Talsverður erill var hjá lögreglu í nótt en tæplega hundrað mál voru skráð. Mikið var um aðstoðarbeiðnir vegna ölvunar og þá voru tíu ökumenn stöðvaðir vegna ölvunar- eða fíkniefnaaksturs.
Maður var handtekinn í annarlegu ástandi eftir að hafa haft í hótunum við starfsmenn gistiskýlisins við Lindargötu. Þegar lögregla mætti á staðinn neitaði maðurinn að gefa upp nafn og kennitölu og var hann vistaður í fangaklefa.
Tilkynnt var um tvær líkamsárásir í miðbænum í nótt. Í einu tilfelli var maður handtekinn fyrir líkamsárás á skemmtistað og var hann vistaður í fangaklefa. Þá reyndi einn árásarmaður að flýja lögreglu en lögregla hljóp hann uppi og var maðurinn vistaður í fangaklefa. Þolandi var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.
Í Hafnarfirði var maður handtekinn vegna húsbrots og var hann vistaður í fangaklefa.
Í Grafarvogi var ekið á unga stúlku en ekki er vitað um meiðsl hennar að svo stöddu. Þá var tilkynnt um eld í skúr nærri Elliðavatni og brann skúrinn til kaldra kola. Ekki er vitað um eldsupptök.
Tæplega hundrað mál á borði lögreglu í nótt
Sylvía Hall skrifar

Mest lesið




Banaslys varð í Vík í Mýrdal
Innlent


Hvernig skiptast fylkingarnar?
Innlent




„Við gefumst ekki upp á ykkur“
Innlent