Reglur um blóðgjafir samkynhneigðra verði rýmkaðar en varlega Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2019 17:36 Mikil umræða hefur skapast um hverjir mega gefa blóð. Vísir/Getty Ráðgjafanefnd um fagleg málefni blóðbankaþjónustu leggur til að rýmka megi reglur Blóðbankans um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna en telur að fara beri varlega í að breyta reglunum. Samkynhneigðum karlmönnum gæti verið vísað frá í tólf mánuði samkvæmt tillögu nefndarinnar. Heilbrigðisráðherra óskaði eftir áliti nefndarinnar á því hvort slaka mætti á reglum um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna eftir umræður sem höfðu þá spunnist um núgildandi reglur sem banna þeim alfarið að gefa blóð. Í áliti sem nefndin skilaði ráðherra í dag kemur fram að hún telji að tólf mánaða tímabundin frávísun fyrir blóðgjöf samkynhneigðra karlmanna sé hæfilegt fyrsta skref. Undirbúa þurfi breytinguna á margvíslegan hátt og því leggur nefndin til að reglum verði breytt eftir eitt til tvö ár. Til að tryggja gæði blóðs og blóðhluta vill nefndin að um leið og reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna verði rýmkaðar verði gripið til fleiri ráðstafana. Þar á meðal vill nefndin fara yfir og meta tímabundnar frávísanir vegna annarra þátta eins og húðmyndaskreytingar, íhluta í húð og slímhúðir, maga- og ristilspeglunar, kynmökum við fólk í sérstakri áhættu, ferðalögum á malaríusvæði og fleiri þátta. Þá vill nefndin auka rannsóknir á blóði sem er gefið og bæta við svonefndum kjarnsýruprófunum á öllum blóðhlutum og að kynningarherferð um breytingarnar fari fram. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Blóðgjafir homma flókið mál að mati formanns ráðgjafanefndar Segir að blóðgjafir homma gætu haft mikinn kostnaðarauka í för með sér fyrir Blóðbankann. 3. janúar 2019 09:00 Tímaskekkja að skilyrða blóðgjafir við kynhegðun að mati þingmanns Þingmaður Framsóknarflokksins telur óraunhæft að starfsfólk Blóðbanka geti metið kynhneigð og kynhegðun fólks sem vill gefa blóð. 4. október 2018 21:19 Bann við blóðgjöf samkynhneigðra endurskoðað Til skoðunar er að breyta reglum sem banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð á Íslandi. Málið er í ferli hjá heilbrigðisráðuneytinu og er niðurstaða væntanleg á næstu vikum eða mánuðum. 2. september 2018 14:00 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Ráðgjafanefnd um fagleg málefni blóðbankaþjónustu leggur til að rýmka megi reglur Blóðbankans um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna en telur að fara beri varlega í að breyta reglunum. Samkynhneigðum karlmönnum gæti verið vísað frá í tólf mánuði samkvæmt tillögu nefndarinnar. Heilbrigðisráðherra óskaði eftir áliti nefndarinnar á því hvort slaka mætti á reglum um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna eftir umræður sem höfðu þá spunnist um núgildandi reglur sem banna þeim alfarið að gefa blóð. Í áliti sem nefndin skilaði ráðherra í dag kemur fram að hún telji að tólf mánaða tímabundin frávísun fyrir blóðgjöf samkynhneigðra karlmanna sé hæfilegt fyrsta skref. Undirbúa þurfi breytinguna á margvíslegan hátt og því leggur nefndin til að reglum verði breytt eftir eitt til tvö ár. Til að tryggja gæði blóðs og blóðhluta vill nefndin að um leið og reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna verði rýmkaðar verði gripið til fleiri ráðstafana. Þar á meðal vill nefndin fara yfir og meta tímabundnar frávísanir vegna annarra þátta eins og húðmyndaskreytingar, íhluta í húð og slímhúðir, maga- og ristilspeglunar, kynmökum við fólk í sérstakri áhættu, ferðalögum á malaríusvæði og fleiri þátta. Þá vill nefndin auka rannsóknir á blóði sem er gefið og bæta við svonefndum kjarnsýruprófunum á öllum blóðhlutum og að kynningarherferð um breytingarnar fari fram.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Blóðgjafir homma flókið mál að mati formanns ráðgjafanefndar Segir að blóðgjafir homma gætu haft mikinn kostnaðarauka í för með sér fyrir Blóðbankann. 3. janúar 2019 09:00 Tímaskekkja að skilyrða blóðgjafir við kynhegðun að mati þingmanns Þingmaður Framsóknarflokksins telur óraunhæft að starfsfólk Blóðbanka geti metið kynhneigð og kynhegðun fólks sem vill gefa blóð. 4. október 2018 21:19 Bann við blóðgjöf samkynhneigðra endurskoðað Til skoðunar er að breyta reglum sem banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð á Íslandi. Málið er í ferli hjá heilbrigðisráðuneytinu og er niðurstaða væntanleg á næstu vikum eða mánuðum. 2. september 2018 14:00 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Blóðgjafir homma flókið mál að mati formanns ráðgjafanefndar Segir að blóðgjafir homma gætu haft mikinn kostnaðarauka í för með sér fyrir Blóðbankann. 3. janúar 2019 09:00
Tímaskekkja að skilyrða blóðgjafir við kynhegðun að mati þingmanns Þingmaður Framsóknarflokksins telur óraunhæft að starfsfólk Blóðbanka geti metið kynhneigð og kynhegðun fólks sem vill gefa blóð. 4. október 2018 21:19
Bann við blóðgjöf samkynhneigðra endurskoðað Til skoðunar er að breyta reglum sem banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð á Íslandi. Málið er í ferli hjá heilbrigðisráðuneytinu og er niðurstaða væntanleg á næstu vikum eða mánuðum. 2. september 2018 14:00