Nafngreindu óvænt drenginn sem myrti Aleshu MacPhail Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 21:17 Aaron Thomas Campbell má sjá til vinstri á mynd. Fórnarlamb hans, hin sex ára Alesha MacPhail, er til hægri á mynd. Mynd/Samsett Fjölmiðlum í Bretlandi var í gær leyft að nafngreina drenginn sem fundinn var sekur um morðið á hinni sex ára Aleshu MacPhail. Drengurinn heitir Aaron Thomas Campbell en þetta er í fyrsta sinn sem nafngreiningarbanni á grundvelli aldurs er aflétt í Skotlandi, að því er fram kemur í frétt The Guardian. Alesha fannst látin í rústum gistiheimilis á skosku eyjunni Bute í fyrrasumar. Málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. Pilturinn, sem nú hefur komið fram að er áðurnefndur Campbell, var handtekinn í sumar grunaður um að hafa tekið Aleshu úr rúmi hennar, nauðgað henni og loks myrt hana. Hann var fundinn sekur um morðið og nauðgunina nú í febrúar.Sjá einnig: Táningurinn kennir konu um morðið á hinni sex ára gömlu Aleshu Lög í Skotlandi kveða á um að ungmenni undir lögaldri, sem hafa stöðu sakbornings, þolanda eða vitnis í sakamálum, séu ekki nafngreind opinberlega í umfjöllun um málin. Campbell hafði því ekki verið nafngreindur í fjölmiðlum þar til nú. Því má þakka formlegri beiðni nokkurra breskra fjölmiðla, þar sem farið var fram á að Campbell yrði nafngreindur á grundvelli almannahagsmuna. Dómarinn í málinu varð við beiðninni og sagði ákvörðun sína m.a. grundvallast á því hversu ógeðfelldur glæpurinn hefði verið. Hann lagði jafnframt áherslu á sérstöðu málsins en þetta er í fyrsta sinn sem banni af þessu tagi er aflétt í Skotlandi. Þá var einnig tekið tillit til þess að Campbell hafði reynt að koma sökinni yfir á annan ungling, hinn átján ára Toni McLachlan. MacLachlan naut ekki nafnleyndar, þar sem hann hafði náð lögaldri, og þótti ósanngjarnt að hinn raunverulegi morðingi gæti falið sig á bak við áðurnefnt lagaákvæði. Gert er ráð fyrir að dómur falli í máli Campbells þann 21. mars næstkomandi en hann á yfir höfði sér fangelsisvist. Þá verður hann ævilangt á skrá yfir kynferðisafbrotamenn í Bretlandi. Bretland Skotland Tengdar fréttir Táningurinn kennir konu um morðið á hinni sex ára gömlu Aleshu Málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. 12. febrúar 2019 08:37 Minnast sex ára stúlku sem fannst látin í hótelrústum Fyrstu fregnir af hvarfi stúlkunnar bárust á mánudag þegar amma hennar birti færslu þess efnis á Facebook. Voru notendur samfélagsmiðilsins beðnir um að hjálpa til við leitina að MacPhail. 3. júlí 2018 15:46 Lát Aleshu rannsakað sem morð Lögregla á skosku eyjunni Bute hefur staðfest að andlát hinnar sex ára Aleshu MacPhail sé nú rannsakað sem morð. 4. júlí 2018 09:56 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Fjölmiðlum í Bretlandi var í gær leyft að nafngreina drenginn sem fundinn var sekur um morðið á hinni sex ára Aleshu MacPhail. Drengurinn heitir Aaron Thomas Campbell en þetta er í fyrsta sinn sem nafngreiningarbanni á grundvelli aldurs er aflétt í Skotlandi, að því er fram kemur í frétt The Guardian. Alesha fannst látin í rústum gistiheimilis á skosku eyjunni Bute í fyrrasumar. Málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. Pilturinn, sem nú hefur komið fram að er áðurnefndur Campbell, var handtekinn í sumar grunaður um að hafa tekið Aleshu úr rúmi hennar, nauðgað henni og loks myrt hana. Hann var fundinn sekur um morðið og nauðgunina nú í febrúar.Sjá einnig: Táningurinn kennir konu um morðið á hinni sex ára gömlu Aleshu Lög í Skotlandi kveða á um að ungmenni undir lögaldri, sem hafa stöðu sakbornings, þolanda eða vitnis í sakamálum, séu ekki nafngreind opinberlega í umfjöllun um málin. Campbell hafði því ekki verið nafngreindur í fjölmiðlum þar til nú. Því má þakka formlegri beiðni nokkurra breskra fjölmiðla, þar sem farið var fram á að Campbell yrði nafngreindur á grundvelli almannahagsmuna. Dómarinn í málinu varð við beiðninni og sagði ákvörðun sína m.a. grundvallast á því hversu ógeðfelldur glæpurinn hefði verið. Hann lagði jafnframt áherslu á sérstöðu málsins en þetta er í fyrsta sinn sem banni af þessu tagi er aflétt í Skotlandi. Þá var einnig tekið tillit til þess að Campbell hafði reynt að koma sökinni yfir á annan ungling, hinn átján ára Toni McLachlan. MacLachlan naut ekki nafnleyndar, þar sem hann hafði náð lögaldri, og þótti ósanngjarnt að hinn raunverulegi morðingi gæti falið sig á bak við áðurnefnt lagaákvæði. Gert er ráð fyrir að dómur falli í máli Campbells þann 21. mars næstkomandi en hann á yfir höfði sér fangelsisvist. Þá verður hann ævilangt á skrá yfir kynferðisafbrotamenn í Bretlandi.
Bretland Skotland Tengdar fréttir Táningurinn kennir konu um morðið á hinni sex ára gömlu Aleshu Málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. 12. febrúar 2019 08:37 Minnast sex ára stúlku sem fannst látin í hótelrústum Fyrstu fregnir af hvarfi stúlkunnar bárust á mánudag þegar amma hennar birti færslu þess efnis á Facebook. Voru notendur samfélagsmiðilsins beðnir um að hjálpa til við leitina að MacPhail. 3. júlí 2018 15:46 Lát Aleshu rannsakað sem morð Lögregla á skosku eyjunni Bute hefur staðfest að andlát hinnar sex ára Aleshu MacPhail sé nú rannsakað sem morð. 4. júlí 2018 09:56 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Táningurinn kennir konu um morðið á hinni sex ára gömlu Aleshu Málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. 12. febrúar 2019 08:37
Minnast sex ára stúlku sem fannst látin í hótelrústum Fyrstu fregnir af hvarfi stúlkunnar bárust á mánudag þegar amma hennar birti færslu þess efnis á Facebook. Voru notendur samfélagsmiðilsins beðnir um að hjálpa til við leitina að MacPhail. 3. júlí 2018 15:46
Lát Aleshu rannsakað sem morð Lögregla á skosku eyjunni Bute hefur staðfest að andlát hinnar sex ára Aleshu MacPhail sé nú rannsakað sem morð. 4. júlí 2018 09:56