Handbolti

Umdeildur dómur í Höllinni vakti mikla athygli: „VAR þetta versti dómurinn hingað til?“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bjarki og Gunnar voru með flauturnar í kvöld.
Bjarki og Gunnar voru með flauturnar í kvöld. vísir/bára
Valur er komið í undanúrslit Coca-Cola bikars karla eftir að hafa klárað B-deildarlið Fjölnis í undanúrslitunum í kvöld.

Fjölnismenn voru einu marki yfir er Valsmenn héldu í síðustu sóknina. Þar féll Magnús Óli Magnússon, leikmaður Vals, í gólfið eftir að hafa sótt að marki Fjölnis.

Dómarar leiksins, Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson, nýttu sér tæknina og ákvaðu að skoða atvikið í sjónvarpinu. VAR, myndbandsaðstoðardómari, í Höllinni.

Þar komust þeir að þeirri niðurstöðu að senda Arnar Máni Rúnarsson útaf með rautt spjald og Valur fékk vítakast. Úr því skoraði Anton Rúnarsson og jafnaði metin. Því þurfti að framlengja.

Í framlengingunni reyndist Olís-deildarlið Vals betra og er því komið í úrslitaleikinn í Laugardalshöllinni á morgun.

Mikil umræða skapaðist um dóminn á Twitter og má sjá brot af umræðunni hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×