu á sínu besta stökki. Kvennamegin var það Hafdís Sigurðardóttir sem stökk lengst eða 6,18 metra. María Rún Gunnlaugsdóttir var í öðru sætinu og Birna Kristín Kristjánsdóttir í því þriðja. Ólympíuverðlaunahafinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir kom fyrst í mark í 200 metra hlaupi kvenna en hún var um 40 sekúndubrotum á undan Þórdísi Evu Steinsdóttur. Í þriðja sætinu var Agnes Kristjánsdóttir. Í 800 metra hlaupi kvenna kom Ingibjörg Sigurðardóttir fyrst í mark, á undan Söru Mjöll Smárdaóttur og Sólrúnu Soffíu Arnardóttur. Í stangarstökki kvenna var það Bogey Ragnheiður Leósdóttir, FH, sem stökk hæst og stóð uppi sem sigurvegari en Stella Dögg Eiríksdóttir Blöndal var í öðru sæti. Rakel Ósk Dýrfjörð Björnsdóttir var í þriðja sætinu. Síðasta grein dagsins var svo kúluvarp kvenna en þar var María Rún öflugust og kastaði sitt besta kast eða 12,75 metra. Irma Gunnarsdóttir var önnur og Helga Margrét Haraldsdóttir var í því þriðja.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sjá meira