Andvíg þvingunum en ekki bólusetningum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. mars 2019 07:00 Halldóra hefur verið þráspurð um skoðanir sínar. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Reglulega er Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, spurð hvort hún sé á móti bólusetningum við sjúkdómum. Ástæðan er ein af fyrstu ræðum hennar úr pontu þingsins. Halldóra hafnar því að hún sé andvíg bólusetningum en telur ekki rétt að skikka fólk til þeirra. Undanfarna daga hefur verið mikil umræða um bólusetningar og mikilvægi þeirra eftir að fjögur tilfelli af mislingum greindust hér á landi. Þá var fimmta smitið staðfest í gær. Á hluta heilsugæsla hefur starfsfólk nánast verið í færibandavinnu við bólusetningu. Sumum finnst ekki nægilega langt gengið og telja rétt að skikka fólk til að bólusetja börn sín. Umrædd ræða Halldóru var sú áttunda sem hún flutti í þingsal en þá var hún varaþingmaður Pírata. Umfjöllunarefnið voru viðbrögð við frétt Stöðvar 2 þar sem rætt var við móður sem bólusetti ekki yngra barn sitt vegna gruns um að eldra barn hefði brugðist illa við bólusetningu. „Maður spyr: Af hverju er ekki hægt að ræða bólusetningar á yfirvegaðan hátt eins og hvert annað mál? Hvað er fólk svona hrætt við?“ spurði Halldóra meðal annars í ræðunni. „Það hefur alltaf verið ríkt í mér að stökkva til varnar viðkvæmustu hópum samfélagsins sem komið er fram við á óréttmætan hátt. Þá skiptir litlu máli hvert málefnið er. Þarna var kona í viðkvæmum aðstæðum að lýsa reynslu sinni og hún var kölluð ógeðfelldum nöfnum vegna þess. Það var aðallega það sem ég var að bregðast við,“ segir Halldóra. Nefndarformaðurinn segist vilja leggja sín lóð á vogarskálarnar til að forða því að einhver umræðuefni verði tabú og að hömlur verði settar á það hvað megi segja og hvað ekki. Hættulegt sé ef mál fari í þann farveg. „Fólk hættir ekkert að tala um aðrar hliðar en það verður jaðarsett við það. Sú umræða færist í skuggann og til verður hópur fólks sem fær engin utanaðkomandi rök inn í sína búbblu,“ segir Halldóra. Af þeim sökum sé hún ekki hlynnt því að bólusetningar verði gerðar að einhvers konar skyldu. „Ég er sammála sóttvarnalækni um að slíkt gæti haft öfug áhrif. Hluti sem þessa ber að tækla með fræðslu.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fimmta mislingatilfellið staðfest Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2019 17:11 Íhugar að endurvekja bólusetningatillögu: „Eitthvað þurfum við að gera“ Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, íhugar að leggja aftur fram tillögu þess efnis að almennar bólusetningar verði gerðar að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. 7. mars 2019 17:34 Vakta tugi einstaklinga vegna gruns um mislinga Ekkert nýsmit var skráð í gær en mikið var að gera á símavakt Læknavaktarinnar í gær. Sóttvarnalæknir segir tugi einstaklinga undir smásjá heilbrigðisyfirvalda vegna hugsanlegs smits. Nýsmit gætu komið fram á næstu tíu dögum. 7. mars 2019 06:00 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Sjá meira
Reglulega er Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, spurð hvort hún sé á móti bólusetningum við sjúkdómum. Ástæðan er ein af fyrstu ræðum hennar úr pontu þingsins. Halldóra hafnar því að hún sé andvíg bólusetningum en telur ekki rétt að skikka fólk til þeirra. Undanfarna daga hefur verið mikil umræða um bólusetningar og mikilvægi þeirra eftir að fjögur tilfelli af mislingum greindust hér á landi. Þá var fimmta smitið staðfest í gær. Á hluta heilsugæsla hefur starfsfólk nánast verið í færibandavinnu við bólusetningu. Sumum finnst ekki nægilega langt gengið og telja rétt að skikka fólk til að bólusetja börn sín. Umrædd ræða Halldóru var sú áttunda sem hún flutti í þingsal en þá var hún varaþingmaður Pírata. Umfjöllunarefnið voru viðbrögð við frétt Stöðvar 2 þar sem rætt var við móður sem bólusetti ekki yngra barn sitt vegna gruns um að eldra barn hefði brugðist illa við bólusetningu. „Maður spyr: Af hverju er ekki hægt að ræða bólusetningar á yfirvegaðan hátt eins og hvert annað mál? Hvað er fólk svona hrætt við?“ spurði Halldóra meðal annars í ræðunni. „Það hefur alltaf verið ríkt í mér að stökkva til varnar viðkvæmustu hópum samfélagsins sem komið er fram við á óréttmætan hátt. Þá skiptir litlu máli hvert málefnið er. Þarna var kona í viðkvæmum aðstæðum að lýsa reynslu sinni og hún var kölluð ógeðfelldum nöfnum vegna þess. Það var aðallega það sem ég var að bregðast við,“ segir Halldóra. Nefndarformaðurinn segist vilja leggja sín lóð á vogarskálarnar til að forða því að einhver umræðuefni verði tabú og að hömlur verði settar á það hvað megi segja og hvað ekki. Hættulegt sé ef mál fari í þann farveg. „Fólk hættir ekkert að tala um aðrar hliðar en það verður jaðarsett við það. Sú umræða færist í skuggann og til verður hópur fólks sem fær engin utanaðkomandi rök inn í sína búbblu,“ segir Halldóra. Af þeim sökum sé hún ekki hlynnt því að bólusetningar verði gerðar að einhvers konar skyldu. „Ég er sammála sóttvarnalækni um að slíkt gæti haft öfug áhrif. Hluti sem þessa ber að tækla með fræðslu.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fimmta mislingatilfellið staðfest Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2019 17:11 Íhugar að endurvekja bólusetningatillögu: „Eitthvað þurfum við að gera“ Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, íhugar að leggja aftur fram tillögu þess efnis að almennar bólusetningar verði gerðar að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. 7. mars 2019 17:34 Vakta tugi einstaklinga vegna gruns um mislinga Ekkert nýsmit var skráð í gær en mikið var að gera á símavakt Læknavaktarinnar í gær. Sóttvarnalæknir segir tugi einstaklinga undir smásjá heilbrigðisyfirvalda vegna hugsanlegs smits. Nýsmit gætu komið fram á næstu tíu dögum. 7. mars 2019 06:00 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Sjá meira
Fimmta mislingatilfellið staðfest Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2019 17:11
Íhugar að endurvekja bólusetningatillögu: „Eitthvað þurfum við að gera“ Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, íhugar að leggja aftur fram tillögu þess efnis að almennar bólusetningar verði gerðar að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. 7. mars 2019 17:34
Vakta tugi einstaklinga vegna gruns um mislinga Ekkert nýsmit var skráð í gær en mikið var að gera á símavakt Læknavaktarinnar í gær. Sóttvarnalæknir segir tugi einstaklinga undir smásjá heilbrigðisyfirvalda vegna hugsanlegs smits. Nýsmit gætu komið fram á næstu tíu dögum. 7. mars 2019 06:00